Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 261 hafa einhlíta einkenningu á því sem unnið er með. í heilbrigðiskerfinu er unnið með einstaklinga. Sérhver einstaklingur hér á landi hefur eina einhlíta einkenningu sem er kallað fæðingarnúmer. Það er byggt upp þannig: DDMMÁÁNNN DD er fæðingardagur MM er fæðingarmánuður ÁÁ er fæðingarár NNN er þriggja stafa tala sem aðgreinir þá einstaklinga sem eru fæddir sama dag og sannreynir einnig fæðingarnúmer, þ.e. síðasti tölustafurinn er vartöluprófun. Með því að nota fæðingarnúmerið sem einkenningu í upplýsingakerfi heilbrigðis- kerfisins má skipta kerfinu í vel afmörkuð og viðráðanleg undirkerfi og vinna þau sérstaklega. Þegar á þarf að halda má síð- an tengja saman upplýsingar um sama ein- stakling úr hinum ýmsu undirkerfum með því að nota fæðingarnúmerið. Með því að hafa eina stofnskrá með upp- lýsingum um alla einstaklinga sem finn- ast í hinum ýmsu undirkerfum upplýsinga- kerfis heilbrigðiskerfisins, ásamt tilvísun um í hvaða kerfi viðkomandi er að finna, má tengja allt kerfið saman á einfaldan og hagkvæman hátt. í þessu felst mjög mikil einföldun. Hægt er að vinna afmarkað að hinum einstöku undirkerfum án þess að hugsa um aðra hluti heildarupplýsinga- kerfisins að því tilskyldu að fæðingarnúm- erið sé notað sem aðaleinkenning. Þetta er sú uppbygging sem Dr. Heasman aðalráð- gjafi WHO á sviði upplýsingakerfa hefur lagt til að yrði notuð hér á landi.9 10 Ef við nú lítum á nokkur hinna ýmsu undirkerfa upplýsingakerfis heilbrigðis- kerfisins, sem byggjast á tölvunotkun, þá má nefna: 1. Upplýsingakerfi Rannsóknadeildar Borgarspítalans. 2. Upplýsingakerfi Röntgendeildar Borg- arspítalans. 3. Upplýsingakerfi Slysadeildar Borgar- spítalans. 4. Sjúklingabókhald fyrir Borgarspítal- ann, Landspítalann, Landakot o.fl. 5. Upplýsingakerfi Hjartaverndar. 6. Upplýsingakerfi Krabbameinsfélagsins. 7. Upplýsingakerfi fyrir lyfjaskráningu (Landlæknisembættið). 8. Fæðingarskráning (Landlæknisembætt- ið). 9. Skrá um fóstureyðingar (Landlæknis- embættið). 10. Upplýsingakerfi Heilsugæslustöðvar- innar á Egilsstöðum. 11. Akraneskerfið (Landlæknisembættið og Heilbrigðisráðuneytið). 12. Launa- og bókhaldskerfi Borgarspítal- ans og Ríkisspítalanna. 13. Upplýsingakerfi Tryggingastofnunar- innar. 14. Dánarmeinaskrá (Hagst. ísl. og Land- læknisembættið). Ef við lítum á fyrstu ellefu af ofan- greindum kerfum þá byggja þau öll á fæð- ingarnúmerinu sem aðal einkenningu nema kerfi númer 3 og 4. Þriðja kerfið, sem er upplýsingakerfi Slysadeildar Borgarsnítal- ans, hefur ekki einhlíta einkenningu á ein- staklingum sem þar eru upplýsingar um. Þar er einnig mjög erfitt að koma því við að skrá einhlíta einkenningu þeirra sem kerfið nær til. Fjórða kerfið, sem er svo- kallað sjúklingabókhald, byggir heldur ekki á einhlítri einkenningu á þeim ein- staklingum, sem vitneskja er um í kerfinu. Þetta kerfi er notað fyrir skráningu og úr- vinnslu á vistunarupplýsingum sjúklinga á nokkrum spítölum. Kerfið var þróað og hannað fyrir um það bil 10 árum, það er nú notað af stærstu spítulunum á Reykja- víkursvæðinu og hefur gefið ýmsar mikils- verðar upplýsingar. Af ýmsum ástæðum hentar kerfið ekki fyrir samræmda skrán- ingu vistunarupplýsinga allra spítala á ís- landi. Meðal þessara ástæðna eru að kerfið byggir ekki á fæðingarnúmeri sem ein- kenningu og að í það vantar ýmsar uoplýs- ingar sem talið er nauðsynlegt að fá inn í þannig kerfi. Af þessum ástæðum hefur verið þróað nýtt kerfi fyrir skráningu og úrvinnslu vistunarupplýsinga spítala á ís- landi. Þetta nýja kerfi hefur meðal annars verið þróað með hliðsjón af þeirri reynslu sem fengist hefur af gamla kerfinu. Nvja kerfið hefur alla þá eiginleika sem í dag er talið nauðsynlegt að þannig kerfi hafi. Það er þróað og hannað með það í huga að hæet sé að nota það sem samræmt upplýs- ingakerfi fyrir alla spítala á íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.