Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1984, Síða 44

Læknablaðið - 15.10.1984, Síða 44
268 LÆK.NABLAÐIÐ um veiru-ögnum, sem er aö finna í saur. Bikarveirur frá mönnum fundust fyrst á síð- asta áratug. Pessar veirur valda fyrst og fremst niður- gangi. Uppköst og hiti eru sjaldgæf. Yfirleitt er kvillinn vægur hjá yngstu einstaklingunum, en hastarlegri hjá eldri börnunum. Meðgöngu- tími er tveir dagar og einkenni standa um þrjá daga. Kvillinn er aðallega smitnæmur frá tveggja mánaða aldri fram til fjögurra ára aldurs. í faröldrum geta sýkst allt að 70 % þeirra, sem ekki eru ónæmir. Slíkt ónæmi er oftast komið á þegar börnin hefja skólagöngu. Nánast allir sjúklingar útskilja veirur fyrstu fjóra dagana, en aðeins 10 % eftir tíunda dag frá byrjun veikinda. Talið er víst, að smitleið bikarveira sé drykkjarvatn. 1.5 Stjörnuveirur (astroviruses) Þetti heiti á veiru var fyrst notað 1975, til þess að lýsa veiru, sem fannst í hægðum barna með niðurgang (12). Veiran er hringlaga, 28 til 30 nm og líkist stjörnu á yfirborði. Þar af nafnið. Ennþá er of lítið vitað um veiruna til þess að hægt sé að flokka hana. Veiran er fremur lítið smitandi og ekki er fullvíst um smitleiðir. Þegar einkenni koma fram eru þau vanalega væg: Uppköst, verkir í kviðarholi og lítils- háttar hiti. Einkennin haldast í hálfan sólar- hring. Öllum þeim sem sýkjast, batnar innan þriggja daga. Stjörnuveirusýkingar eru algengar í mönn- um og eru þær ein orsaka niðurgangs hjá hvítvoðungum. Meðgöngutíminn eru 24 til 36 klukku- stundir. 2. VEIRUSMIT MEÐ VATNI 2.1 Skolp Mikið magn veira finnst að jafnaði í frárennsli frá íbúðasvæðum. Vitað um fleiri en eitt hundrað mismunandi veirugerðir, sem skiljast út í saur, sjá fyrri myndina. Veirur geta komist af mánuðum saman í vatni, 1 skelfiskum og í jarðvegi. Fjöldi þeirra og gerð er háð útskilnaði hjá íbúum á svæðinu, þynningu í vatni, (sem ekki er mengað veirum fyrir) og svo hæfileika veiranna til þess að þrauka við þau skilyrði, sem eru á hverjum stað. A síðari myndinni má sjá hvernig veirur geta borist frá manni til manns og sýndar eru smitleiðir um matvæli, drykkjar- og baðvatn. Fig. 2. Transmission of viruses pathogenic to man 2.2 Sjór Víða er frárennsli frá íbúðasvæðum veitt í árósa, hafnir og víkur. Þar sem svo háttar til er stöðug hætta á mengun skelfiska, sem aftur getur leitt til iðrasýkinga hjá mönnum. Er hættan þaðan af meiri, að skelfiskar dæla í gegn um sig margfaldri þyngd sinni á hverri mínútu og þétta í sér þær veirur, sem í sjónum eru. Víða hafa veirur fundist í sjó, án þess að saurgerlar fyndust samtímis (13). Veirur geta komist úr sjónum og upp í andrúmsloftið og síðan borist inn yfir land. Gerist þetta á þann hátt, að veirur sogast að loftbólum, sem berast upp á yfirborð. Þegar þær bresta, myndast örlítill vatnsdroþi, sem síðan sundrast í minni dropa. Eru í þeim veirur, sem geta borist fyrir vindi. í þessum örlitlu dropum getur þéttni veiranna verið eitt hund- rað meiri, en var í sjónum. Eyðing veira er háð hitastigi og er hægari við lægri hita. í sjó er þessi eyðing hlutfalls- lega hægfara. Veirur í botnfalli geta einnig auk- ið á vandann, þar sem straumar, stormar og skipsskrúfur geta þyrlað botnfallinu upp og mengað sjóinn veirum á ný. 2.3 Vatn í ám og stöduvötnum Veirur má einangra úr nær öllu yfirborðsvatni, sem skolp frá íbúabyggð kemst í. Veirur geta þraukað í vatni allt að tvö hundruð daga og jafnvel lengur. Er það undir gerð veirunnar komið, svo og hitastigi vatnsins og getu þess til sjálfshreinsunar. Á norðurslóðum þrauka

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.