Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Síða 26

Læknablaðið - 15.03.1987, Síða 26
88 1987; 73: 88-92 LÆKNABLAÐIÐ Ragnhildur Steinbach, Grétar Ólafsson SJÚKLINGAR MEÐ SJÁLFKRAFA LOFTBRJÓST VISTAÐIR Á LANDSPÍTALANUM 1975-1984 INNGANGUR Með sjálfkrafa loftbrjósti (spontaneous pneumothorax) er átt við að loft hafi komist óvænt inn í fleiðruholið. Loftbrjóst getur hins vegar einnig orðið af völdum áverka eða af læknavöldum. Sjálfkrafa loftbrjósti má svo skipta í loftbrjóst í tengslum við þekkta lungnasjúkdóma og loftbrjóst þar sem ekki er vitað um neinn lungnasjúkdóm að baki (idiopathic). Lungnasjúkdómar sem tengst geta loftbrjósti eru lungnaþan, langvinnt berkjukvef, lungnanetjuhersli (fibrosis), astma, lungnabólga, lungnakrabbamein, o.fl. Einnig er vert að geta loftbrjósts hvítvoðunga, sem er þá oft í tengslum við öndunaraðstoð hjá fyrirburum með glæruhimnukvilla (hyaline membrane). Með langvinnu loftbrjósti er átt við ómeðhöndlað loftbrjóst, lungað þenst ekki út af sjálfsdáðum, heldur verður viðvarandi samfall. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Farið var yfir sjúkraskýrslur sjúklinga með greininguna sjálfkrafa loftbrjóst á Landspítalanum árin 1975-1984 að báðum árum meðtöldum. Alls reyndust 126 vera innlagðir með þessa sjúkdómsgreiningu. Þar af eru tvö börn og er þá miðað við tólf ára aldur. Einnig eru sex hvítvoðungar með loftbrjóst. Fjórar sjúkraskýrslur fundust ekki og voru það allt skýrslur fullorðinna. Þegar ekki er getið um annað, er átt við sjúklingahóp með loftbrjóst í fyrsta skipti, af óþekktum orsökum. Þegar börn og nýburar eru undanskilin reynast vera 118 innlagnir vegna sjálfkrafa loftbrjósts á þessu tímabili, en sjúklingar eru 112. Hér eru taldir með fjórir sjúklingar, þar sem sjúkraskýrslur fundust ekki, en þeir eru ekki með í þessari rannsókn. Frá handlækningadeild Landspítalans. Barst 11/07/1986. Samþykkt 04/11/1986. Alls reyndust 73 sjúklingar fá sjálfkrafa loftbrjóst af óþekktum orsökum í fyrsta sinn á tímabilinu. Tuttugu og einn sjúklingur, sem fékk slikt loftbrjóst, reyndist með lungnasjúkdóm að baki. Auk þess lögðust inn tuttugu sjúklingar með endurtekin loftbrjóst. Tafla I sýnir skiptinguna milli ára á tímabilinu. Myndin sýnir fjölda tilfella á hverjum fimm árum og eru tölurnar bornar saman við tölur Jóns G. Hallgrímssonar (1) frá árunum 1950-1975. Þar sjást innlagnir á Landspítalann á þessu tímabili og einnig tölur Jóns G. Hallgrímssonar yfir allt landið. Kynskipting sést í töflu II. Meðalaldur þeirra sem fengu sjálfkrafa loftbrjóst í fyrsta sinn og ekki fundust orsakir fyrir (idiopathic) var 29,6 ár, en hjá þeim 21 sem höfðu lungnasjúkdóm var meðalaldur 53,4 ár. Vngsti sjúklingurinn með loftbrjóst af óþekktum orsökum reyndist vera 13 ára stúlka, en sá elsti var 62 ára. Yngsti sjúklingurinn með þekktan lungnasjúkdóm að baki reyndist 19 ára, en þar var um að ræða heymæði og lungnanetjuhersli. Sá elsti með þekktan lungnasjúkdóm var 88 ára. Tafla I. Sjúklingar með sjálfkrafa loftbrjóst vistaðir á Landspítalanum á tímabilinu 1975-1984, skipt eftir því hvað að baki lá og hvort þeirfengu kvillann ífyrsta sinn eða hvort um endurtekningu var að rceða. Ár Fengu kvillann í fyrsta sinn Endurkominn kvilli af óþekktum orsökum lungnasj.d. aö baki af óþekktum orsökum lungnasj.d. aö baki 1975 .... 5 í _ _ 1976 .... 6 í - - 1977 .... 3 í í - 1978 .... 6 2 3 - 1979 .... 11 2 2 - 1980 .... 9 4 3 - 1981 .... 9 2 2 í 1982 .... 8 5 1 2 1983 .... 7 1 4 1 1984 ... 9 3 - - Samtals 73 22 16 4

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.