Læknablaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 46
250
LÆKNABLAÐIÐ
og gekk með bogið hné. Oftast var enga
liðbólgu að sjá. Komu þessi köst á nokk-
urra vikna eða mánaða fresti. Oftast lengd-
ist tíminn milli kastanna og einkenni hurfu
að lokum af sjálfu sér, en dæmi er um,
að einkenni hafi staðið þannig í allt að 5
ár eftir bólusetningu. Fleiri höfundar hafa
lýst þessum sjúkdómsmyndum. Hjá sum-
um bólusettum hefur fundist minnkuð
skyn- og hreyfitaugaleiðni og hjá einum
fannst við liðspeglun (arthroskopiu) of-
vöxtur (hypertrofia) á liðslímhúð (syno-
via) í hnjálið. Ber höfundum ekki saman,
um hvað sé hér um að ræða. Sumir telja
að áðurnefnd einkenni séu hvort tveggja
„myeloradiculo-neuritis", aðrir langvar-
andi liðbólgur í hnjám og einkenni frá
höndum séu svonefnd „carpal tunnel syn-
drome"30,31 36 40 72 73 74 70 77. Sé athugað sam-
band sjúkdómsmyndana og tegunda bólu-
efnis kemur í ljós, að algengast er þetta
eftir notkun HPV-77 DK12 (nýgengi 2.2/
1000) en einnig er þess getið eftir notk-
un HPV-77 DE5 (nýgengi 0.1/1000) og
Cendehill48. Ekki virðist þessu hafa verið
lýst enn sem komið er, eftir notkun á
RA 27/3. Af hverju þessi munur er á bólu-
efnunum er ekki vitað. Hugsanlega skýr-
ingu gæti verið að finna í mismunandi vefj-
um sem bóluefnisveirurnar eru ræktaðar
í (HPV-77 DK12 er ræktað 12 sinnum í
hundafóstursvef). Þar eð rauðu hunda veir-
an er hjúpveira gæti orsökin fyrir ein-
kennunum verið svörun einstaklingsins á
þann hluta hjúpveirunnar, sem hún fær
frá frumunni við knappskot (budding).
3. Ending mótefna og endursýkingar.
Hversu lengi mótefnin haldast í blóði
er komin lítil reynd á, þar sem elstu rauðu
hunda bólusetningar eru aðeins um 12 ára
gamlar. í Bandaríkjunum voru í fyrstu
notaðir HPV stofnarnir tveir og Cendehill
en RA 27/3 ræktaðist fyrst 1964 og kom
ekki á markað þar sem bóluefni fyrr en
nokkrum árum síðar. Hillary o. fél.41 hafa
fylgt litlum hópi bólusettum með RA 27/3
í 6 ár. Af 21 barni höfðu aðeins 2 fallið
fjórfalt og einn e. t. v. risið fjórfalt í mót-
efnamagni á þeim tíma. Sem samanburðar-
hópur voru notuð neikvæð systkini þess-
ara barna í sömu fjölskyldum. Kom í ljós,
að rauðir hundar höfðu gengið í þessum
fjölskyldum, því neikvæðir höfðu mynd-
að mótefni án bólusetningar, og þar af
tveir veikst. Þar eð mótefnamagn bólu-
settu barnanna hafði ekki hækkað, var
dregin sú ályktun að þau hefðu haft vernd-
andi mótefni og ekki sýkst sub-kliniskt.
Black o. fél.° bólusettu um 150 Indíána í
Brasilíu með RA 27/3, og 2 árum eftir
bólusetninguna hafði mótefnamagn fallið
um helming. Voru þau þá svipuð og hjá
Indíánum í sama þorpi sem höfðu sýkst
af rauðum hundum 4 og 12 árum áður.
Buser o. fél.10 fundu eftir bólusetningu
með RA 27/3 um helgingsfall GM gildis
mótefna á 3 árum hjá 17 börnum. Grill-
ner34 fann að GM gildi hjá bólusettum með
RA 27/3 var eftir 2 ár 46 samanborið við
GM gildið 52 sem mældist 8 vikum eftir
bólusetningu. Stórir hópar hafa verið bólu-
settir með RA 27/3 í Svíþjóð og Bretlandi
og á að fylgjast með þeim á 5 ára fresti
11 87. Ekki hafa verið birtar niðurstöður af
þeim rannsóknum enn. í rannsókn Grill-
ner34 voru einnig hópar bólusettir með
HPV-77 DE5 og Cendehill. Voru þeirra
GM gildi sem hér segir: Cendehill eftir 8
vikur: 32 og 2 ár 33, en HPV-77 DE5 eftir
8 vikur 39 og 2 ár 55, þ. e. hækkun á þessu
tveggja ára tímabili. Við nánari athugun
höfðu 7 af 45 HPV-77 DE5 bólusettum
fengið fjórfalda hækkun mótefna eða meir.
í Cendehill bólusetningarhópi höfðu 4 af
52 fjórfalda hækkun eða meira og í RA
27/3 bólusetningarhópi 2 af 46. Þrjár bólu-
settar með Cendehill höfðu misst öll mæl-
anleg mótefni á 2 árum. Taldi Grillner að
hækkunin gæti verið vegna endursýking-
ar með villtri rauðu hunda veiru. Gerir
slík sýking því erfitt að dæma af GM gildi
um varanleika mótefnanna. Farquhar2122
fylgdi börnum, bólusettum með Cende-
hill og RA 27/3 í 3 og 4 ár. Kom í ljós að
GM gildi féll fyrstu 2 árin (hjá öðrum
hópnum úr 45 í 40) en eftir þriðja árið
varð hækkun á GM gildi í 69. Ef tekin
voru sér þau börn sem höfðu fjórfalda
hækkun eða meira, var GM gildi 48 hjá
hinum. Sama niðurstaða var í öðrum hóp
eftir 4 ár. Ekki hafði orðið vart einkennn
rauðu hunda sýkingar hjá börnunum og
dró höfundur þær ályktanir að villt rauðu
hunda veira hefði hér valdið einkennalaus-
um sýkingum hjá nokkrum hinna bólu-