Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1987, Qupperneq 39

Læknablaðið - 15.03.1987, Qupperneq 39
LÆKNABLAÐIÐ 95 höfuðborgarsvæðinu. Þessi kostnaður dreifist svo á alla landsmenn með því að ríkið greiðir 80-85% af kostnaði T.R. Þetta er því ekki einkamál suðvesturhyrninga. Úti um land hafa risið heilsugæslustöðvar samkvæmt heilbrigðisþjónustulögum frá 1974. Eru þær reknar af sveitarfélögum nema að læknar og hjúkrunarfræðingar eru ríkisstarfsmenn og fá laun úr ríkissjóði. Læknar fá auk þess ákveðið gjald frá sjúkrasamlagi fyrir hvern sjúkling sem þeir meðhöndla. Sama gildir um heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu nema þeir fá sín föstu laun frá viðkomandi sjúkrasamlagi. Það hefur vafist fyrir stjórnvöldum og bæjaryfirvöldum við Faxaflóa að koma á laggirnar heilsugæslustöðvakerfi því sem lögin kveða á um. Hafa áhugaleysi, getuleysi, hagsmunaárekstrar, pólitík og margt annað leikið þar hlutverk. Þrátt fyrir markmið laganna fór fjármagnið þar í annað en að byggja upp heilsugæsluna (mynd 2) (4). Rangt er að allir kraftar ríkisins hafi farið í landsbyggðina á þessum tíma (mynd 3)(5). Hjá ríki hafa komið nær því tvær stöður á höfuðborgarsvæðinu fyrir hverja eina úti á landi. Auk þessa hefur þenslan í einkageiranum orðið nær eingöngu á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við byggingu heilsugæslustöðva eru smápeningar þegar rekstur heilbrigðisþjónustunnar er skoðaður í heild. Að það skuli vanta fé til þess að koma á fót heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu er einungis fyrirsláttur ríkis og bæjar. Þetta er spurning um það í hvað fénu er varið. Alveg fram á daginn í dag hafa menn ekki getað ákveðið hvaða lög eiga að gilda í þessum efnum á höfuðborgarsvæðinu en ákvörðunar hlýtur að vera að vænta innan tíðar. Það er athyglisvert að sú þróun virðist vera í gangi að reka a.m.k. hluta heimilislæknaþjónustunnar á reikningi sjúkrasamlaganna og þá mega sveitarfélög úti um land fara að vara sig ef þau ætla ekki að láta hlunnfara sig. Öll sérfræðiþjónusta utan spítala er borguð af viðkomandi sjúkrasamlagi. í Reykjavík eru um það bil sjö af hverjum tíu heimilislæknum einnig borgaðir alfarið af sjúkrasamlaginu þar. Þeir fá sömu föstu laun og heilsugæslulæknar og í samningum frá 1985 fylgdi hverri stöðu Mynd 2. Kostnaður heilbrigðisþjónstu í Reykjavlk á tímabilinu 1970-1981. Ársverk 3000- 2500- 2000- 1500- _ 1000- 500- u ----- i ---- i '---- i .........*- Mennta- 1 Heilbrigdis- Stjórnýsla Adrar stofnanir þjónusta rikisins greinar Landsbyggdin I I Höfudborgarsvædi Mynd 3. Ný störf hjá ríkinu árin 1974-1984. heimilislækna utan heilsugæslustöðva hluti úr stöðuheimild fyrir aðstoðarfólk auk rekstrarfjár fyrir lækningastofuna. Þetta var metið samtals á um 50 þúsund krónur á mánuði sem greitt var með hverjum lækni. Ef við læknar á heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum hefðum fengið sömu meðgjöf frá sjúkrasamlaginu hér hefði stöðin fengið 1,8 milljónir króna árið 1985. Það ár var rekstrarkostnaður stöðvarinnar á Egilsstöðum 3,4

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.