Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1984, Page 15

Læknablaðið - 15.08.1984, Page 15
LÆKNABLADID 185 100.000 íbúum farið eftir tölum Schleisners um tíðni dánarmeinanna, en hann tekur ekki tillit til ópekktra dánarorsaka. Þær tölur (af 100.000) eru pví nokkru hærri í töflu I en tilsvarandi tölur hér í töflum II-IV, þar sem óþekkt dánarmein eru talin með). Niðurgangs- sóttirnar 1911-1915 munu sambærilegar við pær 1803, og sýnir hið gífurlega mannfall, er pær valda á hungurtímum, og ber par hæst blóðsótt og lífsýki sem er dánarorsök 394 af 100.000 árið 1803. En tímabilið 1827-1836 er erfitt að meta fjölda látinna úr niðurgangssótt- um, flokkinn nr. 12 skilgreinir Schleisner svo: »Andre Febre C: »hidsig Feber«, Slimfeber, Nervefeber, Forrádnelsesfeber, Galde- og Koldfeber, Ondartet Feber«. Fjórir pessara sjúkdóma geta flokkast undir niðurgangssótt- ir, en »hidsig Feber og ondartet Feber« er ekki auðgert að flokka og torkennilegt er, að hvorki dysenteri eða indenlandsk cholera eru meðal dánarorsaka á pessu tíu ára tímabili. Mestum vandkvæðum veldur pó flokkur nr. 9 hjá Schleisner, par sem hann telur landfarsótt vera taugaveiki, en pað fær engan veginn staðist, eins og sýnt er fram á í Hungursóttum á íslandi (3, 374-378). í annálum merkir land- farsótt stundum farsótt í víðtækum skilningi, en oftast sótt, sem er upprunnin í landinu og er pá tíðast í annálum talin samfara kvefi eða taki, p.e. lungnabólgu, og svo mun einnig hafa verið 1827-1836, eins og fram kemur af töflu IV, þegar sá sjúkdómur er athugaður par. í prestaskýrslunum mun taksótt og síðustingur hafa verið notað jöfnum höndum um lungna- bólgu og sá sjúkdómur varla leynst að neinu marki undir öðrum nafngiftum. Það má teljast mjög ósennilegt, að einungis 79 á 100.000 íbúa hafi látist á tíu ára tímabilinu 1827-1836, miðað við eftir að regluleg skrán- ing dánarorsaka hófst 1911 og til 1938, að farið var að nota sulphapyridin við lungna- bólgu, kemst fjöldi látinna úr henni ekkert fimm ára tímabil lægra en í 106,1 (1926-1930), en verður mestur 220,0 1921-1925. Ég álít vafa- lítið, að meirihluti peirra, sem 1827-1836 telj- ast látnir úr landfarsótt hafi dáið úr lungna- bólgu. Úr taksótt og síðusting látast 196 á 100.000 íbúa 1803, sem er innan þeira marka, er almennt létust úr lungnabólgu eftir 1911 pann- ig, að vaneldi virðist ekki hafa áhrif á tíðni þessarar dánarorsakar, og kemur pað vel heim við reynslu Hannesar biskups Finnssonar af taksóttinni, sem gekk hér 1784-1785, og sýnir jafnframt hvaða merkingu hann leggur í land- farsótt, en hann segir: »I>essi ár gekk tak og landfarsótt, í hvörri margir lágu og sumur önduðust úr henni, sem aungann skort liðu. í þeim héruðum, sem hungur var, gat eigi gjörsts skýr aðgreiningur þeirra, sem úr fyrr- téðri umgangssótt burtkölluðust, og hinna, sem flestir vóru, er dóu úr megurð, blóðgangi og fleirum hungursharmkvælum, einkum peirra sem lágu í landfarsóttinni, og undir eins liðu nokkurn skort, svo óvíst var, hvort þessa- ra tveggja heldur hefði dregið þá til bana. En téðrar landfarsóttar magn sést best í peim héruðum, hvar 1784-5 ekkert hallæri var, sem var í vesturpörtum Barðastrandar- og ísafjarð- arsýslna; par fór um haustið 1784 að ganga hörð taksótt (auðþekkt frá hungursóttum), af hvörri flestir sem dóu voru karlmenn milli tvítugs og fertugs. Úr þessari sótt dóu 17 á Rauðasandi og við Patreksfjörð, 15 í Otradals- sókn« .... í öðrum sóknum var hún í viðlíkum máta mannskæð: »af hvörju auðséð er, að ekki einbert atvinnuleysi og hungur olli öllum manndauðanum 1784-85.« (4, s. 155-156 nm). Það liggur beinast við að álykta, að mann- fallið í lungnabólgu hafi haldist lítt breytt allt frá landnámsöld, eins og pað var á tímabilinu 1911-1938, en hennar er fyrst getið í Höyers- og Skálholtsannálum 1310 með nafninu stinga- sótt (3, s. 377-78). Þegar kemur til sullaveikinnar, vandast mál- ið um samanburð milli heilbrigðis- og presta- skýrslna, vegna pess, að pó að sjúkdómurinn hafi verið íslendingum vel kunnur allt frá pví um 1200 (Jónas Jónassen (5), Guðmundur Magnússon (6), Vilmundur Jónsson (7)), og að við upphaf 18. aldar sé meinlæti orðið fast heiti á honum, þá bregður svo við, að í prestaskýrslum peim er prentaðar hafa verið finnst pað ekki meðal dánarorsaka. Það á einnig við um pá útdrætti úr prestaskýrslum, er komu í Klausturpóstinum fyrir árin 1817- 1825, og í manntalstöflum peim, er birtust í félagsritunum gömlu. Sveinn Pálsson segir í »Tilraun að upptelja sjúkdóma pá, er að bana verða og orðið geta fólki á íslandi«, sem hann ritaði prestum til leiðbeiningar við að ákveða dánarorsakir: »hin dönsku nöfn læt ég fylgja pessvegna, að allmargir prestar rita mann- talstöflur sínar á danska tungu, pótt mörgum færi betur sitt eigið mál« (8, 5). Sveinn pýðir meinlæti, tarmsvulster, underlivsbolninger, en heldur ekki þau orð eru í prestaskýrslum. Sú spurning gerist áleitin, hvers vegna meinlæti

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.