Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Qupperneq 30
föstudagur 2. mars 200730 Sport DV Gylfi Freyr Guðmundsson varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í fyrra. Endaði með 245 stig, eða einu stigi meira en Valdi- mar Þórðarson. Hann er 21 árs og býr í Keflavík. „Ég var áður í fótbolta og körfubolta en datt inn í mótorkross þegar ég var 16 ára. Eftir það var ekki aftur snúið og þetta er langskemmti- legasta íþróttin sem ég hef prófað. Ég æfi mest í Sólbrekkubraut sem er við Grindavíkurafleggjara. Síðan eru komnar brautir á Þorlákshöfn, Álfsnesi og Bolöldu og maður fer á milli brauta.“ Fyrir ekki svo mörg- um árum voru einungis þrjár brautir nothæfar hér á landi en fjöldinn hef- ur nú tvöfaldast. Gylfi segir að stjórn- völd standi sig ágætlega í að úthluta landi til íþróttarinnar en alltaf megi þó gera betur. „Miðað við fjöldann sem stundar sportið mættu alveg vera fleiri braut- ir, okkur vantar alltaf meiri pening til að gera fleiri brautir, gera þær betri og halda þeim við.“ Gríðarleg söluaukning hefur orðið á mótorhjólum á undanförn- um árum. Það hefur skilað sér inn í íþróttina því fjöldi keppenda hef- ur margfaldast. Gylfi segir að þessi fjölgun komi sér ekki mjög á óvart þar sem íþróttin sé svo skemmtileg og fjölskylduvæn. „Íþróttin býður upp á svo margt, það eru framleidd hjól fyrir alla aldurshópa, alveg nið- ur í fjögurra ára. Það þarf reyndar að vera 12 ára til að keyra hjól hér en úti er keppt í fjögura ára aldursflokki.“ Æfði í Bandaríkjunum Þrjú afbrigði eru af mótorkrossi. Ísakstur, þolakstur og hinn hefð- bundni brautarakstur. Gylfa finnst ísaksturinn og þolaksturinn ágætur en er þó mest fyrir að aka í brautum. „Ísaksturinn getur verið skemmti- legur en það er meira eins og að vera á götuhjóli. Það eru engin stökk en maður æfir sig í að keyra við mis- munandi aðstæður. Þetta er ekki mitt uppáhald en mjög góð æfing.“ mótorkross er talin ein erfiðasta íþrótt sem til er og ökumaðurinn þarf að vera í góðu líkamlegu formi ætli hann sér að keppa og ná árangri. „Það þarf ekki að vera í formi til að keyra mótorkrosshjól, en til að ná árangri þarf að vera vel á sig kom- inn líkamlega. Ég reyni að verja sem mestum tíma á hjólinu og hægt er, það er það sem skiptir mestu máli en ef ekki er hægt að fara út að hjóla, þá fer ég í líkamsrækt eða út að hlaupa. Ég reyni að hjóla á hverjum degi á sumrin en á veturna er meira farið í líkamsrækt eða tekið á því í útihlaup- um.“ Gylfi dvaldi við æfingar og keppni í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum í fimm mánuði. Bæði var hann í Tennessee og Texas. Hinn margfrægi mótorkrosskappi Travis Pastrana steig sín fyrstu skref í sömu keppni og Gylfi tók þátt í. Gylfi segir að allt sé hægt ef viljinn er fyrir hendi. „Það er allt hægt ef maður vill það. Maður getur farið út og orðið at- vinnumaður ef maður virkilega æfir og einbeitir huganum að því. Mót- in úti voru fyrir þá sem eru við það að komast í atvinnumannaflokkinn, Pastrana keppti þarna þegar hann var 16 ára og það voru nokkrir góð- ir þarna.“ Lenti í áttunda sæti í Bretlandi Karen Arnardóttir er ekki nema 15 ára og er í Foldaskóla í Grafar- vogi. Hún varð Íslandsmeistari með nánast fullt hús stiga en aðeins mun- aði þremur stigum að hún næði því. Endaði með 197 stig af 200 möguleg- um. Þrátt fyrir ungan aldur eru sex ár síðan hún byrjaði. „Ég hef eiginlega ekki áhuga á öðru sporti en þessu, finnst þetta langskemmtilegasta sportið. Það er allt svo skemmtilegt við þetta.“ Það er ekki bara fjölgun meðal karlpeningsins í íþróttinni því mikil fjölgun hefur einnig orðið í kvenna- flokki. „Þegar ég byrjaði að keppa vorum LanGskemmtiLeGasta íþróttin Ragnar Stefánsson ragnar dvelur nú á spáni í æfingarbúðum. guðmundur guðmundsson tók þessa mynd af kappanum á æfingu í vikunni. „Þegar ég byrjaði að keppa vorum við þrjár eða fjórar en núna erum við um tuttugu. Það er alltaf að bætast við. Ég er í bootcamp til að halda mér í formi en er samt ekki mikill adrenalínfíkill.“ Þeim sem æfa mótorkrossíþróttina hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Þau Karen Arnardóttir og Gylfi Freyr Guðmundsson eru Íslands- meistarar í karla- og kvennaflokki og vilja ekki vera í neinni annarri íþrótt. Hvað er að Gerast? HAndBoLti Laugardagur 3. mars kl. 16:30 stjarnan - fram (kk) sunnudagur 4. mars kl. 16:00 Ír - Haukar (kk) kl. 16:00 HK - fylkir (kk) kl. 16:00 Valur - akureyri (kk) KöRFuBoLti Föstudagur 2. mars kl. 19:15 Haukar - Ír (kk) kl. 19:15 Kr - Hamar/selfoss (kk) sunnudagur 4. mars kl. 19:15 Hamar/selfoss - fjölnir (kk) kl. 19:15 Njarðvík - Haukar (kk) kl. 19:15 Ír - Þór Þorl. (kk) kl. 19:15 snæfell - skallagrímur (kk) KnAttSpyRnA Föstudagur 2. mars kl. 19:00 fylkir - stjarnan (kvk) kl. 19:00 Kr - Breiðablik (kvk) kl. 21:00 Valur - Keflavík (kvk) Laugardagur 3. mars kl. 15:00 Keflavík - ÍBV (kk) kl. 17:00 grindavík - HK (kk) sunnudagur 4. mars kl. 15:00 ÍBV - fjölnir (kk) kl. 17:00 Kr - Þróttur (kk) kl. 19:00 fH - Valur (kk) kl. 16:15 tindastóll - dalvík/reynir (kk) kl. 18:15 magni - Völsungur (kk)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.