Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1984, Síða 61

Læknablaðið - 15.10.1984, Síða 61
LÆKNABLADID 277 lifrarbólgu en fullorðnir (1). Á barnaspítal- anum í Great Ormond Street í London er t.d. talið, að aðeins tvö tilfelli hafi komið par upp á 23 árum (1957-1979) og hefur þannig verið reiknuð út tíðnitalan 1: 82.000 (6). Læknar spítalans telja endurteknar halótansvæfingar hjá börnum hættulausar. Orsakir halótanlifrarbólgu Það varð fljótt ljóst, að eðlismunur var á lifrarskemmdum eftir klóróform annars vegar og halótan hins vegar (3). Klóróform, tetra- klórmetan og ýmis lífræn leysiefni teljast til svonefndra fyrirsjáanlegra (predictable) lifrar- eiturefna gagnstætt ófyrirsjáanlegum (unpre- dictable) lifrareiturefnum, en eimitt í þeim flokki er halótan (1). Þar sem halótanlifrar- bólga virtist algengari eftir endurteknar haló- tansvæfingar, þótti fljótlega einhvers konar síðkomið ofnæmi líkleg skýring á fyrirbærinu (7). Áhrif halótans á lifrarstarfsemi hafa verið rannsökuð í umfangsmiklum dýratilraunum. Snemma kom fram, að við súrefnisskort var áberandi aukning á lifrarskemmdum. Nú er ljóst, að umbrot halótans í líkamanum skipta hér höfuðmáli. U.þ.b. 20 % af innönduðu halótani umbrýst í líkamanum (8) og fara þessi umbrot að mestu fram í lifrinni. Að hluta til er um að ræða ildandi (oxidative) efnabreytingar, en að hluta til afildandi (reductive) og virðast svonefnd P450 hvatakerfi lifrarinnar koma hér við sögu (3). Við súrefnisskort eykst sá hluti halótans, sem umbrýst eftir afildandi leiðum, en þá myndast m.a. mjög virk efni, (svonefnd »free radicals«) (9), sem geta eyðilagt lifrarfrumur með því m.a. að bindast lípópróteinum (3). Fyrir utan súrefnisskort hefur hvatamögnun (enzyme induction) með fenemali verið for- senda lifrarskemmda í áðurnefndum tilraun- um. Svelti og minnkun á blóðflæði til lifrar hefur einnig aukið á lifrarskemmdir svo og gjöf skjaldkirtilsvaka (hormóna) (10). Sýnt hefur verið fram á, að glútatíon magn minnkar eftir gjöf skjaldkirtisvaka (10), en glútatíon virðist geta varið lifrina fyrir eiturverkunum ýmissa lyfja, m.a. paracetamóls (10). Mikill súrefnisskortur einn sér getur að sjálfsögðu valdið skemmdum á lifur (11) eins og ýmsum öðrum vefjum líkamans, en í áðurnefndum tilraunum er ekki um að ræða súrefnisskort af þeirri gráðu. Við sérstakar aðstæður er því í dýratilraunum hægt að framkalla lifrarbólgu með halótani. Þessi lifrarbólga er þó engan veginn dæmigerð halótanlifrarbólga eins og hún kemur fram í mönnum og nýjustu hug- myndir beinast að því að »bæta við« síðkomnu ofnæmi inn í afildunarkenninguna (12). Hug- myndin er sú, að áverki á lifrarfrumu vegna umbrots halótans, (e.t.v. vegna bindingar »frírra radíkala« við lípóprótein í frumuhimn- unni) breyti frumunni þannig að hún verði fram- andi fyrir ónæmiskerfið. Þetta skýrir hvers vegna halótanlifrarbólga kemur einkum fram eftir endurteknar svæfingar. Hafi sjúklingur fengið lifrarbólgu eftir haló- tansvæfingu eru taldar verulegar líkur á því að hann fái hana aftur eftir endurtekna halótan- svæfingu (1). Sjúkling, sem fengið hefur haló- tanlifrarbólgu, á því ekki að svæfa aftur með halótani. Hins vegar er nú talið óhætt að svæfa sjúkling með halótani, þótt saga sé um aðra lifrarsjúkdóma (1). Enflúran og ísóflúran Síðan halótan sló í gegn á sjötta áratugnum hafa tvö önnur svæfingalyf til innöndunar komið á markað. Tíu árum á eftir halótani kom enflúran fram, en það er »halógeneraður« eter. Aðeins 2,4 % af innönduðu enflúrani umbrýst í líkamanum (13) og er það talið skýra hinar sjaldgæfu eiturverkanir þess. Ekki hefur verið sýnt fram á myndun á »free radicals« við enflúransvæfingu (9). Áætla má að 30-40 miiljón manns hafi verið svæfðir með enflúr- ani, en aðeins 24 tilfellum af enflúranlifrar- bólgu hefur verið lýst í læknatímaritum (14). Við sérstakar aðstæður í dýratilraunum er hins vegar hægt að framkalla lifrarbólgu með enflúrani (15, 16). Þar sem enflúran umbrýst í líkamanum á allt annan hátt en halótan hefur þetta ruglað dálítið þær hugmyndir sem menn hafa gert sér um halótanlifrarbólgu og sumir höfundar halda því enn fram að enflúran- lifrarbólga sé ekki til. Það er þó skoðun okkar að slík lifrarbólga sé til, og raunar hefur komið fram eitt tilfelli af enflúranlifrarbólgu á íslandi. Lifrarbólga eftir enflúran hegðar sér mjög svipað og lifrarbólga eftir halótan og telja verður lfklegt að eitrunarmáti sé sá hinn sami (14). Ef saga er um lifrarbólgu eftir halótansvæfingu er nú talið óráðlegt að nota hvers kyns »halógeneruð« svæfingalyf við seinni svæfingar viðkomandi sjúklinga (1, 14). Nýjasta lyfið, ísóflúran sem er ísómer af enflúrani er nú að koma á markað hérlendis. Aðeins 0,17 % af því umbrýst í líkamanum (17) og enn hefur ekki verið lýst ísóflúranlifrar-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.