Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 20
266 LÆKNABLAÐIÐ lækni eða þann, sem hefur stundað hann, annað hvort alls ekki eða þá aðeins eftir óhóflega langan tíma (dæmi: sjúklingur leitar vaktlæknis). Þegar þannig stendur á, gerir læknir aðeins þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru eins og á stendur, og gerir lækni sjúklingsins sem fyrst grein fyrir þeim. c) Sjúklingur óskar eftir að fá tafarlaust að skipta um lækni. d) Læknar eru í samvinnu um sjúklingahóp eða íbúa á vissu landsvæði. 2. Nú skoða fleiri læknar sjúkling saman og svo ber til, að þeir eru ekki sammála eða vilja bera saman bækur sínar. Geri þeir það í viðurvist sjúklinga eða aðstandenda, skulu læknarnir haga orðum sínum svo, að þeir skapi ekki óvissu eða ótta hjá þeim, sem á hlýða. 3. Lækni er skylt að forðast af fremsta megni að hafast nokkuð að, er veikt gæti trúnað- arsamband hans við sjúklinga. Honum er óheimilt að ljóstra upp einkamálum, sem sjúklingar hafa skýrt honum frá eða hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu, nema með samþykki sjúklingsins, eftir úrskurði eða samkvæmt lagaboði. Einnig ber honum að áminna samstarfs- fólk um að gæta fyllstu þagmælsku um allt, er varðar sjúklinga hans. 4. Lækni ber að halda til haga gögnum, sem skipt geta máli í samskiptum við sjúklinga eða aðra aðila síðar. Um afhendingu slíkra gagna fer eftir reglum greina 1.9 og 11.3 í Codex þessum. 5. Það er meginregla, að læknir skýri sjúk- lingi frá sjúkdómi hans, ástandi og horfum. Að svo miklu leyti, sem þagnarskylda læknis leyfir, má hann gefa aðstandendum sjúklings þær upplýsingar um sjúkdóm hans og batahorfur, sem læknir telur nauðsynleg- ar eða þjóni einhverjum jákvæðum tilgangi fyrir sjúklinginn. Læknir skal, eftir því sem tök eru á, útskýra fyrir sjúklingi eðli og tilgang rannsókna og aðgerða, sem hann gerir eða ráðleggur sjúklingnum. Þess skal ávallt gætt og ef með þarf, skal sjúklingi gert það Ijóst, að læknir ráðleggur, en skipar ekki. III. Ákvæði um samskipti lækna 1. Lækni er skylt að auðsýna stéttarbróður drengskap og háttvísi jafnt í viðtali sem umtali, ráðum sem gerðum. Honum ber að forðast að kasta rýrð á þekkingu eða störf stéttarbróður. Lækni er ósæmandi að vera í vitorði um, eiga þátt í eða stuðla að ráðstöfunum, sem leitt geta til skerðingar á atvinnuöryggi annars læknis, nema slíkar ráðstafanir séu að hans dómi nauðsynlegar vegna hags- muna eða öryggis sjúklinga eða almenn- ings. Telji hann, að svo sé, og þá fyrst og fremst, að ástæða sé til íhlutunar vegna misferlis eða vanhæfni stéttarbróður i starfi, skal hann snúa sér til landlæknis og siðanefndar Læknafélags íslands. 2. Sérmenntaður læknir skal að lokinni rann- sókn eða meðferð láta heimilislækni og tilvísandi lækni í té skýrslu um rannsóknir sínar og/eða meðferð. Nú álítur hann, að sjúklingurinn þarfnist athugunar eða með- ferðar annars sérmenntaðs læknis, og skal hann þá skýra lækni sjúklingsins frá því. Sérmenntuðum lækni, sem stundar aðsend- an sjúkling á sjúkrahúsi, ber að sjá svo um, að heimilislækni séu sendar skýrslur um rannsókn sjúklingsins, sjúkdómsgreiningu og meðferð. Einnig leiðbeiningar/tillögur um framhaldsmeðferð, ef hennar er þörf. Skýrslur þær, sem um getur í 1. og 2. málsgrein hér að ofan, skulu sendar heimilis- lækni og tilvísandi lækni eins fljótt og unnt er, eftir að rannsókn og meðferð hjá sér- fræðingi lauk eða sjúklingur fór af sjúkra- húsi. Gildir það jafnt, þó að sjúklingur sé í framhaldsmeðferð eða eftirliti á göngudeild sjúkrahússins. Tilkynna skal heimilislækni eða öðrum viðkomandi lækni, þegar sjúk- lingur er vistaður á sjúkrahúsi eða annarri heilbrigðisstofnun. Læknir, sem sinnt hefur sjúklingum annars læknis vegna forfalla eða fjarvista, skal aftur vísa þeim til síns læknis að staðgöngu- tíma liðnum. 3. Allir læknar, makar þeirra, ekkjur, ekklar og ófullveðja börn eiga rétt á ókeypis læknishjálp af hendi þess læknis, sem hinn sjúki kýs sér. 4. Lækni er ósæmandi samyinna um læknis- verk nema við lækna og aðra þá, sem hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.