Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1987, Síða 54

Læknablaðið - 15.03.1987, Síða 54
110 LÆKNABLAÐIÐ þess eðlis að hún verður að fara fram á heimaslóðum sjúklinga og í eins mikilli nálægð við heimilin og kostur er. Annað hefur gífurleg fjárútlát í för með sér fyrir viðkomandi fjölskyldur, enda er þetta ein af þeim sérgreinum sem hefur nægan sjúklingafjölda til þess að geta þróast fyrir norðan. Gauti bætti við að sérfræðingar á sjúkrahúsum í Reykjavík hafa alltaf haft samvinnu við lækna á FSA á fullum bræðra- og jafnréttisgrundvelli samt er eitthvað sem veldur því að starfsmönnum FSA finnst þeir ætíð eiga undir högg að sækja við Reykjavík, til dæmis um menntunarmálin sem áður var minnst á. En þegar menn sjá hinn einstaka mann í Reykjavík, þá kemur í ljós að þetta er úrvalsfólk bæði innan heilbrigðisstéttanna og meðal þeirra manna sem kallast ráðamenn og er úthúðað á opinberum vettvangi. Þannig er ekki ljóst hvað býr að baki »Reykjavíkurvaldinu«, en samt er það fyrir hendi. ÞJÓÐIN ER EIN Við skulum gefa Gauta Arnþórssyni niðurlagsorðin í þessu spjalli. Hann sagðist búast við því að framtíð FSA muni bæði eiga sér bjartar og dökkar hliðar. Sjúkrahjálp, eins og hún er rekin á Vesturlöndum um þessar mundir, er í mikilli hættu vegna kostnaðar og vandræða við stjórnun sem virðist verða öllum ofviða. Enginn veit hvað kemur út úr tilraunum sem verið er að reyna í Bandaríkjunum og að nokkru leyti í Svíþjóð (DRG) til þess að hafa fast verð á hverri sjúkdómsgreiningu. Takist það stjórnunarbragð má vera að það leiði til betri fjármálastjórnunar en engra framfara í sjúkrahjálp. Þegar verið er að bera FSA saman við sjúkrahúsin í Reykjavík gleymist stundum að sjúklingafjöldinn er nokkurn veginn sá sami og sjúkrahúsin i Reykjavík hafa hvert fyrir sig. FSA þjónar sem miðsjúkrahús fimmtungi til fjórðungi landsmanna. Gauti kvað það sannfæringu sína, að sérfræðileg þjónusta sem ekki þrífst á Akureyri geti naumast þrifist í Reykjavík. Eina undantekningin eru heilaskurðlækningar og hjartaskurðlækningar. En það á reyndar eftir að koma í ljós hversu vel tekst að halda uppi hjartaskurðlækningum hér á landi. Öðru á að vera hægt að sinna einnig á Akureyri. Það sem ekki er hægt á FSA geta Reykjavíkursjúkrahúsin raunar varla, vegna þess að þá er um að ræða svo sjaldgæf tilfelli að menn ná engu valdi á verkefnunum nema þeir þjóni mannfjölda sem skiptir milljónum. Það þýðir ekkert að hugsa um FSA sem deildaskipt sjúkrahús sem veiti góða þjónustu og sé viðunandi varasjúkrahús fyrir landið, nema þar séu flestar sérgreinar og öll starfsemi af svipuðum gæðum og á Reykj avíkursjúkrahúsunum. Það er afskaplega stutt til Reykjavíkur þegar eitthvað þarf að afgreiða sem má taka lengri tíma en þrjá stundarfjórðunga eða klukkustund að flytja á milli landshluta. Hins vegar er allt of langt til Reykjavíkur fyrir margan bráðan vanda. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri á að geta þjónað Reykjavík með sama hætti og Reykjavík Akureyri með alla venjulega starfsemi. Þjóðin verður að muna að þrátt fyrir allt er hún ein, bæði hvað varðar háskólamenntun og að sjálfsögðu einnig lækningar.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.