Læknablaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ
267
NÝTT LÆKNATAL
BR£F TIL LÆKNABLAÐSINS
Islenzkum læknum var fyrir nokkru sendur
spurningalisti vegna endurútgáfu ísl. lækna-
tals (Læknar á íslandi, 3ja útgáfa). 1 spurn-
ingalistanum voru læknar beðnir að gefa upp-
lýsingar um sjálfa sig til ársloka 1977 til birt-
ingar í Læknatalinu. I desember 1978 var þeim,
sem ekki höfðu svarað spurningalistanum,
sent eftirrekstrarbréf, og þeir beðnir að svara,
en jafnframt var þeim bent á heimild til að
bera fram rökstuddar óskir og ábendingar um
útgáfu ritsins. Okkur finnst nú rétt að gera
það, og beinast athugasemdir okkar að nokkr-
um atriðum, sem ritnefnd Læknatalsins ætlar
að leggja takmarkaða áherzlu á í upplýsinga-
öfiun sinni.
Áðurnefndum spurningalista fylgdi kynnis-
bréf um fyrri útgáfur læknatals og tildrög
væntanlegrar útgáfu. Þar telur ritnefndin til-
gang læknatalsins vera, að í læknatalinu komi
fram......samstæðar og sem mest tæmandi
upplýsingar um íslenzka lækna þ. e. tæm-
andi innan þess ramma, sem stjórn L.l. telur
æskilegan og mögulegan . . .“, en Læknafélag
Islands er útgefandi ritsins. Þetta er útfært
nánar í kynnisbréfinu á eftirfarndi hátt:
..Áhersla skal lögð á, að hér er fyrst og fremst
um „læknatai“ að ræða, þ. e. æviágrip manna,
sem stunda eða stundað hafa lækningar. Ævi-
ágripið verður þvi um iæknisferil mannsins og
störf tengd honum fyrst og fremst, enda er
læknismenntun og -störf forsenda bókarinnar.
Á bls. 5 í spurningalistanum er svo ráð fyrir
gert, að iæknar geti gefið upplýsingar um ým-
is þau atriði í lífi sínu, sem þeim eru hugstæð
og finnst ástæða til að nefna.
Æskilegt er, að læknar gefi þessar upplýs-
ingar, en þeim sem ganga frá handritinu verði
gefið úrskurðarvald um það hvað birta skuli.
Þó að gert sé ráð fyrir. að fylgt verði fyrra
ritinu sem mest, er vitað nú þegar, að þar
muni verða nokkur frávik. Tvennt skal nefnt:
1) Ferðalög á ráðstefnur og læknaþing eru
orð:n svo daglegur viðburður. að tæpast tek-
ur því að tíunda allar slíkar ferðir nú, þó að
þær hafi talist til tíðinda og undantekninga
fyrir 10—20 árum.
2) Ritstörf. Algerlega tæmandi ritskrá, allt
niður í einstakar smágreinar, oft unnar í sam-
vinnu_ við fleiri lækna, á tæpast erindi í svona
bók. Á hinn bóginn eru vissar upDlýsingar um
lækni fólgnar í frásögnum af þvi að hann hef-
ur stundað framhaldsnám/viðhaldsnám með því
að sækia fundi og námskeið, eða hann hefur
stundað ritsmíðar, sem eiga sé bakhjarl í
vinnu eða rannsóknum og sýna að hvaða grein-
um áhugi hans hefur beinst. Þess skal getið,
að þessi samþjöppunaraðferð er í samræmi við
nýleg læknatöl á öðrum Norðurlöndum".
Þessi „samþjöppunaraðferð“ hefur svo orðið
ritnefndinni enn ljósari i eftirrekstrarbréfinu í
desember 1978, því það segir:
„Það verður æ ijósara, að skera verður nið-
ur og þjappa saman ýmsum upplýsingum, enda
hefur ritnefnd áskilið sér rétt til þess. Hér er
einkum um að ræða náms- og ráðstefnuferðir
auk ritsmíðatals. Auðséð er, að ferðir á þing
og námskeið eru mörgum árlegir viðburðir,
jafnvel fleiri en ein og geta nú orðið alls ekki
talist tíðindi, nema í undantekningatilfellum.
Ritnefnd mun því yfirleitt hafa þann hátt á
að geta aðeins um tiðni slíkra ferða og hvaða
sérgrein þær þjóna. I vafatiifellum mun rit-
nefnd reyna að finna heppilegustu iausn og
gjarnan hafa samráð við viðkomandi. Sama
er aö segja um ritsmíðalista. Það mcetti cera
óstöðugan að tíunda allar fræðilegar greinar
með heiti og tilvísun í, hvar þær er að finna.
Til að forðast mismunun manna telur ritnefnd
hann kost vænstan að geta á þennan hátt að-
eins sérfræði- og doktorsritgerða auk meiri
háttar ritverka. Annars verður aðeins getið
fjölda ritsmíða, á hvaða sviði þær eru og e. t. v.
hvar þær helst hafa birst. Verður hér eitt yfir
alla að ganga og mun niðurskurður ná jafnt
til nýrra sem eldri upplýsinga."
Hafandi kynnt sér þannig almennt orðaðan
tilgang ritverksins og hvernig ritnefndin hyggst
ná tilgangi sínum, er nauðsynlegt að athuga
spurningalistann til þess að s.iá, hvers konar
upplýsingar ritnefndin leggur mesta áherzlu
á að afla um íslenzka lækna. I spurningalist-
anum finnst þetta:
Birta skai fullt nafn, tvínefni eða fleirnefni
og einnig upphafsstaf(i), sem læknirinn notar,
fæðingardag hans og ár. dánardag og ár, dán-
arstað og fæðingarstað, fullt nafn föður, heim-
ili hans við fæðingu læknis. fæðingardag og
fæðingarár föður og dánardag og dánarár.
Birta skal fullt nafn móður og stöðu, ef hún
er önnur en húsmóðir, og geta skal þess. hvort
foreldrar iæknis voru giftir. Birta skal fæðing-
ardag móður og fæðingarár. dánardag og dán-
arár, og fullt nafn, stöðu og heimili móðurföð-
ur. Geta skal stúdentsprófs. við hvaða skóla,
deild (ef skóli er deildarskiotur). hvenær tek-
ið. hvaða einkunn; kandidatsnrófs í læknis-
fræði, hvar tekið, hvenær og með hvaða ein-
kunn, læknaprófa auk kandidatsprófs. hvaða
prófa. hvar tekin. hvenær; ótakmarkaðs iækn-
ingaleyfis á Islandí og í öðrum löndum, hveri-
um og hvenær, sérfræðiviðurkenningar á ís-
landi og í öðrum löndum, sérfræðiritgerðar