Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1987, Page 48

Læknablaðið - 15.03.1987, Page 48
104 LÆKNABLAÐIÐ Húsnæðið er því rúmgott og fullnægjandi í alla staði. Deildin er sömuleiðis vel tækjum búin. Það sem á vantar eru fyrst og fremst fleiri stöðugildi fyrir aðstoðarlækna og hjúkrunarfræðinga. Svipað er að segja um svæfingadeildina. Hún býr við gott húsnæði en starfsmannaskortur háir deildinni nokkuð. Á gjörgæsludeild eru fimm rúm, og frá því hún tók til starfa hafa milli 300 og 400 sjúklingar verið meðhöndlaðir þar árlega. Gjörgæsludeild hefur tekið við sjúklingum frá öllum legudeildum sjúkrahússins, en flestir koma frá þremur stærstu deildunum, þ.e. handlækningadeild, lyflækningadeild og bæklunardeild. Á vegum svæfingadeildar er rekin sérstök deild »pain klínik». Þar eru sjúklingar með langvarandi verki teknir til meðhöndlunar. Síðasta ár hafa læknar svæfingadeildar einnig haft opna móttöku á göngudeild FSA. Þar eru sjúklingar skoðaðir fyrir væntanlegar aðgerðir og rannsóknir ákveðnar. Á þann hátt er hægt að fjölga sjúklingum sem teknir eru til aðgerða án innlagna á sjúkrahúsið, einnig er hægt að stytta verulega innlagningartíma fyrir aðgerð. Barnadeild: Síðla árs 1961 hóf barnalæknir störf við sjúkrahúsið. Fyrstu árin var sú starfsemi rekin á blandaðri deild á efstu hæð gömlu byggingarinnar, en 1972 var formlega stofnuð staða yfirlæknis við barnadeild. Fjórum árum síðar var barnadeildinni komið fyrir í núverandi húsnæði, sem fyrir löngu er orðið allt of lítið fyrir starfsemi deildarinnar. Það hlýtur því að verða eitt af brýnustu úrlausnarefnum stjórnar sjúkrahússins í náinni framtíð að sjá barnadeildinni fyrir fullnægjandi húsnæði. Deildin hefur nú yfir að ráða tíu rúmum. Fyrsta ársfjórðunginn vistuðust 24 börn, en undanfarin ár hefur sjúklingafjöldi verið um og yfir 700 börn á ári. Þrír barnalæknar starfa við deildina, sem veitir alhliða sérfræðiþjónustu í barnalækningum, þar á meðal gjörgæslu nýbura og er deildin eina barnadeild landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Rétt er að geta þess að frá upphafi hefur bamadeildin notið sérstakrar velvildar og umhyggju Kvenfélagsins Hlífar á Akureyri. Segja má að kvenfélagskonur hafi búið deildina hart nær öllum þeim tækjum sem hún hefur yfir að ráða. Göngudeild FSA er mjög öflug. Hún er ætluð fólki sem er heima en nýtur þjónustu sérfræðinga sjúkrahússins. Frá upphafi höfðu yfirlæknar og sjúkrasamlagslæknar móttöku í húsakynnum sjúkrahússins. í byrjun síðasta áratugar, þegar ákvörðun var tekin um að FSA þjónaði sem varasjúkrahús og tæki upp deildaskiptingu á borð við sjúkrahúsin í Reykjavík, var þessi hluti starfseminnar aukinn og þarna starfa eingöngu sérfræðingar á sama hátt og sérfræðingar starfa í læknahúsum í Reykjavík. Á göngudeildinni geta heimilislæknar vísað til allra lækna sjúkrahússins, einnig svæfingalækna, og trúlega er það einsdæmi að hægt sé að vísa á þennan hátt til sérfræðinga í svæfingum og deyfingum. Eina sérfræðimóttakan sem vantar á göngudeildina er í röntgengreiningu. HVAR KREPPIR HELST AÐ? Brýnast er að ljúka því húsnæði sem hafist hefur verið handa við undanfarin ár og framkvæma áætlanirnar frá 1971-1973. Síðan verður að skipuleggja það sem orðið hefur útundan í þeirri beinagrind sem verið er að byggja eftir. Sérstaklega voru nefndar röntgendeild, rannsóknastofur og endurhæfingardeild. Þessar deildir búa allar við ónógt húsnæði og þarfnast aukins tækjabúnaðar og mannafla. Einnig er brýnt að koma nútíma öldrunarlækningadeild á laggirnar við FSA. Hún þyrfti að vera í nánum tengslum við Iyflækningadeild til að tryggja samfellu í meðferð Tafla I. Yfirlit yfir starfsemi F.S.A. 1983-1985. 1983 1984 1985 Fjöldi sjúklinga 4.206 3.817 3.948 • Fjöldi legudaga 46.520 47.087 46.194 Meðallegutími 11.1 12.3 11.7 Meðalnýting rúma 84.4 85.2 83.8 Röntgenrannsóknir 12.668 13.311 14.979 Fjöldi aðgerða á skurðdeild 2.049 2.222 2.265 Fjöldi rannsókna 123.213 131.064 147.353

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.