Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1987, Qupperneq 35

Læknablaðið - 15.03.1987, Qupperneq 35
92 LÆKNABLAÐIÐ Blöðrur á yfirborði lungna eru taldar vera tvenns konar, meðfæddar og áunnar. Meðfæddar blöðrur eru taldar mjög sjaldgæfar eins og fram kom i ritgerð Weaver og von Haam (2), en þeir fundu einungis tvö tilfelli í sex þúsund krufningum hjá nýburum og börnum. Orsakirnar eru aftur á móti þekktar að nokkru leyti hjá eldra fólki þó margt sé enn óljóst og ósannað. Spjótin beinast óneitanlega að mengun og þá fyrst og fremst reykingum. Tíðni loftbrjósts fer vaxandi í heiminum og styður þessi könnun að svo sé einnig hérlendis. í könnun Jóns G. Hallgrímssonar (1) kemur fram, að loftbrjóst án þekktra orsaka er fimm sinnum algengara hjá körlum en konum og var þetta í samræmi við erlendar rannsóknir á þeim tíma. Hér koma hins vegar fram nokkrar breytingar á þessu hlutfalli. Konum hefur fjölgað og er hlutfallið nú um 5: 3 (sjá töflu II). Þetta er marktækur munur. Loftbrjóst er sennilega algengara en komið hefur fram, þar eð kvillinn greinist ekki alltaf vegna vægra einkenna (3). í þessum efniviði er meðaltímalengd einkenna fyrir greiningu 4,8 dagar og algengustu einkennin eru verkur í loftbrjósti, mæði og hósti (tafla VIII). Loftbrjóst er algengara hægra megin, hvort sem uppruni er þekktur eða ekki (tafla VII). Munur er ekki marktækur. Það kemur fram í heimildum að 30% þeirra sem fá loftbrjóst, fá það aftur, en í okkar efniviði voru það 19,2%. Sýnt hefur verið fram á að hjá þessum sjúklingahópi kemur loftbrjóst enn aftur í um það bil helmingi tilvika. Loftbrjóst getur orðið lífshættulegt ef um þrýstingsloftbrjóst er að ræða (tension pneumothorax). í þessum efniviði eru þó einungis þrjú slík tilfelli, en byrjandi þrýstingsloftbrjóst sást þó á röntgenmynd ellefu sjúklinga. Dánartíðni þessa sjúkdóms er lág, yfirleitt talin vera innan við 0,5%. Dánartíðni er aftur á móti hæst þegar lungnasjúkdómur er að baki, einkum lungnaþan (4). í þessum efniviði var dánartíðni engin, þegar um var að ræða loftbrjóst án þekkts lungnasjúkdóms. Meðferð við loftbrjósti er í fyrsta lagi, að fylgjast með sjúklingi (observation), ef um lítið loftbrjóst er að ræða, en oftast þarf þó að gera brjóstholsástungu og leggja inn kera, sem settur er í samband við sog. Ef loftleki heldur áfram, þrátt fyrir sogmeðferð, eða ef um endurtekið loftbrjóst er að ræða, mælum við yfirleitt með skurðaðgerð, sem fólgin er í því að fjarlægja blöðrur á yfirborði lungans og einnig að erta brjósthimnuna, sem klæðir fleiðruholið, en þetta er gert til að örva samvaxtamyndun milli yfirborðs lungans og brjóstveggjarins, en samvextirnir koma í veg fyrir endurtekningu sjúkdómsins. SUMMARY A retrospective study was done on spontaneous pneumothorax in Landspitalinn during 1975-1984 (children and newborns are not included). There were 73 patients with idiopathic spontaneous pneumothorax for the first time. 21 patients had an underlying lung disease and 20 patients had a history of an earlier attack. It is known from other studies that the frequency of spontaneous pneumothorax has been increasing and according to this study it still continues to do so. Other studies have revealed a male: female ratio of 5: 1, but in this study it is 5: 3 and this is statistically significant. HEIMILDIR 1. Jón G. Hallgrímsson. Spontaneous pneumothorax in Iceland, with special reference to idiopathic type. Scan Thorac Cardiovasc Surg 1978; (Suppl 21, 33). 2. Weaver RG, von Haam E. Cystic disease of the lung. Surgery 1938; 4: 917. 3. Jorstad Sö, Nygaard IH. Spontan peumothorax. Tidsskr Nor Lægeforen 1982; 29: 1497. 4. Dines DE, Clagett OT, Payne WS. Spontaneous pneumothorax in emphysema. Mayo Clin Proc 1970; 45: 483. Jafnvægi »Vid neurosbehandling leder dessa nye typer av medicinering inte endast till symtomreduktion och minskad oro, utan man ser áven hurdenna anxiolytiska effekt medför att mánga patienter tar itu med sin livsproblematik.«1) 1) Bengt-Goran Fasth.: Psychological reports, University of Gothenburg, Sweden. 1980, no. 2. Lexotan Kviðastillandi lyf með hagstætt jafnvægi milli kvíðastillandi verkunar og sljóvgunar2) 2) Harris. P. A.: Bromazepam, a new anxiolytic: a comparative study with diazepam in general practice. Royal Coll Gen Pract 34, 509-12 (1984). Lexotan (bromazepam) Lexotan (Roche, 1711) R.E. Töflur: N 05 B A 08. Hver tafla inniheldur: Brómazepamum INN 1,5 mg, 3 mg eða 6 mg. Eiginleikar: Brómazepam er bensódiazepínsamband meö svipaöar verkanir og díazepam og önnur skyld lyf. Brómazepam frásogast hægar en díazepam og nær blóðþóttni hámarki eftir um 2.klst. Lyfiö skilst að mestu út í þvaai sem umbrotsefni. Helmingunartími í blóöi er um 12 klst. Ábendingar: <5tti, kvíöi, óróleiki og svefntruflanir við neurósur og geðdeyfð Frábendingar: Myasthenia gra- vis. Meðganga og brjóstagjöf. Aukaverkanir: Notkun lyfsins hefur f för með sór ávanahættu. Þreytu og syfju. Slappleiki, ósamhæfðar hreyfingar (ataxia), svimi, ógleði, útbrot, minnkuð kyngeta, höfuðverkur og aukin matariyst. óvenjuleg viðbrögð eins og æsingur og vellíðan koma fyrir. Sjaldgæfar aukaverkanir eru sjóntruflanir, lækkaður blóðþrýstingur, þvög- lumælgi, minnistap, skjálfti, laust þvag og haagðatregða. Varuð: Vegna ávanahættu á einungis að nota lyfið stuttan tima í senn. Sérstakrar varúðar þarf að gæta hjá sjúklingum sem misnota áfengi eða lyf. Einnig þarf að gæta varúðar hjá öldruöum, sjúklingum með heilaskemmdir eða mikið veikum sjúklingum sem stundum þola lylið illa. Eftir langvarandi notkun geta komið fram fráhvarfseinkenni, t.d. krampar. - Vara ber sjúklinga við stjórnun vólknúinna Ökutækja samtímls notkun lyfsins. Milll- verkanlr: Lyfið eykur áhrif áfengis, svefnlyfja og annarra róandi lyfja. Skammtastærðlr handa fullorðnum: Venjulegir skammtar eru 1,5-3 mg þrisvar sinnum á dag. Stundum getur þurft að auka þessa skammta i 6-12 mg tvisvar eða þrisvar sinnum á dag Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum Pakkningar: Töflur 1,5 mg: 30 stk. (þynnu- pakkað): 100 stk./Töflur 3 mg: 30 stk. (þynnupakkað): 50 stk.: 100 stk./ Töflur 6 mg: 20 stk. (þynnupakkað): 50 stk.: 100 stk./ ROCHE A;S Industriholmen 59 2650 Hvidovre Tlf. 01 78 7211 Stefan Thorarensen Ltd. Siðumóli32,108 Reykiavik

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.