Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1987, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.05.1987, Qupperneq 40
174 LÆKNABLAÐIÐ meinatækni. Sjúkraþjálfari og meinatæknir gætu sinnt bæði Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Læknar endast illa á Fáskrúðsfirði vegna vinnuálags og hafa yfirleitt ekki verið hér nema eitt ár. í héraðinu eru 1400 íbúar sem einn maður sinnir, allan sólarhringinn árið um kring. Það er afskaplega erfitt að þurfa til dæmis að fara í vitjun sem tekur 6-8 tíma, að afloknum 14-16 tíma vinnudegi og eins að mega sífellt búast við útkalli. Það gefst aldrei frí í raun og veru. Þetta er örugglega ástæðan fyrir því hve læknar endast illa á Fáskúðsfirði. Enda er full ástæða til þess að hafa tvo lækna í 1400 manna héraði. Þórður G. Ólafsson: Á heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum hefur gengið fremur vel að fá starfsfólk. Þar eru þrír læknar, tvær stöður hafa verið mannaðar lengi og nú er fastur læknir í þriðju stöðunni. Einn hjúkrunarfræðingur hefur starfað i mörg ár, og fyrir rúmu ári bættist hjúkrunarforstjóri í hópinn. Þá hafa meinatæknir og ljósmóðir starfað í mörg ár. Einna helst hefur vantað sérþjálfaðan ritara. Við erum með tölvuskráningu og ritarastarfið er nokkuð erilsamt. Sjúkraþjálfara hefur okkur vantað og gengið illa að fá. Núna erum við með hollenska sjúkraþjálfara í sex mánuði, en það er greinilega mikil þörf fyrir sjúkraþjálfara á staðnum, bæði fyrir heilsugæsluna og sjúkrahúsið. Á sjúkrahúsi Egilsstaða hefur vantað sjúkraliða og ekki er fullmannað í stöður hjúkrunarfræðinga. Stefán Þórarinsson: Við erum að byrja að fá hjúkrunarfræðinga til starfa í heilsugæslunni og reynslan er sú, að það er mjög mikill munur á hjúkrunarfræðingum og hvernig þeim tekst að starfa sjálfstætt við heilsuvernd og heilsugæsluhjúkrun. Ég held að óvíða sé jafn mikil þörf og þar fyrir góða menntun og þá á ég við háskólamenntun, sem er miðuð við heilsugæslu. En það verður ekki nógsamlega undirstrikað, að hjúkrun inni á sjúkrahúsum er gjörólík því að fara að vinna meira eða minna sjálfstætt við heilsuvernd og heilbrigðisfræðslu, eins og heilsugæsluhjúkrunarfræðingar verða að gera. Kristinn ívarsson: Staðreyndin er sú að á smærri stöðum er fátt faglært fólk, og það fólk sem okkur vantar er í reynd ekki á staðnum. Flestir velta laununum fyrir sér og ég held að þegar launamálin hafa verið lagfærð gangi betur að fá fólk til starfa og þá verður um leið minna álag á þeim sem fyrir eru, sem enn auðveldar að fá starfsfólk. Atli Árnason: Það virðist sæmilega gott hljóð í mönnum varðandi starfsmannahald, allavega þeim sem eru með sjúkrahús á bak við sig eins og á Egilsstöðum, Norðfirði og Seyðisfirði, en þar höfum við aldrei verið betur sett en núna bæði hvað varðar hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk. Sú þróun gæti hugsanlega snúist við, ef fyrirhugaðar breytingar á rekstrargrunni sjúkrastofnana leiða til þrengri fjárhagsstöðu eins og maður óttast. Það er alveg ljóst að starfsfólk kemur hingað vegna þess að hingað til hefur verið hægt að bjóða betri kjör úti á landsbyggðinni. Guðmundur I. Sverrisson: Það starfsfólk sem vantar einna mest á heilsugæslustöðvum úti á landi eru sjúkraþjálfarar. Við verðum mikið varir við atvinnusjúkdóma, vöðvabólgur og ýmis konar óþægindi í vöðva- og stoðkerfi hjá starfsfólki í fiskiðnaði og fleiri greinum. Þetta er mjög algengt, en lítið mál að lagfæra og fellur inn á verksvið og þekkingarsvið sjúkraþjálfara. Heilsugœzlustöðin Fáskrúðsfirði.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.