Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1987, Side 23

Læknablaðið - 15.05.1987, Side 23
LÆKNABLAÐIÐ 161 Unnið við bókband í brotvél. (Ljósm. M.E.S.). EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Upplýsingar um það, hverjir teljast til bókagerðarmanna, eru sóttar í ritið Bókagerðarmenn frá upphafi prentlistar á íslandi (18). Aðeins örfárra kvenna er getið í bókinni og var því ekki unnt að gera sérstaka rannsókn á dánarmeinum þeirra. Þær eru því ekki með í rannsóknarhópnum. Bókinni er skipt í fjóra kafla: bókbindarar, prentarar, offsetprentarar og prentmyndasmiðir. Bókbindarar taka við prentuðum örkum, sauma, skera og límbera. Áður var bókband að miklu leyti handverk, en eftir 1970 hefur vélvæðing rutt sér til rúms í iðninni. Límin voru annars vegar náttúruefni svo sem hveitilím og hins vegar gerviefni. Gerviefnin, sem nú eru alls ráðandi í iðninni, eru ýmist vatnsleysanleg og/eða þau innihalda lífræn leysiefni. Lím, sem brædd eru við hátt hitastig (hot melt lime), eru einnig í notkun. Samkvæmt erlendum heimildum (11) var bensen notað í bókbandi fram yfir 1960. Samheitið prentarar er í bókinni notað yfir setjara og prentara. Setjarar unnu við setningu og umbrot. Setjari setur texta af handriti og annast umbrot. Þar til fyrir rúmum áratug var íefnið nær eingöngu blý. Blýbræðslupottur var í vélinni, sem setjarinn vann við. Umbrotsmenn röðuðu blýdálkunum í forma, komu fyrir myndamótum og fyrirsögnum. Með tilkomu offsetprenttækninnar hefur starfssvið setjara gjörbreyst. Nú er íefnið oftast pappír og filma. Filmuskeyting. (Ljósm. M.E.S.). Starf prentarans; hæðaprentara, offsetprentara og flexóprentara, felst í því að taka við prentforminum frá setjaranum, setja hann inn í prentvélina og stjórna prentuninni. Áður voru efni í umhverfi prentarans einkum blý, prentsverta og lífræn leysiefni, bensín og terpentína (white spirit), til hreinsunar á vélum. Með offsettækninni hefur notkun ýmissa ljósmynda- og litarefna færst mjög í vöxt. Lífræn leysiefni eru enn í notkun. Mörg þeirra innihéldu áður fyrr bensen í litlu magni (9) og svo gæti verið enn. Ýmsir úr hópi setjara og hæðaprentara hafa gerst offsetprentarar. í rannsókninni eru offsetprentarar því taldir með prentarahópnum. Prentmyndasmiðir gera myndamót einkum af magnesíum, en einnig úr sinki og kopar eða gerviefni. Þeir æta, fræsa og hefla myndamótin og nota við vinnu sína sýru eða lút. Á árinu 1986 var í sjö prentsmiðjum hér á landi mæld mengun lífrænna leysiefna í andrúmsloftssýnum, sem tekin voru með beranlegum sýnitökudælum sem festar voru á starfsmenn í prentsal. Fjöldi sýna var 59, og fjöldi starfsmanna var 38. í töflu I er sýnt, hvaða leysiefni fundust, í hvaða magni þau mældust að meðaltali og í hvað langan tíma mæling fór fram, þegar hægt var að finna viðkomandi leysiefni í andrúmslofti starfsmanna. Auðvitað gefur þetta aðeins ófullkomna mynd af þeirri mengun lífrænna leysiefna, sem prentarar hafa orðið fyrir á síðustu tímum. Rannsóknaraðferðin, sem notuð er, kallast

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.