Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Síða 41

Læknablaðið - 15.03.1987, Síða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 97-109 97 Birna Þórðardóttir Hringborðsumræður Læknablaðsins II FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI INNGANGUR í framhaldi af heimsókn Læknablaðsins á Sjúkrahúsið á Akranesi var haldið norður heiðar og Akureyri heimsótt. Á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mættu til viðtals yfirlæknar, hjúkrunarforstjóri og skrifstofustjóri sjúkrahússins. Af örlæti veittu þau Læknablaðinu drjúgan tíma til að miðla upplýsingum og fróðleik. Það sem á eftir er skráð er alfarið á ábyrgð blaðamanns og ekki eignað einstökum viðmælendum nema þess sé sérstaklega getið. Viðmælendur okkar voru: Bjarni Rafnar yfirlæknir á kvensjúkdómadeild, Ólína Torfadóttir hjúkrunarforstjóri, Gauti Arnþórsson yfirlæknir á handlækningadeild, Halldór Baldursson yfirlæknir á bæklunardeild, Magnús Stefánsson sérfræðingur á barnadeild, Sigmundur Sigfússon yfirlæknir á geðdeild, Sigurður Ólason yfirlæknir á röntgendeild, Sigurður K. Pétursson yfirlæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild, Þorkell Guðbrandsson yfirlæknir á lyflækningadeild og Vignir Sveinsson skrifstofustjóri (staðgengill Halldórs Jónssonar framkvæmdastjóra). SÖGUÁGRIP Þegar Akureyri fékk kaupstaðarréttindi árið 1862 var ekkert sjúkrahús í bænum. Það breyttist er danskur stórkaupmaður Fr. Gudman gaf bænum sjúkrahús árið 1873. Sjúkrahúsið tók átta sjúklinga í rúm og var fyrsti sjúklingur vistaður í októberbyrjun árið 1873. Á Akureyri er því elsta sjúkrahús landsins sem hefur haldið uppi samfelldri þjónustu frá stofnun. Fyrsti læknir sjúkrahússins var Þorgrímur Johnsen og starfaði hann við sjúkrahúsið fram til 1896 er Guðmundur Hannesson tók við störfum. Valgarður Stefánsson segir í »Ágripi af sögu Sjúkrahússins á Akureyri« er birtist í blaðinu »Hjúkrunardeildin Systrasel«, í nóvember 1982, að með Guðmundi hafi komið hressandi andblær í sjúkrahúsið: »Hann var ekki aðeins skurðlæknir góður heldur mikill hugsjóna- og baráttumaður. En honum þótti aðstaðan heldur tilkomulítil.« Guðmundur gekkst fyrir því að nýtt sjúkrahús var byggt og teiknaði það reyndar sjálfur. Fjármagn til framkvæmda fékkst úr Landssjóði, frá Akureyrarbæ og nágrannasveitarfélögum. Nýja húsið komst í gagnið 1899 og var þá hægt að taka við fleiri sjúklingum en áður hafði verið. Guðmundur lét af störfum 1907 og varð Steingrímur Matthíasson eftirmaður hans. í hans tíð var byggt við sjúkrahúsið og varð þá rúm fyrir 40 sjúklinga. Steingrímur lét af störfum árið 1937 og tók Guðmundur Karl Pétursson við af honum. Sama ár hófust umræður um byggingu nýs sjúkrahúss á Akureyri. Málin þokuðust hægt áfram og var hornsteinninn loks lagður 18. ágúst 1946. Þann 15. desember 1953 var gamla húsið rýmt og sjúklingar fluttir í nýja sjúkrahúsið. Fé til byggingarinnar kom að miklu leyti með fjársöfnunum sem stöðugt voru í gangi. Einnig gáfu einstaklingar og félagasamtök stórgjafir til sjúkrahússins, má þar nefna Kaupfélag Eyfirðinga en að öðrum ólöstuðum er skylt að Aðalstrœti 14, öðru nafni Gudmans minde, fyrsta sjúkrahús Akureyrar tekið í notkun 1873

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.