Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 10
256 LÆKNABLAÐIÐ 9. grein Heimilt er embættislausum læknum að setjast að hvar sem vera skal. Hafi læknir gegnt aðstoðarlæknisstörfum fyrir annan, verið staðgöngumaður hans (amanuensis) eða settur í héraðið áður en það var veitt, þá skal hann ekki setjast þar að sem læknir, fyr en að minnsta kosti eitt ár er liðið frá því hann dvaldi þar. Forðast skal hann og að rýra á nokkurn hátt álit læknis þess, er hann starfaði fyrir. Skylt er lækni, sem ætlar að setjast að í héraði annars læknis eða lækna, að skýra þeim frá fyrirætlunum sínum, og tala við þá svo fljótt sem því verður við komið. Heimilt er læknum þeim, sem fyrir eru, að skjóta málinu til gerðardóms, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, sem orka tvímælis um það, að búseta nýja læknisins sé í samræmi við drengilega framkomu milli lækna. 10. grein Ágreiningi um læknamál milli lækna, sem eigi verður jafnaður á annan hátt, skal skjóta til gerðardóms. í gerðardómi sitja 5 menn. Einn kýs læknadeild Háskólans, annan Læknafélag Reykjavíkur. Þessir menn eru kosnir til tveggja ára. Landlæknir er hinn þriðji. Hann er formaður dómsins. Þá kýs hver málspartur einn lækni úr flokki þeirra, er hafa undirskrifað reglur þessar. Læknafélag Reykjavíkur og læknadeild háskólans kjósa tvo varamenn í gerðadóm til tveggja ára. Þeir taka sæti í dómnum, ef dómara er rutt eða hann er forfallaður. Allar kærur og erindi gerðardóms sendist formanni. Fari annarhvor málspartur fram á það, hefir hann rétt til að ryðja einum hinna föstu dómenda úr dómnum. Tekur þá varamaður sæti i hans stað, er dómurinn kveður til þess. Gerðardómur hefir rétt til þess að stefna báðum málspörtum fyrir sig. Þeir geta krafist þess að það sé gert. Ferðir sinar kosta þeir sjálfir, svo og þeirra dómenda, sem þeir hafa kosið, ef þeir búa utan Reykjavíkur. Gerðardómur hefir rétt til að vísa þeim málum frá sér, sem hann telur að leggja skuli fyrir dómstóla. Hann skal hafa lagt dóm á hvert mál, er hann tekur til meðferðar, innan misseris frá því málspartar höfðu kosið dómendur. Nú kýs annar málspartur engan í dóm, og skulu þá hinir dómendur tilnefna dómara fyrir hans hönd. Allir, sem ritað hafa undir reglur þessar skulu skyldir að hlíta úrskurði gerðardóms. 11. grein Þeir læknar, sem í nokkru verulegu brjóta reglur þessar, fara á mis við þau hlunnindi, sem talin er í 7. og 8. gr. Endurskoðun Codex hófst 1938 og Iauk 1944 og voru þá settar eftirfarandi siðareglur: CODEX ETHICUS L.í Reglur þessar eru settar af L.í og samþykktar á aðalfundi þess. Gilda þær fyrir alla meðlimi félagsins. 1. grein Læknum er ósæmilegt allt niðrandi tal um lækningar stéttarbræðra sinna, nema við lækna eina, en einkum þó í viðurvist sjúklinga og vandamanna þeirra. Ef ástæður þykja til aðfinnslu út af lækningum stéttarbróður (t.d. misnotkun deyfilyfja og annað lækningastarf líklegt til að vinna mein, brot gegn ákvæðum 2. greinar o.s.frv.) ber að snúa sér til stjórnar L.í. 2. grein Enginn læknir má viðhafa gyllingar á sér eða sinni lækningastarfsemi í auglýsingum, blaðagreinum, ritgerðum, fyrirlestrum, útvarpserindum, viðtölum, vottorðum né öðru í því skyni að sýna yfirburði sína yfir aðra lækna. Viðtöl, fyrirlestrar, útvarpserindi og ritgerðir í blöðum eða tímaritum um læknisfræðileg efni skulu orðuð þannig, að þau beri engan blæ af persónulegu skrumi. Þakkarávörp og því um líkt skulu læknar forðast eftir megni. Ekki mega þeir gefa loforð um undralækningar né gefa í skyn að þeir þekki lyf eða læknisaðgerðir, sem öðrum læknum séu ekki kunnar. Ekki mega þeir heldur nota ónauðsynlegar og dýrar lækningaaðferðir, sem ætla mætti að væru fremur gerðar lækninum til hagsmuna en sjúklingum hans. 3. grein Læknar skulu engan þátt taka í áskorunum frá almenningi viðvíkjandi veitingu embætta eða því, að læknar setjist að í ákveðnum stað, hvort þeir sjálfir eiga hlut að máli eða aðrir. Nú verður læknir þess var, að slíkar áskoranir séu í undirbúningi, og skal hann þá, sé um hann sjálfan að ræða, beita áhrifum sínum til þess, að slíkt verði látið niður falla. 4. grein Ef læknir er sóttur til sjúklings sem er undir hendi annars læknis, eða hefir ákveðinn heimilislækni, þá skal hann aðeins gera það, sem brýn nauðsyn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.