Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 6
Engiferöl er frábær lífrænn gosdrykkur fyrir alla fjölskylduna. Hann er sættur með eplasafa og því laus við allan viðbættan sykur. Milt engiferbragð gerir drykkinn einstaklega bragðgóðan og því kjörinn yfir hátíðarnar. Þú verður að prófa! Hollur, sykurlaus og lífrænn gosdrykkur um jólin Fæst í verslunum um allt land Réttarhöldin yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem játað hefur að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili þess síðarnefnda í ágúst, munu fara fram fyrir opnum tjöldum. Dómari málsins féllst ekki á beiðni verjanda Gunnars Rúnars um lokað þinghald við fyrirtöku á málinu á þriðjudag. Samkvæmt gögnum frá geðlæknum er Gunnar Rúnar ekki sakhæfur. Þeir komust að sömu niðurstöðu og læknar sem framkvæmdu undirmat á geðheilsu Gunnars Rúnars. Rannsókn á geð- heilsu Gunnars Rúnars virðist hafa leitt í ljós svæsið geðrof. Sjálfsmorð föður hans í æsku virðist einnig hafa haft djúpstæð áhrif á hann. Aðalmeðferð í málinu fer fram hinn 7. febrúar næstkomandi. oskar@frettatiminn.is  Dómsmál Fyrirtaka í mannDrápsmáli í HaFnarFirði Réttað yfir ósakhæfum morð- ingja fyrir opnum tjöldum Fjölskylda Hannesar Þórs mætti við fyrirtöku málsins á þriðjudag. Ljósmynd/Teitur  VísinDi ErFðabrEytt matVæli og EVrópusambanDið Meiri matur og minni skortur með erfðabreyttum plöntum Eftir tíu ára rannsóknir og rúmlega 31 milljarð króna er það niðurstaða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að erfðabreyttar nytjaplöntur veiti tækifæri sem ekki megi sleppa. Sérfræð- ingur Orf Líftækni, sem notar erfðabreyttar plöntur, segir siðferðislega rangt að hamla tækninni því mannslíf séu í húfi. m eð erfðabreyttum nytja-plöntum gefst tækifæri til að minnka næringar- skort, sérstaklega í vanþróuðum ríkjum, auka uppskeru og hjálpa til við að laga landbúnað að breyttu loftslagi. En við þurfum augljós- lega sterkar varnir til að taka á hugsanlegri áhættu,“ er haft eftir Máire Geoghegan-Quinn, fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB í rann- sóknum, nýsköpun og vísindum, í fréttatilkynningu frá miðjum mán- uðinum. Gríðarlega skiptar skoð- anir eru um erfðabreytt matvæli og hræðast margir áhrif erfðabreyttra plantna á umhverfið til lengri tíma. 46 milljarðar í rannsóknir Geoghegan-Quinn vísar í niður- stöður bókar sem greina frá 50 rannsóknarverkefnum síðustu tíu ára um erfðabreyttar nytjaplöntur og áhrif þeirra á umhverfið, dýr og heilsu manna. 200 milljónir evra voru settar í rannsóknirnar, eða um 30,6 milljarðar króna á gengi dagsins í dag, og hefur Evrópusam- bandið síðustu 28 ár sett 300 millj- ónir evra í slíkar rannsóknir. Einar Mäntylä, yfirmaður hug- verkasviðs og rannsóknarsamstarfs hjá Orf Líftækni, segir niðurstöð- urnar sýna að matvæli úr erfða- breyttum nyjaplöntum séu meðal öruggustu matvæla því engin hafi verið rannsökuð eins vel og þau. Frumkvöðlafyrirtækið beitir sömu tækni við framleiðslu afurða sinna, sérvirkra próteina sem notuð eru til að mynda í lyf, snyrtivörur og til læknisfræðirannsókna. „Það kemur okkur því ekkert á óvart að niður- stöður þessarar skýrslu bendi til þess að engin hætta felist í tækninni hvað varðar fóður og matvæli um- fram það sem er í hefðbundnum kynbótum.“ Deilt um siðferðið Einar segir þróunarlönd, þau svæði sem fari verst út úr hlýnun lofts- lags og landbúnaðarsvæði á jaðr- inum í ræktunarlegu tilliti helst nýta tæknina. „Því má spyrja hvort rétt sé að hamla þessari tækni um of. Mér finnst það ekki siðferðis- lega verjandi. Auðvitað velta menn fyrir sér kostum og göllum henn- ar en verði tækninni hafnað eða framþróun hennar hindruð fá þeir sem þurfa hennar við ekki notið. En á Íslandi er engin þróun á erfða- breyttum matvælum í gangi enn sem komið er,“ segir Einar. „Það væri hægt með tilliti til kuldaþols og seltuþols, en matvælaverð virðist ekki hafa nein áhrif á okkur hér. Í þróunarlöndum er þetta hins vegar spurning um mannslíf,“ segir hann. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Erfðabreytt hveiti sem á að vera sterkara í kulda og raka og á það leggjast síður ýmsar pestir. Ljósmynd/gettyimages Neytendur hafi val Nýjar reglur, sem taka gildi 1. ágúst 2011, eiga að stuðla að því að neytendur geti gengið úr skugga um hvort matvæli eru erfðabreytt eða ekki. „Framleiðend- ur matvæla og fóðurs þurfa þá að sýna fram á rekjanleika fæðunnar,“ segir Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytisins: „Lykilatriðið er að neytendur hafi upplýst val.“ Umhverfisráðuneytið tekur hins vegar á því hvort rækta megi erfðabreyttar plöntur hér á landi og leyfði ræktun erfðabreytts byggs á dögunum. Guðmundur Hörður Guðmundsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir áhuga innan þess á að efla umræðuna um erfðabreyttar nytjaplöntur og móta stefnu í kjölfarið. Á vef Matís má sjá að í erfðabreyttum matvælum eru sömu gen og í sam- svarandi hefðbundnum matvælum: „Munurinn er að einu eða fleiri genum hefur verið bætt við, breytt eða tekin burt með erfðatæknilegum aðferðum.“ 6 fréttir Helgin 23.-26. desember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.