Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Page 7
DV Fréttir föstudagur 2. mars 2007 7
Eldri borgarar eru orðnir þreyttir
á bútasaumi stjórnvalda við laga-
setningu og mættu í mótmælaskyni
ekki á fund með heilbrigðisnefnd í
gær. Þeir segja kröfur sínar um end-
urskoðun hundsaðar og sjá ekki
ástæðu til að stíga dans með stjórn-
völdum meðan svo sé.
„Lög um aldraða eru úrelt og
þau standa úr vegi fyrir allri þróun
í þessum málum. Því verður ekki
breytt nema þau verði tekin upp al-
gjörlega,“ segir Margrét Margeirs-
dóttir, formaður Félags eldri borg-
ara í Reykjavík. Hún er meðal
þeirra sem ákváðu að virða fundar-
boð aldraðra að vettugi enda orðin
langþreytt á að ekkert gerist í mála-
flokknum.
Heilbrigðisnefnd boðaði fulltrúa
eldri borgara á sinn fund til að ræða
tvö frumvörp sem liggja fyrir þing-
inu. Annað er um greiðslur þeirra
í framkvæmdasjóð aldraðra sem fá
fjármagnstekjur en ekki launatekj-
ur. Hitt snýr að mati á öldruðum
borgurum sem þurfa vistun á dval-
ar- eða hjúkrunarheimili.
Ekkert gerist
Borgþór Kjærnested, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
eldri borgara, fékk fundarboðið í
sínar hendur og ráðfærði sig við
nokkra af forystumönnum aldr-
aðra. Niðurstaða þeirra var sú að
mæta ekki á fundinn.
„Við teljum að kröfur okkar um
að fara í allsherjar endurskoðun
á lögunum séu algjörlega hunds-
aðar,“ segir Borgþór og lýsir laga-
setningum og verkefnum í málefn-
um eldri borgara sem bútasaumi.
Hann segir ekkert hafa verið gert í
endurskoðun á lögum þrátt fyrir að
slíkt hafi verið forsenda fyrir sam-
komulagi eldri borgara og stjórn-
valda síðasta sumar. Samkomulag-
inu var ætlað að bæta aðbúnað og
kjör eldri borgara. „Það átti að fara
í þetta. Það gerist ekki neitt,“ segir
Borgþór.
Hundsað í báðar áttir
Margrét Margeirsdóttir segist
ekki hafa séð nokkra ástæðu til að
fara á fundinn. Ástæðan fyrir því er
áhugaleysi heilbrigðisráðuneytis-
ins og stjórnvalda að verða við kröf-
um eldri borgara. „Það geta fleiri
hunsað en ráðuneytið. Þeir hafa
hundsað okkur. Þá er mjög eðlilegt
að hundsa þá líka.“
Þrátt fyrir langa baráttu eldri
borgara bólar ekkert á heildarend-
urskoðun laganna. „Við erum búin
að berjast fyrir því í þrjú ár,“ segir
Margrét. Hún segir engum árangri
skila að breyta einstaka lögum. Nú-
verandi lög séu vandamálið og ný
lög þurfi í stað þeirra.
Eldri borgarar setja á oddinn að
málefni eldri borgara verði flutt frá
heilbrigðisráðuneytinu til sveitar-
félaga og vilja að fjármagnið sem
fer í málaflokkinn fylgi með.
hundsuðu
heilbrigðisnefnd
Fulltrúar eldri borgara mættu ekki á fund
heilbrigðisnefndar sem hafði boðað þá til
sín til að fá umsögn um tvö frumvörp sem
liggja fyrir nefndinni. Eldri borgarar eru
afar ósáttir við að ekkert tillit hefur verið
tekið til krafna þeirra um heildarendur-
skoðun á lögum um eldri borgara.
„Það geta fleiri
hundsað en ráðuneyt-
ið. Þeir hafa hundsað
okkur. Þá er mjög eðli-
legt að hundsa þá líka.“
Brynjólfur Þ. Guðmundsson
blaðamaður skrifar: brynjolfur@dv.is
Alþingi hundsað Eldri borgarar
mættu ekki á fund heilbrigðis-
nefndar. með því vildu þeir
mótmæla að ekki hefði orðið við
óskum þeirra um heildarend-
urskoðun á lögum um
málefni aldraðra.
margrét margeirsdóttir
formaður félags eldri borgara
í reykjavík segir enga ástæðu
til að mæta á fund þeirra sem
hundsi kröfur eldri borgara.