Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Side 62

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2007, Side 62
föstudagur 2. mars 200762 Síðast en ekki síst DV Niðurskurður... ...hefur þegar orðið í dagblaðaútgáfu þeirra Viðskipta- blaðsmanna, Óla Björns Kárasonar og félaga, þar sem þegar hefur verið hætt við helgar- útgáfu Viðskipta- blaðsins. Laugar- dagsblaðið kom reyndar ekki út nema tvisvar. Spádómar hafa verið uppi um að eitthvað mundi und- an láta vegna fjölgunar fjölmiðla. Nú hefur það sem sagt gerst að Viðskiptablaðið hefur tekið fyrsta skrefið til baka... Fækkun ...Sigmund- ur Ernir Rúnarsson fréttastjóri á Stöð 2 stend- ur í ströngu. Hann hefur sagt upp tveimur fréttamönnum og gert Kristján Má Unnarsson að aðstoðarfréttastjóra, í stöðu sem hann mun þá gegna ásamt Þóri Guðmundssyni. Nokk- uð hefur fækkað á Stöð 2, áður NFS, síðustu vikurnar og verður forvitnilegt að sjá hvaða áhrif þetta mun hafa á fréttatímann. Sig- mundur Ernir hefur eflaust fundið leið til að koma í veg fyrir að frétt- irnar verði síðri... Allt í góðu ...það er annað hljóð í samkeppn- inni í Efstaleiti. Þar á bæ er meira frelsi fagnað og ríkismiðillinn hef- ur aldrei verið sterkari til að berja á einkamiðlum. Páll Magnússon útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins fagn- ar eflaust að hafa haft vistaskipti. Arftaki hans á Stöð 2 þarf að kveðja hvern fréttamanninn á eftir öðrum meðan Páll má allt og getur eflaust allt, sem fæst fyrir peninga... Morgunhaninn ...það er ekki rétt sem sagt er að hanar geti ekki flogið, það geta Morgunhanar. Jóhann Hauks- son, Morgunhani á Útvarpi Sögu, en þáttur hans er í samstarfi við DV, allavega beint á ská, hefur tekið flugið og er meðal vinsælustu útvarpsþátta. Í nýlegri könnun kom fram að hlustendum hefur fjölgað um helming á stutt- um tíma. Þetta er fínt hjá Jóhanni sem vinnur þættina einn, er í út- sendingu tvo tíma á dag og skák- ar þar útvarpsþáttum sem unnir eru af fjölda starfsmanna og með miklum tilkostnaði. Jóhann sannar að það er innihaldið sem mestu skiptir. í dagsins önn veðrið ritstjorn@dv.is FöstudAgurFiMMtudAgur ...Ellert schram að vera Kr-ingur. Ellert á það sameiginlegt með... ...sverri Hermannssyni að hafa setið á þingi fyrir fleiri en einn flokk. sverrir á það sameiginlegt með... ...svavari gestssyni að eiga dóttur sem er áberandi í stjórn- málum. svavar á það sameigin- legt með... ...Ólafi ragnari grímssyni að hafa verið formaður Alþýðubanda- lagsins. Ólafur ragnar á það sameiginlegt með... ...Hannesi Hólmsteini gissurar- syni að hafa verið prófessor við Háskólann. Hannes Hólmsteinn á það sameiginlegt með... ...Jónmundi guðmarssyni bæjarstjóra að hafa unnið að framboði Björns Bjarnasonar til borgarstjóra. Jónmundur á það sameiginlegt með... ..siv Friðleifsdóttur að búa á seltjarnarnesi. siv á það sameig- inlegt með geir Haarde eða vera norskrar ættar. Tengsl geir Haarde á það sameiginlegt með... 7 3 3 8 3 5 7 10 33 2 2 2 5 3 5 2 0 12 5 5 3 5 3 5 1 5 13 0 1 3 4 2 3 2 0 10 Veðrið í annan gír „Nú er útlit fyrir úrkomu sunnanlands og vestan næstu dagana og reynd- ar fram í næstu viku hið minnsta. Að loknum afar sólríkum og frekar þurr- um febrúar á suðvesturhorninu virð- ist veðrið nú vera að skipta um gír og svona hefðbundið marsveður að taka við. Það munu skiptast á stuttir kaflar með rigningu á láglendi og él- jagangi, en hærra uppi eða ofan 200- 300 metra mun bara snjóa,“ segir Ein- ar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann segir útlit fyrir rigningu eða slyddu á láglendi sunnan- og vestan- lands á laugardag, en él á sunnudag. Á Vestfjörðum er einnig er búist við slyddu eða snjókomu um helgina og sama má segja um Norðurland, en þar mun eitthvað sjást til sólar á milli. Suðaustan til mun hins vegar mest rigna þar sem spáð er hita upp á 4 til 5 stig. „Það eru svo sem engin átök samfara þessu og vindur því ekki svo hvass. Fyrir vegfarendur og ferðalanga má gera ráð fyrir að erfiðari akstursskil- yrði verði næstu daga á heiðum og hærri vegum,“ segir Einar. Undanfarna daga hefur þó verið hált og sums staðar snjór á heiðavegun- um austanlands og sums staðar norð- anlands. „Þó maður vilji ekki og geti vart held- ur spáð í veðurútlit marsmánaðar er gaman að segja frá því að alla jafna er mars- mánuður sá úrkomusam- asti allra vetr- armánaðanna. Þótt hann fari eðlilega af staða með slyddu, snjókomu, élj- um og jafnvel rigningu er ekki þar með sagt að slíkur veðurgír haldist út mánuðinn. Veðráttan er og verð- ur breytileg á Íslandi eins og allir vita mæta vel,“ segir Einar Sveinbjörns- son. Anna Lind sævarsdóttir er með sýningu í Gallerí auga fyrir auga. Sýningin, sem stendur til 11. mars, er opin á miðvikudögum og föstudögum milli klukkan þrjú og sex. Anna Lind Sævarsdóttir heitir ung listakona. Anna Lind útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2006. Hún hefur tekið þátt í mörgum samsýn- ingum bæði hér á landi og erlend- is. „Á meðan ég var við nám og eftir útskrift tók ég þátt í mörgum KUNO- námskeiðum, en það er samnorrænt verkefni listaskóla á Norðurlöndum. Einnig fór ég í skiptinám í Prag í fjóra mánuði við málun. Það var ótrúlega ólíkt því sem ég átti að venjast. And- stætt hinum hraða raunveruleika hér heima gafst manni tími til að ná fókus. Keyrslan hérna á Íslandi veld- ur því að fólk brennur hreinlega út. Þessir fjórir mánuðir voru lærdóms- rík áminning.“ Í apríl í fyrra var Anna Lind, auk tveggja annarra íslenskra listamanna, valin til að taka þátt í samnorrænu verkefni í Þýskalandi. „Verkefnið var á vegum Nord Kult- ur og hópurinn sem tók þátt saman- stóð af listamönnum frá öllum Norð- urlöndunum, þrír frá hverju þeirra. Yfirskriftin var Hard Revolution og staðurinn Potzdam í Berlín, sem mér fannst eiginlega vel við hæfi. Verkið fjallaði um nútímann og byltinguna í listum og þjóðfélaginu sjálfu. Við höfðum frjálsar hendur og ég valdi málun sem miðil. Málverkið mitt var graffitílegt og hrátt og hávært..., sterkt „statement“.“ Feel Free to Join Me Á sýningunni í Gallerí auga fyrir auga getur að líta fjórar myndir. „Ég fékk ljósmyndara til að taka fyrir mig myndir í digital formati. Síðan vann ég þær í tölvu og breytti þeim á þann hátt að þær eru eins og teikningar, í „cartoon“-stíl. Þessar ljósmyndir stafa frá sér ólgu og fiðringi og frelsi. Þó að ég vinni mínar myndir mik- ið í tölvu nota ég samt verklag mál- ara, hvort sem um er að ræða videó- verk eða ljósmyndir þá er hugsunin og nálgunin eins og um hefðbundna málun væri að ræða.“ Anna Lind hef- ur mikinn áhuga á lýsingu og hefur unnið í Borgarleikhúsinu við það. „Ég stefni í framhaldsnám í miðl- unarlist. Vinna með lýsingu höfðar mjög til mín og ég hef mikinn áhuga á að virkja þessa tækni í mínum vídeómálunarheimi.“ Ætlaði alltafa að vera listamaður. „Síðan ég man eftir mér ætlaði ég að vera listamaður og ég hef aldrei stefnt að neinu öðru.“ Áhrifavaldar í list Önnu Lindar koma ekki úr stétt listmálara. „Ég held að ég sé undir miklum áhrifum frá bókmenntum og skrifum almennt. Ég sæki miklu meiri innblástur í hið ritaða orð; sög- ur og ljóð og jafnvel tónlist, en aðra myndlistarmenn. Sennilega er það ástæða þess að verk mín líkjast mik- ið sögum.“ Framundan hjá Önnu Lind er vinna vegna framhalds Hard Revol- ution-sýningarinnar í Berlín í júlí. Sú sýning heitir Miðbaugur-Kringlan. kolbeinn@dv.is Yfirskriftin var Hard revolution og verkið fjallaði um nútímann og byltinguna í listum og þjóðfélaginu sjálfu. Veisla í miðborginni Veislukompaníið er alhliða veislu- og fundaþjónusta, nýr og spennandi valkostur í miðborginni. Þú gengur að fyrsta flokks húsnæði með öllum tæknibúnaði, frábærum veitingum og þjónustu á besta stað í bænum. Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is Listamaðurinn anna Lind sævarsdóttir er með sýningu í gallerí auga fyrir auga. Vídeómálunarheimur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.