Læknablaðið - 15.08.1984, Side 6
Rohypnol
(flunitrazepam)
Stuttur svæfitími
Góður, djúpur svefn
* ^
Upplýsingar um lyfið.
Innihald: Hver tafla inmheldur 1mg flunitrazepam
Eiginleikar: Lyfiðhefur róandi verkun og auðveldar svefn Auk þess dregur það ur kviða og krömpum
og verkar voðvaslakandi Lyfið frásogast hratt og vel frá meltmgarvegi og nær hámarksþéttni i blóði
1- 2 klst eftir inntöku Helmingunartími lyfsins og helztu umbrotsefna þess er 20-30 klst.
Abendingar: Svefnleysi
Frábendingar: Myasthenia gravis.
Aukaverkanir: Aukaverkanir eru háðar skömmtum og tengjast einkum róandi og voðvaslakandi
verkun lyfsins. Þreyta, syfja og máttleysi. Rugli og æsingi hefur verið lýst. einnig minnisleysi. Notkun
lyfsins hefur í för með sér ávanahættu.
Varuð: Vara ber sjúklinga við stjórnun vélknúinna ökutækja samtímis notkun lyfsins
Milliverkanir: Lyfið eykur áhrif áfengis, svefnlyfja og annarra róandi lyfja. Getur aukið verkun
vóðvaslakandi lyfja svo sem kúrare og súxametóns.
Eikturverkanir: Mjog háir skammtar lyfsins geta valdið öndunarstöðvun (apnoe). meðvitundarleysi
og losti.
Skammtastærðir handa fullorðnum: Venjulegur skammturer 0,5-1 mg fyrir svefn, sem má auka i
2- 4 mg eftir þörlum hvers sjúklings. Lægri skammtar gilda einkum fyrir gamalt fólk
Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum.
Pakkningar: 30 stk. (þynnupakkað).
ROHYPNOL er vörumerki
<. Einkaumboð og sölubirgðir:
\ ROCHE A/S Æm
ROCHE > SS?KS!r59 ÆiÆk STEFAN
nuunc^/ 1,0,8 72,, mÆwwW THORARENSEN HF
Postholf 097, Reyk|avik, Siðumula 32, Simi 86044
LÆKNABLADID 1984; 70; 181-9
181
Jón Steffensen
PÆTTIR ÚR SÖGU SJÚKDÓMA ÁISLANDI
Schleisner (1) er hingað var sendur laust fyrir
miðja 19. öld af heilbrigðisstjórninni, til þess
að rannsaka heilbrigðisástand þjóðarinnar,
reyndi fyrstur manna að mynda sér rökstudda
skoðun á því, hve mikinn þátt dreþsóttir ættu í
dánartölu hennar. Pað gerði hann með því að
finna fyrst, hver væri dánartala þau ár, er
engar drepsóttir gengu, og ennfremur hve
mikill ungbarnadauðinn væri þau ár. Nú var
ekki farið að skrá ungbarnadauðann sérstak-
lega fyrr en 1838, svo að Schleisner varð
sjálfur að reikna hann út eftir prestþjónustu-
bókum nokkurra fjölmennra sókna, drepsótt-
arlausu árin á síðasta hluta 18. aldar og fyrsta
hiuta 19. aldar. Petta er auðvitað engin hárná-
kvæm aðferð, þar sem treysta verður á, að
hinar tiltölulega fáu sóknir sýni rétt úrtak, en
ég tel hana nógu góða til þess að sýna
megindrættina í dánarmeinaflokkum þjóðar-
innar á þeim tíma, og hef ég ekki treyst mér til
að gera betur. -
í töflu I eru teknar saman niðurstöðutölur
Schleisners og til hliðsjónar tölur Hagstof-
unnar yfir manndauða og ungbarnadauða. Það
sem maður festir hugann við, er hinn gífurlegi
ungbarnadauði drepsóttarlausu árin á síðari
helmingi 18. og fyrri helmingi 19. aldar. Ofan á
hann bætast svo hinar tíðu drepsóttir, sem að
jafnaði kostuðu 11.3%o íbúanna lífið fyrra
tímabilið og 9.1 %o hið síðara. Við þessa tvo
dánarmeinaflokka bætist svo þriðji flokkurinn,
þeir sem drepsóttarlausu árin létust eldri en
eins árs, 12.4 %o og 11.2 %o, eða líkur fjöldi og
á árunum 1911-1930, þegar kúfurinn var horf-
inn af drepsótta- og ungbarnadauða.
í þessum dánarmeinaflokki felast þau dán-
armein, sem nú eru efst á baugi í dánarskýrsl-
um okkar, og væri lærdómsríkt að kynnast því
nánar, hver þáttur hvers þessara dánarmeina
var í heildarmanndauðanum þá drepsóttir og
ungbarnadauði voru allsráðandi.
Með lögum um dánarskýrslur 11. júlí 1911
kemst samræming á skráningu dánarmeina hér
á landi þannig, að hún er gerð eftir dánar-
meinaskrá gefinni út af landlækni, og lækni
gert að rita dánarvottorð þar sem því verður
við komið. Prestur sendir héraðslækni árlega
dánarskýfslur ásamt dánarvottorðum, sem til
eru, en ella lýsingu á dánarmeini. Héraðs-
læknir semur síðan dánarskýrslu fyrir héraðið
og sendir landlækni ásamt fylgiskjölum. Fyrir
árið 1911 var það eingöngu prestantia að sjá
um dánarskýrslurnar, ákveða dánarorsakir
ásamt samningu skýrslu til prófasts, er síðan
samdi skýrslu fyrir prófastsdæmið til biskups,
er síðan sá um samningu skýrslu fyrir landið í
heild, en sem þó sjaldnast tók til dánarmeins-
ins þegar fram í sótti, þó svo hafi verið framan
af.
Það segir sig sjálft, að þessar prestaskýrslur
eru mjög misjafnar að gæðum greininga dánar-
orsaka, eins og fram kemur við athugun á
prestþjónustubókum; auk skorts á samræmi í
nafngiftum sjúkdóma hjá hinum ýmsu prest-
um. Þá er þeim mjög missýnt um að skil-
Tafla I.
Ung-
Dánir barnadauði
eldri af þús.
Dánir en lifandi
alls 1 árs fæddum
á pús. á þús. íá pús
Tímabil íbúa íbúa Ibúa)
1750-1800 Drepsóttar ... .. 22.4 12.4 300(10.0)
1801-1846 laus ár .. 21.2 11.2 300(10.0)
1750-1800 Öll árin .. 33.7 — —
1801-1846 Öll árin .. 30.3 — —
1831-1840 Öllárin .. 30.7 — —
1841-1850 Öll árin .. 29.9 17.8 343(12.1)
1851-1860 Öll árin .. 28.3 19.1 238 (9.2)
1861-1870 Öll árin .. 31.6 22.4 252 (9.2)
1871-1880 Öll árin .. 24.0 17.9 189 (6.1)
1881-1890 Öll árin .. 24.4 18.4 197 (6.0)
1891-1900 Öll árin .. 17.9 14.2 119(3.7)
1901-1910 Öll árin .. 16.2 13.1 110(3.1)
1911-1920 Öll árin .. 14.2 12.3 71 (1.9)
1921-1930 Öll árin .. 12.7 11.3 53(1.4)
1931-1940 Öll árin .. 10.7 9.7 44(1.0)
1941-1950 öll árin .. 9.1 8.3 30 (0.8)
1951-1960 Öll árin .. 7.1 6.6 19(0.5)
Athugasemdir við töflu 1: Tímabilin 1750-1800 og 1801-46
eru eftir Schleisner, hin byggjast á tölfræðihandbók 1967,
töflu 26.