Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 255 11. grein Þeir læknar, sem í nokkru verulegu brjóta reglur þessar, fara á mis við þau hlunnindi, sem talin er í 7. og 8. gr. Þessar siðareglur giltu að sjálfsögðu aðeins fyrir þá lækna sem voru í Læknafélagi Reykjavíkur. Hins vegar er ljóst, að meiri hluti íslenzkra lækna samþykkti þær með undirskrift sinni og við stofnun Læknafélags íslands í janúar 1918 var þessi Codex jafnframt samþykktur sem siðareglur L.í. Lög L.í. og Codex voru síðan endurskoðuð 1924 og voru siðareglurnar svohljóðandi: Codex ethicus fyrir íslenska lækna 1. grein Það er tilgangur með reglum þessum, að efla gott samkomulag og bróðurlega samvinnu meðal lækna. Reglur þessar, sem eru samþykktar af meiri hluta lækna landsins gilda fyrir alla þá lækna sem starfa hér á landi. 2. grein í viðurvist sjúklings eða annara en læknis, skal enginn læknir fara niðrandi orðum um stéttarbræður sína, jafnvel þótt ástæða kynni að vera til slíks. 3. grein Enginn læknir má bjóðast til þess, að taka að sér nein læknisstörf fyrir minna endurgjald en aðrir tala, er gegna þeim störfum. 4. grein Enginn læknir má nota óþarfa auglýsingar, blaðagreinar eða aðrar ósæmilegar aðferðir, í því skyni að teygja sjúklinga til sín frá öðrum læknum. Þakkarávörp og aðrar gyllingar skulu þeir forðast eftir megni. Ekki skulu þeir heldur gefa í skyn, að þeir þekki betri lyf eða læknisaðferðir, sem öðrum læknum séu ekki kunnar. Læknar skulu alls engan þátt taka í áskorunum frá almenningi viðvíkjandi veitingum embætta, eða því að nýr læknir setjist að í héraðinu. 5. grein Sé læknir sóttur til sjúklings og komist að því, að hann sé undir hendi annars læknis, eða hafi heimilislækni, þá skal hann aðeins gera það, sem hin bráðasta nauðsyn krefur og engan dóm leggja á læknismeðferð þá, sem hinn hefir notað. Hann skal ekki vitja þess sjúklings oftar, nema honum sé kunnugt um, að fyrra lækninum hafi verið tilkynnt, að sjúklingur óski að breyta um lækni, eða læknirinn hafi sagt skilið við sjúkling. 6. grein Ef sjúklingur, læknir hans, eða þeir sem að sjúklingi standa, óska að annar læknir sé sóttur til samráða með þeim lækni, sem hefir sjúkling undir hendi, þá skulu læknarnir, að lokinni rannsókn, bera ráð sín saman í einrúmi. Sá læknir, sem hefir haft sjúkling undir hendi, fyrirskipar síðan það, sem læknunum hefir komið saman um. Geti þeir ekki orðið á eitt sáttir, skulu þeir, hvor um sig, í viðurvist hins, setja skoðanir sínar fram fyrir sjúklinginn, eða þá sem að honum standa, og kjósa þeir þá um, hvor læknirinn skuli halda lækningunni áfram. Ef sá læknir, sem hefir stundað sjúklinginn, kemur ekki til viðtals við hinn aðfengna, skal hann ráðleggja það, eða breyta svo til um meðferð sjúklingsins, sem honum virðist bera brýna nauðsyn til, en vitja sjúklings ekki oftar, nema eftir samkomulagi við hinn, sem fyrst stundaði hann. Lækni þeim, er sóttur er, ber borgun fyrir starf sitt. 7. grein Ef læknir getur ekki gegnt störfum sínum vegna ferðalags, sem hann fær ekki sérstaka borgun fyrir, eða sjúkleika, skulu nágrannalæknarnir, ef kringumstæður leyfa, gegna störfum hans, honum að kostnaðarlausu í einn mánuð, eða, ef um sjúkleik er að ræða í tvo mánuði, nema læknir auglýsi sjálfur, að hann hafi fengið ákveðinn lækni til þess. Fyrir þessi störf sín mega læknar ekki krefja þá sjúklinga um borgun, sem hafa samið við lækni um læknishjálp, eða hann er húslæknir fyrir, nema þeir eigi heima lengra frá heimili læknisins en eina mílu, eða ef um meiri háttar operation er að ræða, en þiggja mega þeir endurgjald ef þeim er boðið. Sé læknir sóttur til sjúklings, vegna þess að hinn fasti læknir sjúklingsins sé ekki viðlátinn í svip, þá ber honum borgun fyrir þá læknishjálp. 8. grein Allir læknar, konur þeirra, ekkjur og ófullveðja börn skulu hafa rétt til þess, að njóta ókeypis læknishjálpar hjá hverjum þeim lækni sem þeir óska. Þó skal ekki krefjast ókeypis læknisþjónustu, ef læknir er sóttur um langan veg, og heimilt er lækni að þiggja eitthvert endurgjald, ef sá sem hjálpar nýtur, krefst þess, einkum ef fátækur læknir á í hlut gagnvart efnuðum. Ákvæði þessi taka þó ekki til tannlækninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.