Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 30
240 LÆKNABLAÐIÐ voru aðeins tveir alkóhólistar, karlmenn, en kvíði og þunglyndi voru höfuðeinkenni hjá 10 sjúklingum. Kynskipting í sjúkdómaflokkum var jöfn, nema fyrir sjúkdóma í hreyfikerfi og hjá sjúklingum með heilabilun. Aðeins tveir karlmenn reyndust hafa sjúkdóma í hreyfikerfi sem aðalorsök innlagningar- beiðni, en hins vegar voru karlmenn í meiri hluta þess hóps, sem hafði heilabilun á háu stigi, eða 17 karlmenn á móti 8 konum. ÚRLAUSNIR Þær úrlausnir, sem hægt var að veita, eru sýndar á töflu III. Helmingur þeirra sjúklinga, sem vitjað var, voru lagðir inn á sjúkrahús innan þriggja mánaða. Af þeim reyndust 14 sjúklingar hafa það bráð vandamál, að þau leiddu til innlagnar á vakthafandi lyflæknisdeild í borginni, þótt vandamálin væru þess eðlis, að heimilis- læknar æsktu innlagnar á öldrunarlækn- ingadeild. Á deildina voru lagðir inn 36 sjúklingar. TABLE III Management arrangement following home visit to 100 geriatric referrais Admission to geriatric unit 36 Emergency admission to general medicine 14 On Waiting list 15 Follow-up in outpatients 13 Admitted to the day hospital 8 Home help provided 9 A drug prescribed 2 No help wanted 3 100 Á biðlista deildarinnar fóru hins vegar nöfn 15 sjúklinga, og var þar í flestum tilvikum um svokallaðar sumarleyfisinn- lagnir að ræða, þar sem aðstandendur eða heimilishjálp viðkomandi sjúklings vildu tryggja vistun á öldrunarlækningadeild, meðan á sumarleyfum eða öðrum forföll- um þeirra stæði, I apríl 1979 var hafin starfræksla dag- spítala á öldrunarlækningadeild Landspít- alans. Unnt reyndist að sinna vandamálum 8 sjúklinga með innlögn á þá deild án þess að til innlagnar á legudeild kæmi áður. Vandamálum 13 sjúklinga var hægt að sinna með frekari rannsókn og viðtali á göngudeild, og 9 sjúklingum nægði að fá aukna heimilishjálp. Tveimur sjúklingum nægði ávísun á lyf, og þrír höfnuðu frekari aðstoð. SKIL Þótt aldraðir sjúkir noti að jafnaði um 30—40% af sjúkrarúmum legudeilda sjúkrahúsanna, hefur stór hluti þeirra, sem eru aldraðir og sjúkir verið að verulegu leyti utanveltu við heilbrigðiskerfi lands- manna. í könnun Jóns Gunnlaugssonar læknis meðal 25 heimilislækna í Reykjavík árið 1978, var talið, að um 500 aldraðir sjúkir dveldu i heimahúsum, og að nær helmingur þeirra þyrfti aðstoðar við á sér- stökum stofnunum. í könnun þessari var tekið fram, að aðgangur að bráðaþjónustu- rúmurn sjúkrahúsanna væri yfirleitt góður, en vandamál þessa sjúklingahóps væri þess eðlis, að þau yrðu ekki leyst sem skyldi, nema á sérstökum deildum.3 Þessi hópur aldraðra sjúkra hefur annaðhvort búið við erfiðar aðstæður í heimahúsum eða vistazt á sérstökum stofnunum (elli- og dvalar- heimilum) í einkaeign, þar sem rekstrar- sjónarmið hafa óhjákvæmilega áhrif á meðferð þessara vandamála. Á ráðstefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða, sem haldin var á vegum lækna- ráða sjúkrahúsanna þriggja í Reykjavík vorið 1978, töldu forsvarsmenn legudeilda sjúkrahúsanna, að aldraðir lasburða tepptu sjúkrarúm deildanna og kæmu þannig í veg fyrir eðlilega nýtingu þeirra. Aldraðir nýta að jafnaði um þriðjung sjúkrarým- anna, og þótt meðallegutími sjúklinga hafi stytzt og langlegusjúklingum fækkað á undanförnum árum, eru langlegusjúkling- ar enn 6—9% af heildarsjúklingafjölda þessara deilda. Vegna örari umsetningar á þessum deildum nýta langlegusjúklingar um þriðjung af heildar legudagafjölda þeirra.0 Læknar skurð- og lyflæknisdeilda sjúkrahúsanna í Reykjavík ályktuðu, að ef unnt væri að leysa vistunarvanda þessara langdvalarsjúklinga, þyrfti ekki að auka sjúkrarými deildanna á næstu árum. Tilurð þessara vandamála hefur verið með líkum hætti meðal nágrannaþjóða okkar. Þróun sjúkrahúsanna hefur verið í átt til meiri sérhæfingar og jafnframt sýnt vaxandi afkastagetu á undanförnum áratugum, en á sama tíma hafa hin fjöl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.