Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 425 Athyglisvert er að plasma aldósterón jókst marktækt er prostaglandínhemjari var gefinn samhliða captópríl og þíasíð. Þetta bendir til að þíasíð hafi ríkjandi áhrif á renin-aldósterón kerfið við bælingu captópríls með prostaglandínhemjara. Ekki er talið (5, 6) að prostaglandínhemjari bæli áhrif captópríls á angiotensin II. Samhliða þessu dró úr kreatínin skilun, en það er þekkt fyrirbæri eftir prostaglandínhemjara, sérstaklega ef nýrnablóðflæði er minnkað (24, 25). Óæskilegra áhrifa prostaglandínhemjara hjá sjúklingum með háþrýsting, hjartabilun og sérstaklega væga nýrnabilun, er vel lýst (25). Þetta er einkum áberandi þegar nýrnablóðflæði er mjög háð æðavíkkandi áhrifum prostaglandína. Hjá sjúklingum með háþrýsting og nýrnabilun sem meðhöndlaðir eru með captópríl er lýst hækkun á kalíum. Ef kalíum-sparandi þvagræsilyfi er bætt við, getur orðið lífshættuleg hyperkalemía (26). í þessari rannsókn urðu engar breytingar á fastandi blóðsykri. Þvagsýra í sermi sjúklinga í báðum hópunum var óbreytt fyrir og eftir meðferð, og kemur captópríl því einnig í veg fyrir hækkun þvagsýru er oft verður af þvagræsimeðferð (7, 18). Engar marktækar breytingar urðu á kólesteróli, né tríglyseríðum í hópunum tveim fyrir eða eftir meðferð, og kemur því captópríl líklega í veg fyrir hækkun kólesteróls sem verður af þíasíð meðferð. Lítið er vitað um breytingar á blóðfitu samfara langtíma captópríl gjöf, en talið er að hún breytist ekki. Weinberger (18) hefur lýst að captópríl komi í veg fyrir hækkun kólesteróls, samfara þíasíð gjöf. Þótt þessi rannsókn nái til fárra sjúklinga ályktum við að captópríl þolist vel, Iækki blóðþrýsting bæði brátt og til langframa. Hægt er að notfæra sér blóðþrýstingsmælingu hálfri til einni klukkustund eftir fyrstu gjöf til að spá fyrir um langtíma árangur. Captópríl gefið samhliða þíasíð veldur meiri blóðþrýstingslækkun en captópril eitt sér, auk þess sem það kemur í veg fyrir hliðarverkanir þíasíða. Kalíum viðbót ætti því að vera óþörf á þessari meðferð ef þíasíð eru gefin í lágum skömmtum. Indómetasín dregur úr blóðþrýstingslækkun captópríls, og getur valdið hættulegum aukaverkunum í litlum hópi sjúklinga með nýrnabilun og háþrýsting. Við teljum að captópríl sé álitlegur kostur sem hluti af langtímameðferð sjúklinga með háþrýsting. Höfundar vilja þakka Guðrúnu Þorvaldsdóttur, og öðru starfsfólki Göngudeildar háþrýstings fyrir aðstoð við rannsóknina. SUMMARY The antihypertensive and metabolic effects of captopril alone or in combination with a thiazide were investigated in mildly hypertensive males (mean age 50.7 ±3 years). The combination of captopril and thiazide were more effective than captopril alone in lowering blood presure after one year. Group A (N = 7), received thiazide (50 mg x 1) in addition to captopril (50 mg x 2). The control blood pressure was 161 ±2.5/105 ±2.0 mmHg, the mean blood pressure for the last 6 months was 136±3.2/86±2.3 (P< 0.005/0.0005). Group B (N = 6) received captopril (50 mg x 2), the pretreatment blood pressure was 152±4.7/100±2.5 mmHg, the mean blood pressure for the last 6 months 139 ±4.1/87 ±2.3 mmHg (P<0.01/0.01). There was a significant correlation (R = 0.46, P<0.05) between the acute decrements in blood pressure on one hand and the pretreatment plasma renin activity in the captopril group on the other hand. The blood pressure reduction at'A-l hour predicted also the long term efficacy of captopril. The serum potassium concentration was significantly lower in group A after one year (3.6±0.35 mmol/1, P<0.01), even though captopril suppressed the rise of plasma aldosterone, seen after the diuretic treatment. A prostaglandin inhibitor (indometasin 50 mg x 2) was given with captopril for 14 days. A significant (P <0.02) elevation in diastolic blood pressure occurred, but in the group receiving both captopril and thiazide, no blood pressure changes were seen. No side effects on captopril therapy were detected. We conclude that captopril gives good blood pressure control in mildly hypertensive males, and is well tolerated. HEIMILDIR 1. Vidt DG, Bravo EL, Fouad FM. Captopril. N Engl J Med 1982; 306: 214-9. 2. Rosendorff C. Captopril - an overview. SA Med J 1982; 62: 583-99. 3. Frolich ED, Cooper RA, Lewis EJ. Review of the overall experience of captopril in hypertension. Arch Intern Med 1984; 144: 1441-4. 4. Swartz SL, Williams GH, Hollenberg NK, Levine L, Dluhy RG, Moore TJ. Captopril-induced changes in prostaglandin production. J Clin Invest 1980; 65: 1257-64. 5. Moore TJ, Crantz FR, Hollenberg NK, Koletsky RJ, Leboff MS, Swartz SL, Levine L, et al. Contribution of prostaglandins to the antihypertensive action of captopril in essential hypertension. Hypertension 1981; 3: 168-73. 6. Mimran A, Targhetta R, Laroche B. The antihypertensive effect of captopril. Evidence for an influence of kinins. Hypertension 1980; 2: 732-7. 7. Leary WP, Reyes AJ, van der Byl, KV, Acosta-Barrios TN. Effect of captopril, hydrochlorthiazide, and their combination on timed urinary excretions of water and solutes. J Cardiovasc Pharmacol 1985; 7 (2): 56-62.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.