Læknablaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 52
256
LÆKNABLAÐIÐ
þjóðarinnar, nema með barnaeftirliti á
fyrstu æviárunum. Allt öðru máli gegnir
um ísland. Hér má telja að sé frekar lítið
um fólksflutninga til langtíma til og frá
landinu. Við höfum heilbrigðiskerfi sem
gerir okkur kleift að ná til hvers einasta ís-
lendings fram á lok skólaskyldu ef við vilj-
um svo við hafa. Eftir þann aldur tekur
við mæðraeftirlit ófrískra kvenna, sem er
skipulagt um allt land. Við getum því haft
miklu frjálsari hendur um val aldurshópa
en stærri þjóðirnar.
Niðurstaða.
Af framangreindu má draga eftirfarandi
niðurstöðu:
1. HI- og N-mótefnamagn virðist mest
eftir gjöf RA 27/3 eða HPV-77 DE5
bóluefna en minna eftir gjöf Cendehill
bóluefnis. RA 27/3 gefið í nef veldur mót-
efnasvörun sem líkist mest eðlilegri sýk-
ingu. RA 27/3 gefið undir húð veldur lík-
lega kvalitativt sömu mótefnasvörun en í
minna magni hvað IgA-mótefni slímhúð-
ar snertir. HPV-77 DE5 og Cendehill gefa
litla sem enga iota- og slímhúðar IgA-mót-
efnasvörun. RA 27/3 virði'st því besti mót-
efnavakinn og líkjast mest eðlilegri sýk-
ingu. Inngjöf RA 27/3 undir húð er örugg-
ari en um nef.
2. Tíðni aukaverkana eftir notkun RA
27/3 er meiri en eftir Cendehill en minni
en eftir HPV-77 DE5. Þær standa sem
heild skemur en eftir notkun HPV-77 DE5
og ekki hefur orðið vart langvarandi lið-
einkenna eftir notkun RA 27/3.
3. Smithætta frá hinum nýbólusettu er
hverfandi, hvaða bóluefni sem notað er.
4. Bóluefnisveiran hefur ræktast úr vefj-
um frá sýkingarhreiðrum í líkama hinna
bólusettu fleiri vikum eftir bólusetningu.
Einnig hefur hún ræktast úr fóstursvefj-
um eftir fósturlát eða fóstureyðingar og
fer hún því yfir fylgju. Þó má ætla að
vegna veiklunar sé minni hætta á fóstur-
skaða en eftir eðlilega sýkingu. Vegna
þessarar hættu sé ekki talið rétt að bólu-
setja vanfærar konur og beri að forðast
þungun 3 mánuði eftir bólusetningu.
5. Enn er ekki vitað um endingu mót-
efnanna. í flestum rannsóknum koma fyr-
ir einkennalausar sýkingar sem gera erf-
itt fyrir að dæma bólusetningarmótefni.
Mótefni falla þó næstu árin eftir bólu-
setningu. Hjá sumum einstaklingum falla
þau tiltölulega fljótt niður fyrir þau mörk
að endursýking geti átt sér stað. Til eru
dæmi um sýkingu fósturs við endursýk-
ingu móður. Árangur endurbólusetningar
getur verið vafasamur. Gömul lág N-mót-
efni geta líklega hindrað eða dregið úr
þeirri mótefnahækkun sem sóst er eftir.
Ekki er heldur hægt að vita hvenær mót-
efni einstaklingsins eru fallin svo að end-
urbólusetning komi að gagni.
6. Áhrif á faraldursfræði rauðra hunda.
a) í milljónaþjóðfélögum eins og t. d.
Bandaríkjunum er nægilegt að 15% þjóð-
félagsþegna sé næmt til að halda veirunni
gangandi. Hugsanlegt er að endursýking
villtrar veiru sé nauðsynleg til að halda
við mótefnum einstaklingsins. Þjóni það
því e. t. v. tilgangi að viðhalda villtum
rauðum hundum.
b) Á íslandi virðist rauðu hunda veir-
an hverfa alveg úr þjóðfélaginu milli far-
aldra. Mótefni einstaklinga geti því fallið
og þeim mun meira sem lengra líði milli
faraldra. Ef komið er í veg fyrir faraldra
meðal barna gætu bólusetningarmótefni
þessara einstaklinga fallið niður úr öllu
valdi. Eftir 10—20 ár hefði ef til vill mynd-
ast hópur næmra kvenna á barneigna-
skeiði, sem faraldur gæti náð sér niðri í.
Með þetta í huga sé því réttara hér á
landi að gefa öllum börnum tækifæri til
að mynda eðlileg mótefni fram til 12 ára
aldurs, bólusetja þá neikvæðar 12 ára
stúlkur og gefa þeim þá vörn sem hægt
er með besta fáanlega bóluefni hverju
sinni.
HEIMILDIR
1. Al-Nakib W., Best J.M., Banatvala J.E.
Rubella specific serum and nasopharyn-
geal immunoglobulin responses following
naturally acquired and vaccine-induced
infection, prolonged persistence, of virus
specific IgA. Lancet jan. 25, 182—187, 1975.
2. Balfour H.H., Balfour C.L., Eddmann
C.K. Rierson P.A.: Evaluation of Wistar
Ra 27/3 rubella virus vaccine in children.
Am. J. Dis. Child 130, 1089—1091, 1976.
3. Beasley R.P., Datels R„ Kim K.S.W., Gale
J.L., Tunlung Lin, Graystone J.T.: Pre-
vention of rubella during an epidemic in
Taiwan. Am. J. Dis. Child. 118, 301—306,
1969.
4. Behan P.O.: Diffuse myelitis associated