Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1987, Síða 32

Læknablaðið - 15.05.1987, Síða 32
168 1987; 73: 168-78 LÆKNABLAÐIÐ HRINGBORÐSUMRÆÐUR LÆKNABLAÐSINS III HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA Á AUSTURLANDI INNGANGUR Ábyrgðarmaður Læknablaðsins og ritstjóri Fréttabréfs lækna sóttu Austfirðinga heim 2. október 1986. Þann dag var aðalfundur Læknafélags Austurlands haldinn í Neskaupstað. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var á dagskrá fundarins umræða um skipan heilbrigðismála í fjórðungnum og framtíðarhorfur eins og þær blasa við læknum í dag. Þátt í umræðunum tóku læknarnir Gunnsteinn Stefánsson, Stefán Þórarinsson og Þórður G. Ólafsson frá Egilsstöðum, Atli Árnason og Guðmundur I. Sverrisson frá Seyðisfirði, Auðbergur Jónsson frá Eskifirði, Eggert Brekkan og Magnús Ásmundsson frá Neskaupstað og Óskar Reykdalsson frá Fáskrúðsfirði. Auk þeirra tóku þátt í umræðunum Guðrún Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri, Kristinn ívarsson framkvæmdastjóri og Stefán Þorleifsson fyrrum framkvæmdastjóri öll frá Fjórðungssjúkrahúsinu i Neskaupstað. Ekki er alltof greiðfært fyrir lækna fjórðungsins að koma saman til að skiptast á skoðunum og bera saman bækur sínar, þetta tækifæri var því vel þegið og flytur Læknablaðið Læknafélagi Austurlands bestu þakkir fyrir að hafa mátt koma á þennan hátt inn á aðalfund félagsins. Umræðan var tekin upp á segulband og birtist hér nokkurn veginn orðrétt, en Birna Þórðardóttir annaðist niðurröðun og frágang efnis. Það er nokkuð lýsandi fyrir ólík viðmið, sem gilda utan og innan höfuðborgarsvæðisins, að þennan sama dag, 2. október, hafði orðið vart örlítillar úrkomu sem jaðraði við snjókomu í Reykjavík. í fréttum hljóðvarps voru ökumenn margbeðnir að gæta varúðar og umferðaröngþveiti skapaðist á leiðinni úr Breiðholti, þótt enginn sæist snjórinn. Þegar kom austur á land var ekki flugfært á Neskaupstað, en Egilsstaðalæknar biðu með bíl á flugvelli og var haldið sem leið liggur yfir Fagradal í fjúki og glerhálku, keyrt um Reyðarfjörð og Eskifjörð, í gegnum Oddskarð í sömu flughálku og niður á Neskaupstað. • Blaðamaður sá í anda þann allsherjar glundroða, sem þvílík færð ylli á götum Reykjavíkur og gæfi trúlega tilefni til fjölmargra umræðuþátta, nefndakosninga og ítarlegrar úttektar á nauðsyn endurskipulagningar veðurfars á höfuðborgarsvæðinu. Hvað um það heilu og höldnu komumst við yfir fjöllin sjö og umræðan hófst með því að varpað var fram þeirri spurningu, hvaða grundvöllur væri fyrir sjúkrahús í Neskaupstað. Eggert Brekkan: Ég hygg að aðalvandi sjúkrahúsa úti á landi sé að raunverulega hefur ekki verið ákveðið við hvað viðkomandi sjúkrahús skuli fást. Það er ljóst að tæknilegur útbúnaður sjúkrahúsa tekur svo örum breytingum og kostnaðarsömum að það geta ekki nema ein eða tvær stofnanir á íslandi ráðið við búnað, sem fullkomið sjúkrahús þarf til þess að geta starfað samkvæmt því sem nú er krafist. Þar á móti held ég að sjúkrahús sem eru staðsett eins og hér í Neskaupstað eigi sér tilverurétt, að minnsta kosti um fyrirsjáanlega framtíð, af öryggisástæðum. Það sem við þurfum er nægilega góður útbúnaður til þess að geta unnið þau verk sem við þurfum að vinna á jafn öruggan hátt og gert er á stærri stöðum. Á meðan handlækningar eru framkvæmdar á minni sjúkrahúsum verður að gera þær kröfur að þær séu gerðar af jafn mikilli kunnáttu og með jafn góðum tækjum og á stórum stöðum. Á hinn bóginn hlýtur það að takmarkast af fjármunum, upptökusvæði og fleiri staðbundnum þáttum, hve víðtæku sviði handlækninga er hægt að sinna á svona stað. Magnús Ásmundsson: Ég álít lágmark að hafa eitt vel búið sjúkrahús í hverjum landsfjórðungi og þess vegna á sjúkrahúsið í Neskaupstað fullkominn rétt á sér. Þar verður að vera hægt að annast öll algengustu sjúkdómstilfelli. Við þurfum ekki að hafa þann metnað að geta annast allt, enda er slíkt útilokað, en ég tel að við getum

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.