Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1984, Side 46

Læknablaðið - 15.08.1984, Side 46
204 LÆKNABLAÐID um leynda gláku en sú síðari (1980-1982) um þekkta. Könnun á hægfara gláku í Borgarreslæknis- umdæmi 1976-82. Á tímabilinu frá júní 1976 til apríl 1982 var kannað algengi augnsjúkdóma meðal aldraðra í Borgarneslæknisumdæmi í sambandi við augnlækningaferðalög þangað á vegum heilbrigðisstjórnarinnar. Hefur hluti þessarar könnunar (til 1978) verið birtur áður (6). í héraðinu voru 3477 íbúar á manntali 1. desember 1978. Af þeim voru 773 fimmtíu ára og eldri (406 karlar, 367 konur). Úr þessum aldursflokki höfðu verið skoðaðir um 80 % allra þegar könnun lauk 1982, samanber töflu VI í fyrstu grein þessa greinaflokks. Var glákuleit gerð hjá þeim öllum. Haft var uþp á þeim þekktu glákusjúkl- ingum, sem ekki komu af eigin hvötum til skoðunar með aðstoð heilsugæslulækna, augn- lækna og lyfsala. í töflu IV er sýndur íbúafjöldi 50 ára og eldri í héraðinu og fjöldi glákusjúklinga. Á 6. mynd er sýnt algengi karla og kvenna %0 Fig. 6 Prevaience of primary open-angle glaucoma in Borgarnes Medical District, Iceland 1981, by age and sex. Rates per 1000 population. með hægfara gláku í héraðinu. Er sama stígandi með auknum aldri og munur á kynjum svipaður og í könnuninni frá 1963 og 1982, samanber 5. og 7. mynd. Skilgreining hægfara gláku í þessari könnun var sú sama og í Framingham augnkönnuninni (7). SKIL Þegar borið er saman algengi hægfara gláku í þeim þremur könnunum, sem gerðar hafa verið hér á landi 1963-64 (5) 1976-81 (6) og 1982 (1) kemur í ljós svipuð niðurstaða úr þeim öllum, enda þótt mismunandi aðferðum hafi verið beitt. Á þetta bæði við um hægfara gláku á forklínísku stigi og augljósu klínsku stigi (GVFD). Stígandi með aldri er sú sama í öllum þessum könnunum og munur á kynjum svipaður. Þess ber að geta að við könnunina 1963-64 var augnlæknisþjónustan hér á landi ekki eins viðtæk og hún er í dag. Augnlæknar voru tiltölulega fáir og gátu því ekki sinnt nema bráðatilfellum í augnlækna- ferðum enda umdæmi þeirra það stór að ekki var hægt að dvelja nema stuttan tíma á %0 -----Western, Northern and Eastern Regions Fig. 7. Prevalence of glaucoma patients 50 years older in Borgarnes Medical District (special survey 1976-1981) and in regions visited regularily by ophthaímologists, both sexes by age. Rates per thousand population.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.