Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 255 greindist enginn nýr rauðu hunda sjúkl- ingur með mótefnamælingu, þó alltaf sé eitthvað um útbrotasýkingar. Þeir útbrota- sjúklingar, sem leitað hefur verið að rauðu hunda mótefnum hjá á því tímabili hafa reynst neikvæðir. Allar rauðu hunda mót- efnamælingar eru gerðar hér á sama stað. Með okkar mæðraeftirliti, barnaeftirliti og tækifæri til samvinnu við næturlækna og heimilis- og héraðslækna ætti að vera auð- velt fyrir okkur að fylgjast með faröldr- um og staðfesta með mótefnamælingum sýkingar strax og vart verður útbrotafar- aldurs og gruns um rauða hunda í land- inu. Faraldur er að byrja þegar þetta er ritað. 2. Haraldur Tómasson og Helga Ög- mundsdóttir78 sýndu fram á, að mestu máli skipti fyrir mótefnamyndun einstaklings- ins styrkleiki fyrsta faraldursins sem hann lenti í og aldur einstaklingsins er hann sýktist fyrst. Faraldrar virðast „misvirk- ir“ (virulent). Væri barnið á fyrstu árum ævi sinnar í sínum fyrsta faraldri væru mótefni bæði lægri og endingarverri og færri yrðu jákvæðir í þeim árgangi í seinni faröldrum. Kemur þetta einnig greinilega í ljós í rannsókn Sigríðar Guð- mundsdóttur (óbirt). Sigríður ber saman telpur fæddar árin 1961—1965. Við þessa athugun kemur einnig í Ijós að aldur telpn- anna í faröldrum og fjöldi faraldra skipt- ir máli. Telpur fæddar ’61 til ’64 hafa lent í tveim faröldrum en fæddar ’65 aðeins í einum. Kom í ljós að færri voru mótefna- lausar í aldurshópnum f. ’61 til ‘64 (50%). Einnig voru færri mótefnalausar f. ’61 en f. ’62. GM gildi f. ’63 og ’64 voru mark- tækt hærri en f. ’65 (eða 181,46 - 170,59 - 124,83). Athuganir sýna að ekki er hér um að ræða mismun sem stafar af mis- munandi tímasetningu blóðtöku á þess- um árgöngum. Mótefnamagn 1/20 sem er vafasvar hvað snertir vörn gegn sýkingu er langtum algengara hjá telpum f. ’62 en f. ’61 (tölfræðilega marktækur munur). Tölfræðilega marktækur munur er einnig á þessu mótefnamagni við samanburð hóp- anna f. ’62—’63 og ’65 þannig að flestar eru í hópi f. ’62 en sárafáar f. ’65. Styðja þessar niðurstöður þá skoðun að því yngra sem barnið er og ónæmiskerfi þess ekki fullþroskað við frumsýkingu því lélegri verði mótefni þess og meiri hætta á end- ursýkingu síðar á ævinni. Þeir einstakl- ingar sem endursýkjast mynda þá ef til vill hærri mótefni en einstaklingar sem frumsýkjast í sama faraldri. Bólusetningarmótefni eru verulega lægri en eftir eðlilega sýkingu og fall mótefna verður enn meira en mótefnafall að lok- inni eðlilegri sýkingu (sbr. stúlkur fæddar 1962 til 1964), einnig eftir notkun RA 27/3. Þeir sem hafa lág mótefni í upphafi missa þau fyrst. Horstmann44 fann að 10% þeirra sem mynduðu mótefni við notkun HPV-77 DE5 voru neikvæð eftir 5 ár. Hvernig verða mótefni eftir 10 til 15 ár? Ef börn eru bólusett 1 til 3 ára má búast við enn stærri hópi neikvæðra eða með mótefnatiter 1/20 á barneignaaldri en ef mótefni verða til við eðlilega sýkingu. — Einnig er hugsanlegt að meiri hætta sé á viremiu við endursýkingu eftir bólusetn- ingu en eftir frumsýkingu af náttúrulegri veiru. Væru telpurnar endurbólusettar 12 ára vitum við, af niðurstöðum rannsókna 1143,32 B.R. óbirt) að aðeins helmingur telpna með mótefni 1/20 myndu svara bólusetningunni, og fáar sem engar með mótefni 1/40 og 1/80. Hjá þeim sem ekki svara myndi mótefnamagn halda áfram að lækka árin fram til tvítugs og smám sam- an stækkar hópur neikvæðra kvenna á barneignaaldri auk karlmanna, sem ekki voru endurbólusettir. Þar með væri tölu- vert aukin hætta á rauðu hunda sýkingu á meðgöngutíma kvennanna, bæði hætta á faröldrum í eldri aldurshópum hér á landi og ef konur færu erlendis, t. d. til Evrópu þar sem faraldrar eru enn meðal barna og bólusett er 12 ára. Ef telpur eru bólusettar 12 ára vitum við að 50% til 60% næðu að mynda eðlilegt og um leið mun betra ónæmi, hinar yrðu bólusettar með líklega betri, a. m. k. sama, árangri og endurbólusetning 12 ára. Ef endursýk- ing skiptir máli fyrir ónæmi höfum við enn óbreytta hegðun rauðra hunda í þjóð- félaginu, þ. e. næm börn og karlmenn. 3. Ein helstu rök Bandaríkjamanna er, að þjóðin er milljónaþjóð og fólksflutning- ar til og frá landinu eru mjög miklir. Sé því nær ómögulegt að ná til meginþorra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.