Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 16
262 LÆKNABLAÐIÐ ÚR LÖGUM LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS Samband svæðafélaga lækna, svo og félög íslenzkra lækna, sem af eðlilegum ástæðum eru ekki i svæðafélögum, heitir Læknafélag Islands. Tilgangur félagsins er: 1. Að efla hag og sóma hinnar íslenzku læknastéttar og auka kynni og stéttarþroska félagsmanna. 2. Að stuðla að aukinni menntun lækna og glæða áhuga þerra á því, er að starfi þeirra lýtur. 3. Að efla samvinnu lækna um allt, sem horfir til framfara í heilbrigðismálum á íslandi. CODEX ETHICUS Félagið hefur sérstakar Siðareglur, Codex Ethicus, sem samdar eru með hliðsjón af siðareglum Alþjóðafélags lækna. í lögum Læknafélags íslands segir, að stjórn þess og stjórnir aðildarfélaganna skuli hafa eftirlit með því, að félagsmenn þeirra hlýði Codex Ethicus, lögum og samþykktum Læknafélags íslands. Verði stjórn aðildarfélags vör við stórfelldar misfellur í þessum efnum, tilkynnir hún það stjórn L. í. eða siðanefnd. Stjórn L. í. skal vara félagsmenn sína og viðkomandi atvinnurekendur við stöðum eða embættum, sem hún telur varhugaverð eða óaðgengileg fyrir lækna. - Enginn félagsmaður má sækja um stöður eða embætti, sem varað hefur verið við. - Enginn félagsmaður má sækja um eða taka við stöðu eða embætti, nema þau hafi verið auglýst til umsóknar með minnst fjögurra vikna fyrirvara. Ef L. í. eða aðildarfélag á í deilu við sjúkrasamlag, Tryggingastofnun ríkisins, bæjarfélag, ríki eða aðra hliðstæða aðila, getur enginn félagi leyst sig undan þeim skyldum, sem deilan leggur félagsmönnum L. í. á herðar, með því að segja sig úr félaginu. SIÐANEFND Innan Læknafélags íslands starfar siðanefnd. Hlutverk hennar er að hafa eftirlit með og stuðla að því, að siðareglur, lög og samþykktir félagsins séu hafðar í heiðri, að vera læknum til ráðuneytis um málefni, er varða samskipti lækna innbyrðis um siðareglur lækna, að kynna læknum og læknanemum siðareglur, lög og samþykktir félagsins, að fjalla um meint brot á siðareglum, lögum og samþykktum félagsins. Siðanefnd tekur til umsagnar eða úrskurðar, eftir því sem við á, erindi og umkvartanir frá sjúklingum og aðstandendum þeirra, læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki, stjórnum L. í. svæðafélaga, sérgreinafélaga og heilbrigðisstofnana, eða siðanefndum þeirra, ef til eru, og heilbrigðisyfirvöldum. Nefndin fjallar einnig um fullyrðingar, sem fram kunna að koma í fjölmiðlum, um meint misferli einstakra lækna og hópa lækna. Rísi ágreiningur um verksvið nefndarinnar, skal málinu skotið til stjórnar L. í. í siðanefnd sitja tveir læknar, sem kosnir eru á aðalfundi L. í. til tveggja ára í senn. Yfirborgardómarinn í Reykjavík tilnefnir þriðja mann í nefndina til jafnlangs tíma. Hann skal vera löglærður og uppfylla skilyrði til að mega starfa sem dómari. Varamenn skulu vera jafnmargir, kjörnir á sama hátt og til jafnlangs tíma. Hvorki aðalmenn né varamenn mega eiga sæti í stjórn L. í. Siðanefnd skal fjalla um hvert það mál, sem henni berst og afgreiða það með eins skjótum hætti og kostur er hverju sinni. Nefndin heldur gerðabók um ákvarðanir sínar og þær gerðir sem hún telur nauðsynlegar. Nefndin skal senda stjórn L. í. skýrslu um störf sín einu sinni á ári, og formaður siðanefndar skal skýra stjórninni frá stöðu mála endranær, óski stjórnin eftir því. Telji siðanefndin, að tiltekin málefni séu ekki innan starfssviðs hennar, sendir nefndin málið til stjórnar L. í. Nú bregst félagsmaður þeim skyldum, sem honum ber að inna af hendi, eða brýtur lög félagsins eða Codex Ethicus, og skal siðanefnd þá veita honum áminningu, hafi málinu verið til hennar vísað. Sé um ítrekað brot að ræða, má gera honum að greiða sekt, og rennur sektarféð til Ekknasjóðs. Sama máli gegnir, ef félagsmaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.