Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 14
260 LÆKNABLAÐIÐ 18. grein Lækni er ósæmandi að framkvæma skoðun eða aðgerð á sjúklingi eða þungaðri konu í samvinnu við aðra en lækna eða þá, sem heimilað er að vinna slík verk. Lækni er óheimilt að leyfa nokkrum, sem hefur ekki tilskilda kunnáttu, að framkvæma eiginleg læknisverk í sinn stað (sbr. þó 4.gr. laga nr. 47/1932). Ekki má hann heldur liðsinna neinum í því að villa heimildir á lækningakunnáttu sinni. 19. grein Lækni er ósæmandi að vekja á sér ótilhlýðilega athygli eða gefa í skyn yfirburði sína yfir aðra lækna með þvi að hampa eða láta hampa menntun sinni, þekkingu, hæfni, afrekum eða vinsældum, hvort heldur í auglýsingum, viðtölum, blaðagreinum, ritgerðum, fyrirlestrum, útvarpserindum, sjónvarpi eða á annan hátt. 20. grein Lækni hlýðir ekki að eiga hlut að áskorunum frá almenningi varðandi veitingu læknisembættis eða til að hafa áhrif á ákvörðun læknis um að setjast að á tilteknum stað, hvort sem um er að ræða sjálfan hann eða annan. Nú verður læknir þess var, að slík áskorun er á döfinni, og skal hann þá, ef um hann sjálfan er að ræða, beita sér fyrir, að slíkt verði látið niður falla. 21. grein Heimilt er embættislausum lækni að setjast að, hvar sem hann kýs, nema öðru vísi verði ákveðið í lögum félagsins. Hafi læknir gegnt aðstoðarlæknisstörfum fyrir annan, verið staðgöngumaður hans eða settur í héraði, áður en það var veitt, skal hann ekki setjast þar að sem læknir fyrr en eftir tvöfalt lengri tíma en hann starfaði í héraðinu, nema með samþykki læknis eða lækna, sem þar eru fyrir. Aldrei skal þó þessi biðtími vera lengri en 2 ár og getur stjóm L.í. stytt biðtímann, eða jafnvel veitt undanþágu frá honum með öllu, ef hún er á einu máli um það. Skylt er lækni, sem hyggst setjast að í héraði, þar sem annar læknir eða læknar eru fyrir, að skýra þeim frá fyrirætlun sinni svo fljótt sem því verður við komið. Orki tvímælis, að búseta þessa aðkomandi læknis sé í samræmi við reglur um drengilega framkomu, er læknum þeim, sem fyrir eru, heimilt að skjóta málinu til stjórnar L.í. eða til gerðardóms. 22. grein Lækni, sem ræður sig til læknisstarfa, ber að gæta þess, að ráðning hans sé samkvæmt samningi eða samþykktum, sem L.í. viðurkennir. 23. grein Læknir má ekki gefa kost á sér til stöðu, ef stjórn L.í. hefur ráðið félagsmönnum frá að sækja um hana. 24. grein Læknum ber að kynna sér og virða lög, reglur og samninga, sem læknastéttin hefur viðurkennt. 25. grein Lækni hlýðir ekki að fást við fésýslu, sem kynni að reynast eða sýnast tengd samskiptum hans við sjúklinga. Lækni er óheimilt, að nota ónauðsynlegar og dýrar lækningaaðferðir, sem eru líklegri til að vera lækninum í hag en sjúklingnum til gagns. 26. grein Lækni hlýðir að birta nýjungar í fræðigrein sinni með mikilli gát. Hann má ekki gefa fyrirheit um undralækningar né heldur gefa í skyn, að honum séu kunn lyf eða lækningaaðferðir, sem séu ekki á vitorði lækna almennt. 27. grein Lækni hlýðir að gæta fyllstu varfærni í ummælum og íhuga ábyrgð sína i því efni, hvort heldur hann ræðir við einstakling eða á almennum vettvangi. Hvers konar fullyrðingar, studdar ófullnægjandi eða alls engum rökum, eru lækni ósæmandi. Einnig ber lækni að hafa fyrirvara, er hann dæmir horfur, svo sem batahorfur, eftir tölfræðilegum líkum. 28. grein Gerðardómur úrskurðar ágreiningsmál, sem kunna að risa milli lækna eða milli læknis og læknafélags og varða Codex Ethicus, verði þau eigi jöfnuð á annan hátt. Sami gerðardómur úrskurðar einnig mál, sem til hans er skotið samkvæmt 19.gr. laga L.í. frá 26. júní 1965 og varða bein eða óbein brot á nefndum lögum eða lögum aðildarfélaga L.í. Úrskurðum gerðadóms verður ekki áfrýjað, en vísað getur hann frá sér þeim málum, sem hann telur sér óviðkomandi eða álítur, að vísa beri til almennra dómstóla í gerðardómi sitja fimm menn. Einn kýs læknadeild Háskólans, og er hann formaður dómsins. Tvo kýs Læknafélag íslands á hverjum aðalfundi, og skal annar þeirra vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.