Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1987, Qupperneq 25

Læknablaðið - 15.05.1987, Qupperneq 25
LÆKNABLAÐIÐ 163 rannsóknarhópnum var reiknað út, hve búast mátti við, að margir bókagerðarmenn dæju úr tilteknum sjúkdómum á tímabilinu 1951-1985. Þannig fæst samanburður þessa tiltekna hóps við heildina. Hlutfall fundins fjölda dáinna í rannsóknarhópnum og væntanlegs fjölda dáinna er svokallað staðlað dánarhlutfall, SMR (standardized mortality ratio). Þar sem dánarhlutfallið er > 1 er dánartíðni hærri í rannsóknarhópnum, en ef það er < 1 er dánartíðni lægri í rannsóknarhópnum en vænta mátti. Athugað var, hvort staðlað dánarhlutfall væri tölfræðilega marktækt. Við útreikning 95% öryggismarka (confidence limits), var tekið tillit til þess, að fáir hafa dáið og að dauðsföllin voru strjál á löngum tíma (Poissondreifing) (20, 21). Ef staðlað dánarhlutfall er hærra en 1,00 verða neðri öryggismörkin líka að vera yfir 1,00 til þess að það sé tölfræðilega marktækt. Ef staðlað dánarhlutfall er lægra en 1,00 verða efri mörkin að vera undir 1,00 til þess að það sé tölfræðilega marktækt. Hópurinn var síðan takmarkaður við þá, sem fæddir eru 1905 og síðar. í þessum hópi var 731 maður. Við sundurgreiningu á efniviðnum er notaður huliðstími (latent period). Það merkir, að athuguð eru afdrif þeirra, sem verið hafa með í rannsókninni ákveðinn árafjölda. Þeir, sem höfðu verið lengur en 20 ár og lengur en 30 ár í rannsóknarhópnum voru athugaðir sérstaklega. Loks var hópnum skipt eftir verkefnum eins og áður sagði. Sömu rannsóknaraðferðum hefur verið beitt á íslandi við rannsókn á dánarmeinum og nýgengi krabbameina hjá vélstjórum og mótorvélstjórum og við rannsókn á dánarmeinum múrara og málara (22-24). NIÐURSTÖÐUR í töflu II sést hve margir dóu og hve búast mátti við að margir dæju úr öllum dánarmeinum og innan einstaka dánarmeinaflokka. Auk þess sést staðlað dánarhlutfall (SMR) og 95% öryggismörk. Niðurstöðurnar eiga við allan hópinn, 769 bókagerðarmenn, á árabilinu 1951-1985. Alls höfðu 113 dáið, en vænta mátti 124 dáinna. Dánarhlutfallið er 0,91, sem er

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.