Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 48
252 LÆKNABLAÐIÐ 24% og Cendehill 53.7%. Fogel o. fél.27 komust að svipaðri niðurstöðu. Tveir hóp- ar bólusettir með RA 27/3 sýndu endur- sýkingartíðni 10.7%, hópur bólusettur með HPV-77 DE5 46.7% og loks hópur bólu- settur með Cendehill 66.7%. í báðum þess- um rannsóknum voru upphafleg Hl-mót- efni þeirra, sem endursýktust lægri en hinna sem héldu óbreyttu mótefnamagni. Fleiri rannsóknir benda í sömu átt9 54 81 86. RA 27/3 er eina bóluefnið, sem gefið hefur verulega góða raun við endurbólu- setningu. HPV-77 DE5 og Cendehill hafa bæði verið reynd við endurbólusetningu, en árangur er lélegur eða enginn af þeim endurbólusetningum, hvort sem er gefið um nef eða undir húð. Er því munur á bóluefnunum, bæði hvað varðar getu til að vernda og til endurbólusetningar. Segja má, að næstu 4 til 6 ár eftir bólusetningu lækki mótefnin í blóði, hvaða bóluefni sem notað er. Þó að einstaklingar bólusettir með RA 27/3 virðist halda einna hæstu mótefnunum eru þessir hópar of litlir til að hægt sé að draga af þeim endanlegar ályktanir. Hvað snertir endursýkingu skiptir mestu máli, hvort veiran kemst í blóðrás og af verður svonefnd ,,viremia“ eða ekki. Veir- an berst blóðleið frá móður til fósturs. Eru dæmi um endursýkingu einstaklinga með mótefni eftir eðlilega sýkingu eða bólu- setningu, (þ. e. áður jákvæða mótefnamæl- ingu), sem benda mjög ákveðið til að við- komandi hafi haft viremiu við endursýk- inguna1® 28 82175 84. f tveim þessara tilfella barst veiran frá móður til fósturs. Dó ann- að barnið eftir fæðingu vegna meðfæddra galla, úr hinu fóstrinu ræktaðist rauðu hunda veira eftir fóstureyðingu. Hvort hér er um að ræða undantekning- ar og hvort meiri hætta sé á viremiu við endursýkingu eftir bólusetningu en eðli- lega sýkingu er umdeilt. Ekki hefur tekist að rækta veiru úr blóði endursýktra ein- staklinga, þó ræktast hafi úr hálsi þeirra enda hafa fáar tilraunir verið gerðar til þess að því er virðist14 61. Erfitt er að rækta rauðu hunda veiruna. Auk þess eru nær allar endursýkingar sub-kliniskar eins og reyndar stór hluti frumsýkinga, sem þó hafa viremiu í för með sér. Við endursýk- ingu er því erfitt að ná blóðsýnum á rétt- um tíma til að finna veiruna. Loks má svo búast við að viremia standi skemmri tíma við endursýkingu en það gæti þó verið nógu langur tími til að myndist sýkingar- hreiður annars staðar í líkamanum, til dæmis í fylgjuvef. Ef tekið er tillit til þess, að mótefni eftir eðlilega sýkingu eru mun hærri og stöðugri en eftir bólusetn- ingu og ef ti'l vill myndast fleiri tegundir mótefna en eftir bóluefnin, en samt eru dæmi um viremiu við endursýkingu slíkra einstaklinga, er hæpið að fullyrða sem stendur, að viremia eigi sér ekki stað við endursýkingu eftir bólusetningu. Telja Horstmann o. fél.43 að sú mótefnahækkun, sem eigi sér stað við endursýkingu sé það mikil að sennilega fylgi hún í kjölfar kröft- ugrar margföldunar veiru, meiri en ef að- eins væri um að ræða margföldun í nef- koki. Einnig má benda á, að tekist hefur að rækta veiruna eftir bólusetningu úr lið og botnlanga þrátt fyrir að mótefni hafi mælst í blóði og liðvökva03 70. 4. Smithætta frá nýbólusettu fólki. Nokkru eftir bólusetningu má rækta rauðu hunda veiruna úr hálsi hinna bólu- settu. Vaknar þá spurning um smithættu samfara bólusetningunni. Margar rann- sóknir á ýmsum hópum, sumum mjög stór- um, svo sem kennurum, ungbörnum ný- bólusettra kvenna o. fl. hafa yfirleitt ekki leitt í ljós smitun23 25 32 37 60 °7. f nokkrum rannsóknum hafa þó fundist einstaklingar sem hafa verið í náinni snertingu við hina nýbólusettu og myndað mótefni á sama tíma47 52 56. í eitt skipti bentu mótefnamæl- ingar til að um villta veiru væri að ræða. f þessum rannsóknum hefur verið óljóst um tíðni rauðra hunda í umhverfi hinna bólusettu og því ekki verið hægt að þver- taka fyrir að um eðlilega sýkingu hafi verið að ræða. Nú orðið er því ekki talin vera smithætta samfara bólusetningunni. Orsökin er sennilega sú, að veiran er veikl- uð og nær verr fótfestu í slímhúð en villt veira. Magn veiru í nefkoki þeirra bólu- settu er miklu minna en við eðlilega sýk- ingu og berst líklega verr sem öndunar- færasmit milli einstaklinga. 5. Fósturskemmdir eftir bóluefnin. Hvort rauðu hunda bóluefnisveira geti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.