Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1987, Side 33

Læknablaðið - 15.03.1987, Side 33
LÆKNABLAÐIÐ 91 og tímabilið frá fyrsta skipti og til þess næsta var frá hálfum sólarhring að sex árum. Alls reyndust 14 sjúklingar hafa endurtekið loftbrjóst (19,2°/o). Þessir 14 sjúklingar fengu endurtekið loftbrjóst i alls 27 skipti og sést þessi skipting í töflu XII. Tíu sjúklingar fengu aftur loftbrjóst sömu megin, en fjórir báðum megin. Fjöldi legudaga með sjálfkrafa loftbrjóst af óþekktum orsökum reyndist að meðaltali 10,2 dagar, minnst þrír dagar en mest 26 dagar. Varðandi sjúklinga með þekktan lungnasjúkdóm reyndust legudagar 21,4 að meðaltali. Stysta legan voru þrjár klukkustundir, en það var sjúklingur sem lagðist inn á sjúkrahúsið í svæsinni öndunarbilun og lést skömmu eftir komuna. Flestir urðu legudagarnir 52, en þá var einnig um önnur vandamál að ræða (lystarstol af andlegum toga og berkla). Meinafræði. Athuguð voru svör vefjarannsókna sjúklinga, sem þurftu að fara í aðgerð, bæði þeirra sem höfðu loftbrjóst án þekktra orsaka í fyrsta skipti og einnig hinna, sem höfðu endurtekið loftbrjóst. Voru þetta alls fimmtán sjúklingar. Tólf vefjarannsóknasvör fundust. Ellefu sjúklinganna reyndust vera með lungnaþansbreytingar og/eða blöðrumyndanir. Eitt sýni reyndist neikvætt og í öðru var einnig fistill úr berkju í fleiðruholi. Fylgikvillar. Hjá sjúklingum með loftbrjóst af óþekktum orsökum kom þrýstingsloftbrjóst þrívegis fyrir. Með þrýstingsloftbrjósti er átt við algert samfall á lunga og tilfærslu á miðmæti á röntgenmynd ásamt klínískum einkennum. Líklega hafa ellefu haft byrjandi þrýstingsloftbrjóst. Höfum við farið eftir röntgengreiningu þar sem sagt er að um væga tilfærslu á miðmæti sé að ræða, en þessir sjúklingar höfðu ekki klínisk einkenni um þrýstingsloftbrjóst, þó hugsanlega væri stutt í það. Ef þetta er tekið með, þá eru fylgikvillar í 20,6% tilfella, en ef ekki, þá væru þeir aðeins 5,4%. Einn sjúklingur fékk lungnabjúg öðru megin eftir að keri hafði verið lagður inn. Enginn sjúklinganna með loftbrjóst af óþekktum toga, sem lagðist inn á Landspítalann á þessu tímabili dó. Þrir sjúklingar með þekktan lungnasjúkdóm létust. Einn þeirra var í svæsinni öndunarbilun, annar með lungnakrabbamein og sá þriðji reyndist með mikið lungnanetjuhersli. UMRÆÐA Loft í brjóstholi, án augljósra orsaka (idiopathic spontaneus pneumothorax), er oftast vegna þess að loftblaðra á yfirborði lungans springur, þannig Tafla X. Meðferð hjá 73 sjúklingum með sjálfkrafa loftbrjóst sem vistaðir voru á Landspítalanum á árunum 1975-1984 Meöferð Af óþekktum toga Þekktur lungna- sjúkdómur Fylgst með sjúklingi .. .. 4 í Þvinguð útöndun .... .. 1 - Keri og sog .. 58 13 Aðgerð .. 10 5 Engin meðferð • ■ - 2 Samtals 73 21 Tafla XI. Meðferð við sjálfkrafa loftbrjósti við fyrstu til fjórðu endurkomu kvillans Endurkoma Meðferð Fyrsta önnur Þriðja Fjórða Fylgst með sjúklingi ... ... 2 _ _ _ Þvinguð útöndun ... 1 - - - Keri og sog . . . ~ 3 2 í Aðgerð ... 8 2 2 - Samtals 11 5 4 í Tafla XII. Fjöldi endurkominna sjálfkrafa loftbrjósta hjáfjórtán sjúklingum Endurkomið Fjöldi sjúklinga Fjöldi skipta Einu sinni .. 8 8 Tvisvar sinnum .. 3 6 Þrisvar sinnum .. 1 3 Fjórum sinnum .. 1 4 Fimm sinnum . . - - Sex sinnum .. 1 6 Samtals 14 27 að loft lekur frá lunganu inn í brjóstholið. Þessi kvilli er lang algengastur hjá fólki á aldrinum 20-40 ára. Ástæða þessara blöðrumyndana á yfirborði lungans (bullae) er óljós, en ýmsar getgátur hafa komið fram, svo sem að þessi kvilli sé algengari hjá fólki með vissa lögun á brjóstkassa (langan brjóstkassa), stórt annað rif, sem skagi inn í brjóstholið og herpi þannig að lungnatoppi. En sennilegasta skýringin er sú, að um mengunarorsakir sé að ræða og eru sígarettureykingar langalgengastar og virðast niðurstöður þessarar athugunar styðja það. Loftbrjóst hjá sjúklingum með þekkta lungnasjúkdóma, eins og t.d. astma og lungnaþan er sjaldgæfara en yfirleitt mikið alvarlegri sjúkdómur og erfiðari í meðferð.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.