Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 265 9. Lækni ber að vanda til vottorða og skýrslugerða. Honum hlýðir að votta óvil- hallt pað eitt, sem máli skiptir hverju sinni og sem hann veit sannast og réttast og hafa pó í huga þagnarskyldu sína. Hvort sem vottorð er gert á staðlað eyðublað eða með almennu orðalagi eða orðavali læknisins sjálfs, skai par koma fram, hvert er tilefni og tilgangur vottorðs og að lækni sé hann Ijós. Læknir, sem vísvitandi semur eða undirrit- ar rangt eða villandi vottorð eða greinar- gerð, telst sekur um misferli. Læknir má ekki láta af hendi vottorð eða skýrslur um sjúkling án samþykkis hans eða nánustu vandamanna, sé hann sjálfur ekki fær, nema lög eða úrskurður bjóði svo. Á vottorð, sem ekki eiga að fara til lækna, heilbrigðisstofnana, Tryggingastofnunar ríkisins eða sjúkrasamlaga, skal ekki skrá sjúkdómsgreiningu, nema að ósk sjúklings. Fyrir dómi hlýðir lækni ekki án úrskurðar dómara að leggja fram sjúkraskýrslur máli sínu til sönnunar. Hins vegar getur sjúk- lingur krafizt þess, að slík skýrsla um hann sé lögð fram. 10. Læknir skal gæta fyllstu varkárni í ummæl- um um fagleg mál, bæði í ræðu og riti, og íhuga ábyrgð sína í því efni, hvort sem hann ræðir við einstakling eða á almenn- um vettvangi. Lækni hlýðir að birta nýjungar í fræði- grein sinni með mikilli gát. Hann má ekki gefa fyrirheit um undralækningar né held- ur gefa í skyn, að honum séu kunn lyf eða lækningaaðferðir, sem ekki séu á vitorði lækna almennt. Hann skal og forðast ummæli, sem geti skapað óþarfan og óréttlætanlegan ótta við sjúkdóma eða órökstudda vantrú á læknisstarfi á sjúkra- húsum eða utan þeirra. Leiti fjölmiðlar (blöð, útvarp og sjónvarp) til læknis um fagleg efni, upplýsingar, greinar eða viðtöl, er honum ráðlegt að lesa yfir, heyra eða sjá það, sem hann á þátt í, áður en því er dreift út og tryggja sér þannig, að skoðanir hans verði ekki misskildar eða rangtúlkaðar og ekki annað eftir honum haft en það, sem hann telur sér samboðið að efni og formi. 11. Lækni er ósæmandi að vekja á sér ótilhlýði- lega athygli eða gefa í skyn yfirburði sína yfir aðra lækna með því að hampa eða láta hampa menntun sinni, þekkingu, hæfni, afrekum eða vinsældum, hvort heldur er í auglýsingum, viðtölum, blaðagreinum, rit- gerðum, fyrirlestrum, útvarpserindum, sjónvarpi eða á annan hátt. Læknir má ekki leyfa notkun á nafni sínu, aðstöðu eða lærdómstitli í auglýsingum um lyf, sjúkravörur eða neinn þann varn- ing, sem talinn er lækna eða koma í veg fyrir sjúkdóma eða sjúkdómseinkenni. Ummæli um lyf eða sjúkravörur í faglegu sambandi, greinum eða fyrirlestrum, telj- ast ekki til auglýsinga, enda sé þar ekki um fjárhagsvon að ræða. 12. Læknir má ekki auglýsa starfsemi sína nema sem hér segir: a) í blöðum, þegar hann byrjar starf á nýjum stað eða þegar hann skiptir um vinnustað, síma, vinnutilhögun, og þá mest þrisvar í sama blaði. b) í símaskrá. c) Með hóflegu skilti á eða í því húsi, sem hann vinnur í. í auglýsingum má hann geta lærdómstitla, sérmenntunar og stöðuheita sinna. 13. Lækni hlýðir að fara sem minnst út fyrir það verksvið, sem menntun hans tekur til. II. Ákvaeði um samband læknis og sjúklinga 1. Lækni ber að auðsýna sjúklingi sínum þá umhyggju og nærgætni, sem hann getur framast við komið. Ef ekki er á hans færi að framkvæma nauðsynlega rannsókn eða að- gerð, skal hann í samráði við sjúklinginn undandráttarlaust leita fulltingis lækna eða stofnana, sem geta hjálpað til að leysa vanda sjúklingsins. Lækni hlýðir ekki að synja sjúklingi sínum um að kveðja annan lækni til ráðuneytis, ef ætla má, að hann geti orðið að liði. Samhengi í meðferð sjúklinga er æskilegt og ber að stefna að því. Þess vegna skal læknir ekki taka til meðferðar sjúkling, sem þegar er í með- höndlun hjá öðrum lækni við sama sjúk- dómi, nema með eftirfarandi undantekning- um: a) Sjúklingur kemur með tilvísun frá eigin lækni. b) Sjúklingur nær ekki sambandi við eigin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.