Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1984, Page 39

Læknablaðið - 15.10.1984, Page 39
LÆKNABLADIÐ 265 mjaðmarbrotsjúklingar á ári liggja í einn mánuð hver á bráðadeild sjúkrahúss samsvar- ar pað pví, að 23 rúma deild sé full allan ársins hring. Ef hægt er að stytta legutíma mjaðmar- brotssjúklinga á sjúkrahúsum ætti að mega nýta plássin til skipulagðra (elektivra) aðgerða á sviði bæklunarlækninga. Verulegir biðiistar eru nú fyrir gerviliðaaðgerðir og aðrar skurð- aðgerðir á bæklunardeildum. Endurhæfing aldraðra eftir mjaðmarbrot og svipuð áföll er mikið verkefni. Með samstilltu endurhæfingarátaki í anda laganna um mál- efni aldraðra (2) má ef til vill spara pjóðfélag- inu peninga, en örugglega auka afköst bækl- unardeilda og — síðast en ekki síst — gera fleiri gamalmennum kleift að búa við eðlilegt heim- ilislíf, en verða ekki innlyksa á sjúkrastofn- unum. Halldór Baldursson HEIMILDIR 1) Jón Karlsson, Rögnvaldur Þorleifsson, Ragnar Jónsson, Þröstur Finnbogason: Meðferð á lær- hnútubrotum með Endernöglum. Læknablaðið 1984; 70: 247-52. 2) Lög um málefni aldraðra no, 91, 31. des. 1982. Stjórnartíðindi A 26, 1982. 3) Ceder L.: Hip fracture in the elderly, prognosis and rehabilitation, doktorsritgerð, Lund 1980. 4) Lærleggshálsbrot. Verkefni í félagslæknisfræði 1983. Guðrún E. Baldvinsdóttir, Sigurveig Péturs- dóttir, Stefnir S. Guðnason. Seinkun útgáfunnar Vegna verkfalla hefur útgáfu Læknablaðsins seinkað nokkuð og er beðist velvirðingar á því. Vonast er til að ástandið lagist frá og með næsta tölublaði og að nóvemberheftið berist áskrifendum síðari hluta nóvember.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.