Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1984, Síða 40

Læknablaðið - 15.10.1984, Síða 40
266 70,266-269,1984 LÆKNABLADID Renate Walter UMHVERFISPÆTTIR SMITLEIÐA BRÁÐRA IÐRASÝKINGA, SEM EKKIERU AF VÖLDUM BAKTERÍA (ACUTE NONBACTERIAL GASTROENTERITIS) ÚTDRÁTTUR Frá pví snemma á sjöunda áratugnum hefir verið vitað, að veirur geta valdið iðrabólgum (acute nonbacterial gastroenteritis). í pessari yfirlitsgrein er fjallað um pær veirur, sem þekktar eru að því, að geta valdið pessum kvilla. Allar geta þær borist með vatni. Fjallað er um það, á hvern hátt þessar veirur geta borist frá manni til manns með vatni, þar með talið með skolpi, sjó og yfirborðsvatni. f>á er fjallað um helztu einkenni þessara veirusýk- inga. INNGANGUR Umhverfisveirufræði fjallar um samspil veira og umhverfisþátta. Mikilvægastir þeirra eru sólskin, veðurfar, vatn, jarðvegur og efnasam- setning hans. Pessir þættir ráða mestu um afdrif veiya utan hýsils. Umhverfisveirufræðin styðst við klíníska veirufræði, sameindalíf- fræði, vistfræði og heilbrigðisfræði. Við rann- sókn sérstæðra vandamála, sem tengd eru veiru- mengun umhverfis, þarf að taka mið af tækni- og efnahagsþróun viðkomandi lands. Alþjóðlegar rannsóknir á sviði vatnsveiru- fræði hafa sýnt, að neyzluvatn er meira og minna mengað veirum. Eftir þrjátíu ára kann- anir er vel þekkt, hvernig veirumengun verður og í sérstökum tilvikum er hægt að segja fyrir um það, hvað muni gerast við tilteknar að- stæður. Lýtur það einnig að notagildi vatns. Hins vegar er minna vitað um veirumengun, jarðvegs og andrúmslofts. Þó hefir verið hug- að að hegðun vissra veira í lofti og í jarð- vegi, en í minna mæli en hefir gilt um vatnið. Hvatinn að þeim rannsóknum er sá, að með vatni berast veirusmitsjúkdómar á borð við lömunarveiki, sem einkum herjar á börn, lifrarbólgu A og síðast en ekki sízt bráða iðrabólgu. Iðrabólga er langalgengasta orsök lasleika Barst ritstjórn 16/03/1984. Samþykkt til birtingar og sent í prentsmiðju 20/03/1984. hvítvoðunga og ungbarna og er trúlega al- gengasta dánarorsökin í þróunarlöndunum. Á- ætlað er, að meðal barna í Asíu, Afríku, Suður- og Mið-Ameríku komi maga- og iðrakvef fyrir um 500 milljón sinnum árlega og leiði til dauða 5 til 18 milljóna barna árlega (1). Núorðið er vitað, að mikill hluti þessara sýkinga er af völdum veira, einkum Norwalk-veira og róta- veira. 1. VEIRUR SEM VALDA IÐRABÓLGUM Norwalk-veiran (Norwalk-virus) Norwalk-veiran fannst 1968 í tengslum við rannsókn á maga- og iðrakvefsfaraldri í skóla í Ohio (2). Veiran er smávaxin, 278 nm í þvermál og líkist parvoveiru. Maðurinn virðist vera eini eðlilegi hýsill veirunnar. Útskilnaður veirunnar með saur stendur stutt yfir og nær hámarki um 36 klukkustundum eftir upphaf veikinda. Sjúkdómurinn einkennist af ógleði, upp- köstum og niðurgangi. Sjaldnar koma fyrir kveisuverkir, hitavottur, höfuðverkur og mátt- leysi. Bati er venjulega algjör innan 36 til 48 klukkustunda. Meðgöngutími sóttarinnar, frá því að smit- un verður og þar til einkenni koma fram, eru 24 til 72 klukkustundir, meðaltal um tveir sólarhringar. Hlutfall þeirra sem veikjast er hátt, allt að 60 til 80 af hundraði. Smitun frá þeim til annarra (secondary attack rate) er allt að 30 %. Allir aldursflokkar eru í hættu og veiran er dreifð um allan hnöttinn. Fjölda farsótta af völdum Norwalk-veiru hefir verið lýst á undanförnum árum. Eru margar þeirra tengdar spilltum vatnsbólum. Aðrar hafa verið raktar til neyzlu skelfiska (3, 4). Verður vikið að þessu síðar. 1.2. Rótaveiran (rotavirus) Þessi veira fannst í Ástralíu 1973 (5, 6). Hún er

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.