Læknablaðið - 15.08.1984, Blaðsíða 49
LÆKNABLADID
205
hverjum stað. Þá tíðkaðist ekki að mæla
augnprýsting hjá öllum augnsjúklingum eftir
vissan aldur heldur var fyrst og fremst farið
eftir augljósum einkennum. Af þessu leiddi að
mun fleiri hafa þá gengið með leynda gláku en
nú á tímum. Augnlæknispjónustan hefur stór-
aukist á síðari árum með auknum fjölda
augnlækna og augnlæknaferðalögin hafa verið
endurskipulögð pannig að nær allir landsmenn
eiga nú kost á að leita til augnlæknis a.m.k.
sinu sinni á ári. Augnlæknar mæla nú almennt
augnprýsting hjá sjúklingum sínum miðaldra
og eldri. Einnig hafa margir fundist með
leynda gláku á Rannsóknarstöð Hjarta-
verndar.
Þekkingarleg afstaða og áhugi almennings á
glákuvörnum hefur og gjörbreyst á síðustu
árum og leita margir til augnlækna gagngert
til pess að fá að vita hvort þeir eru með gláku
einkum ef sjúkdómurinn er í ætt viðkomanda.
Af framangreindum ástæðum má ætla að
leynd gláka sé mun sjaldgæfari nú en hún var
fyrir tveimur áratugum og að sjúkdómurinn sé
ekki kominn á eins hátt stig nú, þegar hann
uppgötvast samanber 9. mynd.
Þegar Borgarneskönnunin (6) er borin sam-
an við lyfseðlakönnunina (1) kemur í ljós að
algengið þar er mjög svipað og þar sem farið
er reglulega í augnlækningaferðalög, saman-
ber 7. mynd. Ástæða er til að ætla að hægfara
gláka sé að færast upp í eldri aldursflokka áður
en hún kemst á augljóst stig ef marka má
algengistölur frá 1901 samanber 8. mynd, þar
sem borið er saman algengi gláku um síðustu
aldamót og nú. Ekki er unnt að bera saman
algengi nema í tveimur yngstu aldursflokk-
unum af ástæðum, sem áður hafa verið til-
greindar. Virðist a.m.k. muna einum áratug
%0
Fig. 8. Prevalence of GVDF in 1901 (2) and in 1982
(1) both sexes by age. Rates per thousand popula-
tion.
Table IV. Open-angle glaucoma among 773 indivi-
duals 50 years and older 1976-1982 in Borgarnes
Medical District in Iceland (6) by age and sex.
Age groups Census 1. Dec. 1978 Number of open-angle glaucoma patients
Both sexes Males Females Both sexes Males Females
50-59 .. .. 266 149 117 2 i i
60-69 .. .. 224 117 107 9 5 4
70-79 .. .. 166 81 85 15 9 6
80+ ... .. 117 59 58 17 11 6
Total 773 406 367 43 26 17
hvað augljós gláka var fyrr á ferðinni um alda-
mótin síðustu en nú á dögum.
Prósentudreifing glákusjúklinga í aldurs-
flokkum styður einnig þessa tilgátu samanber
9. mynd, sem sýnir að meirihluti gláku á
augljósu stigi var í lægstu aldursflokkunum.
Blindukönnunin frá 1950 (11) leiðir og það
sama í ljós, að glákublinda í yngri aldursflokk-
um er að færast upp í þá eldri. Vera má að
glákumeðferð hafi haft eitthvað að segja, þó
það sé ósennilegt, þar sem nær ómögulegt var
að fylgjast með nema litlum hluta gláku-
sjúklinga á þeim tíma.
Þegar könnun var gerð á glákusjúklingum á
göngudeild augndeildar Landakotsspítala 1978
kom í ljós að skerðing á sjónsviði var meiri
meðal karla en kvenna og fleiri karlar voru
með sjúkdóminn á lokastigi (9). Sama var uppi
á teningnum við glákukönnun 1963 (5).
Munur á kynjum virðist vera að minnka hjá
glákusjúklingum samanber 1. mynd og 10.
mynd.
Hverjar eru orsakir þess að hægfara gláka
kemst síðar á klínískt stig nú en fyrr á öldinni
og að sjúkdómurinn er algengari hjá körlum
en konum?
Hversvegna er glákan illvígari hjá körlum
hérlendis og hver er orsök þess að fleiri karlar
blindast af hennar völdum en konur?
Þessum spurningum er ekki hægt að svara
með neinni vissu. Helstu tilgátur hafa verið
kynntar áður (5, 9).
Orsakir hægfara gláku eru ennþá ókunnar.
Vitað er að arfgengi á þar stóran þátt og bent
hefur verið á að náin tengsl séu á milli erfða
og umhverfis.
Áberandi var við glákukönnun 1963-65
hversu karlar voru fleiri með sjúkdóminn á
klínísku stigi er hann var greindur (5). Yfir-
gnæfandi meirihluti karla í könnuninni voru