Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1984, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.10.1984, Blaðsíða 58
276 70,276-278,1984 LÆKNABLADID NABLAÐIÐ IIIE ICELANDIC MLDICAL (OURNAL Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur 70. ÁRG. - OKTÓBER - 1984 LIFRARBÓLGA AF VÖLDUM S VÆFIN GALYFJ A. YFIRLIT Lifrarbólga er fátiöur fylgikvilli nútíma svæf- ingalyfja. Pessi fylgikvilli er þó engu að síð- ur mikilvægur, þar sem fjöldi svæfinga er mjög mikill. Ekki hafa menn verið á eitt sáttir um orsakir, eðli og tíðni þessa fyrirbrigðis. Miklar rannsóknir hafa farið fram á þessu sviði og virðist nú sem viðhlítandi skýring sé í sjónmáli. í þessari grein verður fjallað um nýjustu hugmyndir í þessum efnum og hvaða áhrif þær hafa á notkun svæfingalyfja. Söguleg atriði Eins og frægt hefur orðið, var það skoski læknirinn Simpson, sem fyrstur notaði klóró- form til svæfinga árið 1847. Ári seinna var lýst fyrstu dauðsföllunum af völdum lifrarbilunar eftir klórórform (1). Þess má geta, að Simpson prófaði einnig tetraklórmetan til svæfinga. Klóróform (tríklórmetan), tetraklórmetan og ýmis önnur alkan- og alken-afbrigði eru nú alþekkt sem dæmigerð lifrareitur. Eter (díetýl- eter, etri) kom fram á sjónarsviðið um svipað leyti og klóróform, en eter er ekki með vissu talinn hafa valdið gulu (2). Vegna eituráhrifa á lifur heyrir klóróform nú sögunni til, en eter á sér enn vissar ábendingar. Halótan Segja má að bylting hafi orðið í svæfingalækn- isfræði við framleiðslu halótans árið 1952, en það var sett á almennan markað fjórum árum síðar. Áður höfðu verið gerðar á því umfangs- miklar rannsóknir, sem m.a. beindust að hugs- anlegum eiturverkunum þess á lifur, enda var hér á ferðinni »halógenerað« etan-afbrigði, tríflúoróbrómóklóretan. Þessar rannsóknir bentu ekki til skaðlegrar verkunar á lifur (3). Fljótlega eftir að halótan kom á markað náði pað mikilli útbreiðslu, og fóru þá að birt- ast í læknatímaritum greinar um lifrarbólgu af þess völdum. Málið flækist að sjálfsögðu við það, aðgulaeftirsvæfingu getur átt sér ýms- ar aðrar orsakir en eiturverkun svæfingalyfsins. Því voru margir sem drógu í efa, að halótan gæti yfirleitt valdið lifrarskemmdum og bentu á hinar ýmsu ástæður aðrar, sem valdið gætu lifrarbólgum (1, 2). Má þar nefna sýkingar (staðbundna sýkingu og/eða blóðsýkingu), truflun á gallflæði, lost, súrefnisskort, truflun á lifrarblóðflæði, ofnæmisviðbrögð, blóðgjafir, eiturverkanir lyfja og efna, næringarskort, sótthita, lifraráverka, hjartabilun og ýmsa lifr- arsjúkdóma, t.d. veirulifrarbólgu. Ekki einfald- aði það málið, að það vafðist fyrir mönnum að skilgreina »eðlilega« lifrarstarfsemi og þar með t.d. mörkin á »óeðlilegri« hvatahækkun (enzýmhækkun) en þetta hefur gert mat á tíðni lifrarskemmda erfitt og tíðnitölur eru því mjög á reiki. Árið 1961 var sérstök nefnd sett á stofn í Bandaríkjunum til að komast til botns í þessu máli. Þótti mjög aðkallandi að fá niðurstöður fljótt, og var því gerð afturskyggn (retrospec- tive) rannsókn, svonefnd »National Halothane Study, NHS«, eins konar allsherjar uppgjör sem sífellt er síðan vitnað til í skrifum um þetta mál (4). Þótt það hafi verið sannáð með seinni tíma rannsóknum, tók áðurnefnd rann- sókn ekki alveg af skarið um tilvist lifrarbólgu af völdum halótans. Svæsin lifrarbólga sem gæti stafað af halótani (»unexplained massive hepatic necrosis«) var alla vega sjaldgæf. Tíðnin var u.þ.b. tíu sinnum meiri eftir endur- teknar halótansvæfingar miðað við eina svæf- ingu, en heildartíðnin var u.þ.b. 1: 10.000. Víða hafa svæfingalæknar sett sér þá vinnureglu að láta líða ákveðinn tíma (t.d. 3 mánuði), milli halótansvæfinga, en í raun er ekki til nein ákveðin vinnuregla eða tilmæli byggð á vís- indalegum grunni (1). Nokkrum tilfellum af halótanlifrarbólgu er lýst hjá fólki, sem vinnur við svæfingar og framleiðslu halótans. í dýra- tilraunum hefur verið sýnt fram á lifrar- skemmdir eftir gjöf halótans í litlu magni í langan tíma (5). Víða hafa verið settar strangar reglur um loftræstingu á skurðstofum og leyfi- lega hámarksþéttni halótans á vinnustað. Börn virðast síður vera útsett fyrir halótan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.