Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1987, Side 7

Læknablaðið - 15.05.1987, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 147-53 147 Sigurjón H. Ólafsson ANDLITSBEINBROT SJÚKLINGA VISTAÐRA Á ÞREMUR SJÚKRAHÚSUM í REYKJAVÍK ÁRIN 1970 TIL 1979 II. Miöandlitsbeinbrot SAMANTEKT Á árunum 1970-1979 voru 663 sjúklingar vistaðir á sjúkrahúsunum í Reykjavík til aðgerða vegna andlitsbeinbrota. Af þessum hópi voru 30% brotnir á neðri kjálka, 64% i miðandliti og 6% bæði á neðri kjálka og í miðandliti. Að þessu sinni var rannsökuð tíðni, tegundir og orsakir brota í miðandliti, svo og aldurs- og kyndreifing sjúklinga, sem innlagðir voru til aðgerða vegna miðandlitsbeinbrota á áðurnefndu tímabili. í Ijós kom, að tíðni miðandlitsbeinbrota hér á landi er há borið saman við rannsóknir á andlitsbeinbrotum í öðrum löndum Vestur-Evrópu. Er það einkar athyglisvert, þar sem andlitsbeinbrot vegna umferðar eru hér að tiltölu umtalsvert færri á þessu tímabili, en í öðrum löndum Vestur- Evrópu, en umferðarslys eru almennt talin auka líkur á miðandlitsbrotum. Að stórum hluta er skýringar á fjölda miðandlitsbeinbrota hér á landi að leita til þess hóps sjúklinga, sem kinnbeinsbrotnar af völdum slagsmála, líkamsárása og fallslysa af ýmsu tagi. Hlutfall kvenna hér er hærra en annars staðar og yngri aldurshópar eru hlutfallslega fjölmennari en í öðrum löndum. Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar og borið saman við fyrri skoðanir, þá voru um 30% andlitsbeinbrotinna sjúklinga vistaðir á sjúkrahús til aðgerða, en 70% slasaðra fékk meðferð á slysavarðstofu, göngudeildum og stofum lækna. Meirihluti (65%) þess hóps voru nefbrotnir sjúklingar. INNGANGUR Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni, orsakir, aldurs- og kyndreifingu, tegundir og meðferð brota á miðandlitsbeinum hér á landi árin 1970-1979. Um var að ræða samtals 464 Höfundur er Sigurjón H. Ólafsson, lektor við Tannlæknadeild Háskóla íslands, og starfar hann einnig sem sérfræðingur i munn- og kjálkaskurð- lækningum á Borgarspítala og Landspítala. Greinin barst 16/12/86. Samþykkt til birtingar 06/01/1987. sjúklinga, sem lagðir voru inn á sjúkrahúsin í Reykjavík á tímabilinu. í fyrri grein í þessu blaði hefur verið gerð grein fyrir þeim, sem brotnuðu á kjálka (1984; 70: 54-62). EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Efniviðurinn eru upplýsingar um 464 innlagða sjúklinga, sem meðhöndlaðir voru vegna beinbrota í miðandliti á þremur sjúkrahúsum í Reykjavík, þ.e. Borgarspítala, Landspítala og Landakotsspítala, á tíu ára tímabiliinu, 1970-1979. Þessi hópur slasaðra var 70% allra innlagðra sjúklinga sem hlotið höfðu andlitsbeinbrot á tímabilinu (tafla I). í sjúklingahópnum voru karlar í meirihluta eða 341 (73%), en konur 123 (27%). Upplýsingar voru unnar úr sjúkraskrám og skriflegum umsögnum um röntgengreiningu. Röntgenmyndir voru endurskoðaðar af greinarhöfundi, þegar vafi lék á um greiningu brota og skriflegar lýsingar i sjúkraskrám voru ósamhljóða. í flestum tilvikum bar þó saman skriflegum lýsingum í sjúkraskrám, aðgerðarlýsingum og skriflegri röntgengreiningu. Staðlað form var notað við gagnasöfnun og úrvinnsla framkvæmd í tölvu. Til þess að skráning allra þátta, þ. á m. um orsakir slysa, ástand sjúklinga, greiningu meiðsla og meðferð yrði sem nákvæmust, voru öll gögn rannsökuð af höfundi. Brot voru skráð og flokkuð eftir staðsetningu þeirra í beinum miðandlits, þ.e. kinnkjálka, kinnbeinum og nefbeinum. NIÐURSTÖÐUR Tíðni. Tafla I sýnir fjölda innlagðra sjúklinga með andlitsbeinbrot árin 1970-1979. Karlar voru 341 (73%), en konur 123 (27%). Kinnbeinsbrot voru 297, nefbrot 198 og brot á kinnkjálka 64 eða samtals 559 miðandlitsbrot hjá 464 sjúklingum (mynd 1).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.