Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 38
94 LÆKNABLAÐIÐ Sé litið á heilbrigðisþjónustuna í dag er henni stundum skipt þannig í fjögur stig: 1. Sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, t.d. hj artaskurðlækningar taugaskurðlækningar geislalækningar 2. Almenn sjúkrahúsþjónusta 3. Sérfræðiþjónusta utan sjúkrahúsa 4. Almenn heilbrigðisþjónusta heimilislækningar heilsu- heilsuvernd gæslu- heimahjúkrun stöðvar tannlækningar hjúkrunarheimili aldraðra o.fl. Eðlilegum hlutföllum milli þessara þjónustuþátta hefur verið lýst með pýramídamynd og hlutföllunum á íslandi er betur lýst með súlu. Skipulag okkar einkennist af mikilli afkastagetu á hinum efri og sérhæfðari stigum þjónustunnar. Þangað lendir því óþarflega mikið af verkefnum sem leysa mætti neðar í stiganum. Þetta stafar m.a. af mikilli fjölgun lækna á síðustu árum sem að stórum hluta starfa í sérhæfðri þjónustu enda hafa skipulag og uppbygging frumþjónustunnar að nokkru verið vanrækt. Sérhæfða þjónustan hefur líka verið óskipulögð og uppbygging hennar hefur mestmegnis byggst á sjálfvirkri útþenslu þess sem fyrir hefur verið. Einkennir þetta einkum höfuðborgarsvæðið en hefur áhrif um allt land. Þetta ástand getur leitt til aukins kostnaðar og lakari þjónustu á sumum sviðum. Heilsuvernd hefur verið vanrækt. Hún er vaxin upp af hefð sem verkefni fortíðarinnar sköpuðu og er því veikburða til að takast á við verkefni framtíðarinnar þar sem heilsugæslustöðvar virðast þurfa að verða burðarás heilbrigðisþjónustunnar. Ég sagði áðan að þetta ástand hér leiddi til aukins kostnaðar og auk þess er landshlutum mismunað. Hluti landsins hefur ekki þá þjónustu heilsugæslustöðva eða þá vaktþjónustu sem annars staðar er talin sjálfsögð. Sá hluti er látinn borga toll af þessu í gegnum T.R. auk þess að standa undir kostnaði af heilsugæslustöðvum sínum (tafla I) (2). Hér er teflt saman ólíkustu kjördæmunum hvað varðar notkun heilbrigðisþjónustunnar. Kjördæmi sem annars vegar hafa sæmilega Tafla I. Mismunandi notkun lœknisþjónustu eftir landshluturn í %. Reykjavik Reykjanes Vesturland Noröurland vestra Vestfiröir Austurland Heimilislækningar 33 40 Sérfræðingar 32,6 8,4 Göngudeildir 6,9 3,9 Vaktlæknar 5,6 0 Slysadeild 5,6 0 Heilsuverndarst. 2,5 0 Mismunur 53,2 12,3 40,9 Samtals 86,2 52,3 33,9 Tafla II. Útgjöld T.R. áriö 1984 á ibúa. Lyfjakostnaður Reykjavík 2768 kr. Mismunur Landið 1967 kr. 801 kr. Læknis- kostnaður Reykjavík Almennir læknar Sérfræðingar 256 kr. 846 kr. Samtals 1102 kr. Kaupstaðir Almennir læknar Sérfræðingar 208 kr. 474 kr. 682 kr. Dreifbýli Almennir læknar Sérfræðingar 219 kr. 297 kr. 516 kr. þróaða starfsemi heilsugæslustöðva og eru dreifbýl en hins vegar kjördæmi sem eru þéttbýl, hafa mikið framboð sérfræðiþjónustu og alla stóru spítalana en um leið vanþróað skipuiag frumþjónustu. Ef saman er tekið hlutfall þeirra sem leituðu vaktlækna, slysadeildar og heilsuverndarstöðva auk heimilislækna á tímabilinu í Reykjavík og á Reykjanesi fæst út talan 46,7% sem bera má saman við töluna 40% í landsbyggðarkjördæmunum. Af þessum tölum má draga þá ályktun að annað hvort séu veikindi meiri í þéttbýlinu, sjúkir vanræktir í dreifbýlinu eða kerfið á höfuðborgarsvæðinu afkastalítið. Ég er ekki að gefa i skyn að starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar þar vinni illa eða sviksamlega, heldur tel ég þetta vera afleiðingu þess að skipulagning þjónustunnar hefur mistekist. Allar þessar heimsóknir kosta peninga (3). í töflu II er einungis sýndur hluti T.R. en ekki hluti sjúklinga sem er einnig meiri á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.