Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Page 31
við þrjár eða fjórar en núna erum við um tuttugu. Það er alltaf að bætast við. Ég er í bootcamp til að halda mér í formi en er samt ekki mikill adren- alínfíkill,“ segir hún og hlær. Karen hefur þegar farið utan og spreytt sig. Hún fór til Bretlands og náði þar mjög góðum árangri. „Ég lenti í átt- unda sæti en það voru bara stelpur að keppa. Það er allt miklu hraðara þar, ökumenn og brautir.“ Þegar hún er spurð hvert sé markmið henn- ar í mótorkrossinu er svarið einfalt. „Bara að hjóla þangað til ég verð gömul,“ segir þessi magnaða íþrótta- kona að lokum. Alltaf að læra eithvað nýtt Ragnar Ingi Stefánsson er nífaldur Íslandsmeistari í mótorkrossi. Hann varð í þriðja sæti í heildarkeppninni síðasta sumar og til að endurheimta titilinn dvelur Ragnar nú í æfinga- búðum á Spáni. Þar nýtur hann leið- sagnar tífalds heimsmeistara Stefans Evert og föður hans, Harrys Evert, sem sjálfur er fjórfaldur heimsmeist- ari. „Maður er alltaf að læra í þessari íþrótt. Ég er búinn að læra margt nýtt á undanförnum dögum þannig að ég mæti sterkari næsta sumar. Það eru um 30 manns á þessu vikulanga námskeiði og við erum á hjólunum nánast allan daginn.Frá klukkan 10 til17 erum við að baukast. Maður getur alltaf bætt sig, þetta er svo mik- il tækni og mörg smáatriði sem þurfa að vera í lagi og maður er aldrei of gamall til að læra,“ segir Ragnar og hlær. Eins og áður hefur komið fram er mótorkross sú íþrótt sem vex hvað hraðast hér á Íslandi. Ragnar segir að þegar tollalögum var breytt hafi orð- ið mun auðveldara að verða sér úti um mótorkrosshjól. „Fyrir um sjö árum fóru tollarnir úr 70 prósentum niður í 30 prósent á mótorkrosshjólum og fólk er að uppgötva hvað þetta er skemmtileg íþrótt. Þetta er mjög fjölskylduvæn íþrótt, ég er sjálfur með tvo stráka sem eru á fullu í þessu. Einn 12 ára og annan 7 ára. Við förum út að hjóla og eigum góða dagstund saman, allir að gera það sama og allir að tala um það sama.“ Eitt stærsta íþróttamót á Íslandi í einstaklingsgreinum er í mótor- krossi. Á Kirkjubæjarklaustri fer fram sex tíma þolakstur og eru keppendur um 400 talsins og áhorfendur um tvö þúsund. „Það er mikill samhugur í hópn- um þegar keppnir fara fram utan höfuðborgarsvæðisins. Það tjalda allir saman, það myndast nokkurs konar útihátíðarstemning og allir skemmta sér vel. Það voru 400 kepp- endur á Kirkjubæjarklaustri fyrir tveimur árum og tvö þúsund áhorf- endur þannig að þetta er eins stórt og íþróttaviðburður getur orðið.“ Auk þess að fara til Spánar hefur Ragnar einnig farið til Englands að æfa og stefnir á að fara eina ferð til viðbót- ar utan. „Það eru svo margir ungir strákar farnir að gera þetta og þeir eru virki- lega hraðir. Þannig að ef maður ætl- ar sér að eiga einhvern séns í sumar verður maður að gera það sama.“ benni@dv.is DV Sport föstudagur 2. mars 2007 31 ÍÞRÓTTAMOLAR RonAldo bestuR í heimi Eftir fréttaflutning af illindum milli Cristianos ronaldo og Waynes rooney hafa þeir kumpánar verið duglegir við að lýsa yfir dálæti á hvor öðrum síðustu mánuði. Báðir leika þeir fyrir manchester united en sá enski sagði í viðtali í gær að ronaldo væri besti leikmaður heims. „Það er frábært að hafa hann með sér í liði. sem stendur er hann besti leikmaður heims. Þá er ég ekki að tala um besta unga leikmanninn heldur um heildina,“ sagði rooney. RúRik oRðAðuR við viking fjölmargir Íslendingar hafa verið orðaðir við Norska liðið Viking frá stafangri síðustu mánuði og greinilegt að þjálfari liðsins uwe rösler er hrifinn af íslenskum leikmönnum. Hannes Þ. sigurðsson bíður þess að fá leikheimild með liðinu en auk þess hefur Viking meðal annars verið orðað við Helga Val daníelsson og gylfa Einarsson. Í norskum fjölmiðlum í gær var talsvert fjallað um áhuga Viking á hinum nítján ára rúrik gíslasyni sem er í herbúðum enska úrvalsdeildarliðsins Charlton. rúrik getur spilað allar stöður á miðjunni og einnig frammi. vAR ekki sleginn frank Lampard, miðjumaður Chelsea, segist ekki hafa verið sleginn af Emmanuel adebayor í úrslitaleik enska deildabikarsins um síðustu helgi. adebayor fékk að líta rauða spjaldið í slagsmálum sem brutust út undir lok leiksins og var síðan refsað með þriggja leikja banni af enska knatt- spyrnusambandinu. arsenal reyndi að áfrýja rauða spjaldinu en því var hafnað. arsene Wenger, stjóri arsenal, hefur sakað annan aðstoðardómara leiksins um að hafa logið til um atburði. Lampard viðurkenndi í viðtali í gær að adebayor hefði ekki slegið sig. ChelseA styRkiR kínA Ensku meistararnir í Chelsea hafa gert samning við knattspyrnusamband asíu. Peter Kenyon, stjórnarmaður hjá Chelsea, segist binda miklar vonir við að samningur- inn sem er til fjögurra ára muni færa félaginu góða stöðu á hinum umtalaða asíumarkaði. stefna Chelsea er að verða stærsta félagslið heims árið 2014. emRe með kynþáttAfoRdómA? Enska knattspyrnusambandið ætlar að rannsaka ásakanir á hendur tyrkneska landsliðsmannin- um Emre sem leikur fyrir Newcastle united. al Bangura, leikmaður Watford, segir að Emre hafi verið með kynþáttafordóma í sinn garð. Emre er 26 ára miðjumaður og lék með ítalska stórliðinu Inter áður en hann fór til Englands. milAn vill CAnnAvARo samkvæmt fjölmiðlum á spáni er ítalska liðið aC milan búið að hefja viðræður við real madrid um hugsanleg kaup á varnar- manninum fabio Cannavaro. meðan forráðamenn milan voru í viðræðum við spænska liðið varðandi hinn brasilíska ronaldo lýstu þeir yfir áhuga á að fá Cannavaro og fengu jákvæð viðbrögð. Cannavaro fékk titilinn besti leikmaður heims fyrir ekki alls löngu en hefur ekki fundið sig í spænska boltanum og verið harðlega gagnrýndur. LAngskeMMTiLegAsTA ÍÞRÓTTin karen Arnardóttir Þrátt fyrir að vera ung að árum hefur hún náð góðum árangri á erlendri grundu. gylfi freyr guðmundsson féll fyrir mótorkrossi 16 ára og vill helst ekkert annað gera. hjólin góðu Karen ekur um á Kawasaki KX 125 en gylfi er á Honda Crf 450. íslandsmeistarar Þau Karen arnardóttir og gylfi freyr guðmundsson eru núverandi Íslands- meistarar í mótorkrossi. dv myndiR gúndi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.