Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 89 Athuguð var atvinna sjúklinganna, sem fengu loftbrjóst í fyrsta skipti. Atvinnu var skipt í þrjá flokka eftir erfiði. í erfiðisvinnu flokkuðust t.d. bændur og sjómenn, i meðal erfiða vinnu húsmæður o.fl. og í kyrrsetuvinnu flokkuðust nemar, skrifstofufólk o.s.frv. Þessi skipting er svipuð og Jón G. Hallgrímsson notaði í doktorsritgerð sinni (1) um loftbrjóst á íslandi. Flestir sjúklinganna reyndust vera í síðast talda flokknum, kyrrsetumenn. Tafla III sýnir þessa skiptingu með tilliti til atvinnu. Athuguð var skipting sjúklinganna eftir búsetu. Miðað var við, að strjálbýli væri byggð með færri er 2500 íbúa. Reyndust þrettán sjúklingar búa í strjálbýli (17,8%) en 60 í þéttbýli (82,2%). Könnuð var reykingasaga sjúklinga með sjálfkrafa loftbrjóst í fyrsta skipti. Upplýsingar í sjúkraskýrslum reyndust ekki nógu nákvæmar, til þess að unnt væri að athuga þennan þátt nákvæmlega og er sjúklingum því aðeins skipt í tvennt, þá sem reykja og þá sem ekki reykja. Tafla IV sýnir skiptinguna með tilliti til reykingasögu. Hvað ættarsögu snertir kemur í ljós, að einn sjúklingur átti tvo albræður, sem höfðu sögu um sjálfkrafa loftbrjóst af óþekktum orsökum. Annar sjúklingur átti bróður, sem tvívegis hafði fengið loftbrjóst. Tafla V sýnir þá lungnasjúkdóma, sem lágu að baki loftbrjósti, þar sem þekktar orsakir voru fyrir hendi. Einn sjúklingur var um tíma grunaður um að vera með tíðaloftbrjóst (catamenial), en það er loftbrjóst, þar sem lungnasjúkdómur að baki er legslímuvilla (external endometriosis). Endanleg niðurstaða varð hins vegar sú, að ekki hefði verið um það að ræða, heldur loftbrjóst af óþekktum orsökum. Þess ber að geta, að sumir sjúklinganna voru með fleiri en einn lungnasjúkdóm að baki. Algengasta orsökin var lungnaþan. Athuguð var tíðni hugsanlegra meðfylgjandi orsaka (predisposing factors) og var þá miðað við að það væri tekið fram í sjúkraskýrslu. Tafla VI sýnir þessa skiptingu. Staðsetning loftbrjósts, bæði hjá sjúklingum með loftbrjóst af óþekktum orsökum og sjúklingum með þekktan lungnasjúkdóm var athuguð og í báðum tilfellum er átt við fyrsta skipti. Varðandi loftbrjóst af óþekktum orsökum, er í 39,7% tilvika um að ræða loftbrjóst vinstra Tafla II. Kynskipting sjúklinga með sjálfkrafa loftbrjóst sem vistaðir voru á Landspítalanum 1975-1984 Karlar Konur Alls Fjöldi (%) Fjöldi (%) N (%) Af óþekktum orsökum í fyrsta sinn......... 45 (61,6) 28 (38,4) 73(100) Með þekktan lungnasjúkdóm....... 14 (66,7) 7 (33,3) 21 (100) Tafla III. Atvinnuskipting sjúklinga með sjálfkrafa loftbrjóst 1975-1984 Atvinna Fjöldi % Erfiðisvinna 19 (26,1) Meðalerfið 17 (23,3) Kyrrsetuvinna 32 (43,8) Vantar upplýsingar 5 ( 6,8) Samtals 73 (100) Tafla IV. Skipting sjúklinga með sjálfkrafa loftbrjóst með tilliti til reykinga Reykingar Fjöldi (%) Reykja 58 (79,5) Reykja ekki 13 (17,8) Vantar upplýsingar 2 ( 2,7) Samtals 73 (100) Tafla V. Greindir lungnasjúkdómar hjá þeim sem leggjast inn í fyrsta sinn með sjálfkrafa loftbrjóst Lungnasjúkdómur Fjöldi Lungnaþan (emphysema) .. 8 Astma .. 6 Langvinnt lungnakvef (bronchitis chroníca) .. .. 4 Berklar (tuberculosis) .. 4 Lungnabólga (pneumonia) .. 2 Lungnakrabbamein (cancer pulmonium) .. 1 Endurtekin öndunarfærasýking .. 1 Lungnanetjuhersli (fibrosis pulmonium) .. 1 Heymæði (farmers lung) .. 2 Samtals 29 Tafla VI. Meðfylgjandi ástand, sem hugsanlega gæti hafa stuðlað að sjálfkrafa loftbrjósti Fjöldi (%) öndunarfærasýking ................ 10 (13,7) Áreynsla........................... 8 ( 11) Óþekkt............................ 55 ( 75,3) Samtals 73 (100)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.