Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1987, Side 51

Læknablaðið - 15.05.1987, Side 51
LÆKNABLAÐIÐ 183 Á neðstu hæð gamla sjúkrahússins eru skrifstofur sjúkrahússins, borðstofa starfsfólks og setustofa þess svo og eldhús. Stefán sagði að meiningin væri að umbylta öllu hér enda á því brýn nauðsyn. BREIÐABLIK í viðbyggingu við sjúkrahúsið er Breiðablik, leiguíbúðir fyrir aldraða. Guðrún gat þess að eiginlega ættu þær fremur að heita Stefánsbúð, til heiðurs Stefáni Þorleifssyni sem öðrum fremur bæri að þakka þetta framtak. í Breiðabliki eru tólf íbúðir, hjóna- og einstaklingsíbúðir. Innangengt er frá sjúkrahúsinu í íbúðirnar í gegnum botnlanga og skapar það mikið öryggi og þægindi fyrir íbúana. íbúar Breiðabliks eru sjálfbjarga og hafa alla venjulega heimilisaðstöðu í íbúðum sínum, en þeir geta einnig fengið þvott þveginn í þvottahúsi sjúkrahússins og eins geta þeir fengið keypta eina máltíð á dag frá sjúkrahúsinu. Setustofa er björt og rúmgóð. Þar er flygill sem meðal annars hefur verið notaður til tónleikahalds þegar gesti ber að garði. Þegar slík tækifæri bjóðast er sjúklingum sjúkrahússins boðið yfir í Breiðablik. Föndurstofa er einnig í Breiðabliki björt og skemmtileg. Þar er saumað og prjónað, ofið og málað þannig að einhvers sé getið. Aldrað fólk úr bænum getur einnig komið þangað og tekið þátt í starfinu sem þar fer fram. SJÚKRAHÚS VERÐUR AÐ VERA í NESKAUPSTAÐ Guðrún sagði skipta meginmáli að Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað væri það vel búið mannskap og tækjum að hægt væri að sinna öllum algengum sjúkdóms- og slysatilfellum. Flugsamgöngur eru engan veginn öruggar að vetrinum til. Vissulega hefur vegasamband batnað eftir að göngin komu í Oddskarð og hægt er að nota snjóbíl ef um allt þrýtur, en þó geta komið dagar sem allt er ófært. Þess vegna verður að vera örugg læknisþjónusta í Neskaupstað. | vj |D 1 ' W " HJ " Hm i Sigríður Elíasdóttir, Guðrún Stefánsdóttir og Guðríður Traustadðttir við vinnu í þvottahúsi.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.