Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1987, Qupperneq 6

Læknablaðið - 15.03.1987, Qupperneq 6
74 LÆKNABLAÐIÐ með vatnsrofi (hydrolysis) fyrir tilstuðlan hvata, sem kallast súlfatasar. Skorti þessa hvata, breytist hormónamyndun fylgjunnar, en ekki barnsins eða móðurinnar (mynd 2). Súlfatasaskorti í fylgju (SSF) var fyrst lýst 1969 (2) en síðan hafa yfir 80 tilvik verið skráð (1). Öll börnin nema þrjú hafa verið drengir (3,4) og er SSF talinn erfast sem víkjandi eiginleiki á X-litningi (5,6). Gengallinn er staðsettur utarlega á styttri armi litningsins nálægt sæti Xg blóðflokksins (7). Gallinn leiðir til skorts á hydrolasa 3þ-hydroxy-steroid-súlfat súlfatasa í ýmsum vefjum auk fylgju, þar á meðal húð (5). Shapiro et al greindu fyrstir frá tengslum SSF við arfgengan húðsjúkdóm, hreisturveiki (ichtyosis) (5,6). Við endurskoðun á staðfestum SSF tilvikum, reyndust allir drengirnir vera með X-bundinn hreisturhúðarsjúkdóm. Hreisturveiki einkennist af óeðlilegri keratínmyndun í húð, þannig að húðin hreistrar og flagnar. Súlfatasa skortir í húðfrumum og veldur það truflun á kólesterólefnaskiptum, þannig að ekki er hægt að kljúfa súlföt frá kólesteróli. Kólesteról og skyld efni hlaðast upp í hornlagi húðarinnar en jafnframt minnkar magn óbundinna steról-efna. Ekki er vitað hvernig þetta leiðir til húðbreytinganna i ichtyosis (8). Algengi SSF er talin 1/2000-1/3000 drengir (1,9), en tíðni kynbundins hreisturhúðarsjúkdóms hefur verið talin um 1/6190 drengir (10). Misræmið milli tíðni SSF og hreisturveiki skýrist sennilega þannig að margir hafa hana á vægu stigi og greinist sjúkdómurinn ekki hjá þeim. Á íslandi mætti búast við einu SSF-tilfelli á ári, en ekki vitum við til að SSF hafi greinst hér áður. SJÚKRASAGA Konan var 29 ára gömul í sinni þriðju meðgöngu. Hún hafði áður átt tvo syni og voru meðgöngur og fæðingar þá eðlilegar. Frá þrettán ára aldri hafði hún verið flogaveik og notaði karbimazól og fenemal í þessari meðgöngu. Meðgangan var eðlileg fram í 35. viku, þegar konan var lögð inn á meðgöngudeild Kvennadeildar vegna minnkandi fósturhreyfinga og gruns um fylgjuþurrð. Blóðþéttni östríóls var mæld og reyndist mjög lág. Endurteknar mælingar voru á bilinu 10-40 nmól/1 (viðmiðunargildi 100-600nmól/l) (11). Við ytri skoðun virtist fóstrið eðlilega stórt, sem var staðfest við ómskoðun. Fósturhjartsláttarrit og oxýtocín-álagspróf sýndu eðlilega svörun. Konan var útskrifuð. Lág östríól gildi voru talin geta verið afleiðing töku flogaveikilyfjanna eða að um SSF gæti verið að ræða. Við 38 vikna meðgöngu var ómskoðun endurtekin. Höfuðmál fósturs voru í minna lagi en búkvöxtur eðlilegur. Konan kvaðst finna minni fósturhreyfingar en áður og fósturhjartsláttarrit sýndi lítinn breytileika (»flatt« rit), sem endurvakti grun um fylgjuþurrð. Gangsetning fæðingar var ákveðin næsta dag. Við nánari eftirgrennslan virtist sem elsti sonur konunnar gæti haft hreisturveiki. Ný ómskoðun sýndi karlkyns fóstur. Vegna lokaðs legháls var gangsetning óhagstæð. Nýtt oxytocín-álagspróf var eðlilegt. Virtist líklegt að um SSF gæti verið Mynd 2. Breyting á útskilnaði kynhormóna í SSF. Vegna skorts á súlfatasa hlaðast forstigsefni östrióls upp ífylgju og móðurblóði og skiljast út í þvagi móður.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.