Læknablaðið - 15.12.1987, Qupperneq 22
432
LÆKNABLAÐIÐ
geti verið sérstaklega hættuleg (18). Okkur er ekki
kunnugt um að benzódíazepínsambönd auki
eiturhrif própranólóls, en næst á eftir etanóli
komu lyf af þeim flokki oftast við sögu
própranólóleitrana.
Einkenni við própranólóleitrun eru einkum frá
hjarta, lungum og heila eins og áður er getið.
Þessi einkenni eru oftast í hámarki um svipað
leyti og blóðþéttni lyfsins, þ.e. 1-2 klst. eftir
inntöku. Telja má víst að magaskolun og gjöf
lyfjakola geti gert gagn jafnvel þó að nokkrar
klukkustundir séu liðnar frá töku lyfsins. í þessu
sambandi má geta þess að lýst hefur verið tveimur
tilvikum þar sem magaskolun tókst ekki vegna
mikils herpings í vélinda (19). Einnig er rétt að
benda á að helmingunartími lyfsins getur verið
lengdur við eitranir (2, 15).
Athyglisvert er að meðferð própranólóleitrana
ber oftast góðan árangur. Sú meðferð sem best
hefur reynst er að gefa glúkagon, adrenvirk lyf
(t.d. adrenalín eða ísóprenalín) og atrópín.
Glúkagon virðist tvímælalaust vera mikilvægasta
lyfið (15, 19-22), en það örvar adenýlsýklasa og
myndun hring-AMP og hefur þannig andstæða
verkun við própranólól og aðra betablokkara
(skammtur: 10 mg í æð og síðan innrennsli 2-3
mg/klst.). Adrenalín upphefur að einhverju
marki beta-blokkunina og atrópín getur aukið
hjartsláttartíðni með því að draga úr áhrifum N.
vagus.
Á umræddu tímabili urðu ekki dauðsföll hér á
landi vegna eitrana af völdum annarra
beta-blokkara en própranólóls svo að vitað sé.
Hlýtur því sú spurning að vakna hvort
própranólól sé hættulegra en aðrir
beta-blokkarar. Própranólól hefur
staðdeyfiverkun. Við venjulega notkun er ekki
talið að þessi verkun skipti máli, en hún gæti gert
það við eitrun (verkun á heila og hjarta). Að
þessu leyti er própranólól því líklega eitraðra en
sumir aðrir beta-blokkarar, einkum atenólól,
nadólól og sótalól. Própranólól og oxprenólól eru
fituleysanleg lyf, sem fara hratt inn í
miðtaugakerfið. Við eitranir valda þau því
stundum meðvitundarleysi og krömpum. Aðrir
beta-blokkarar eru minna fituleysanlegir og valda
yfirleitt aldrei slíkum einkennum. Sérhæfni í
verkun (beta,-blokkun) hverfur við háa
blóðþéttni og skiptir því ekki máli við eitranir.
SUMMARY
During the period 1976-1983, 8 cases of fatal
propranolol intoxication were subjected to forensic
chemical analysis in the Department of Pharmacology,
University of Iceland. The results are shown in Table I.
For comparison, 7 cases of non-fatal propranolol
intoxication were investigated and the results are shown
in Table II. High concentrations of propranolol were
found in liver and brain of the fatal cases (Table I) and
the individual results varied within a wide range in all
tissues. Ingestion of ethanol might have been a
contributing cause of death in five cases.
Fatal propranolol intoxications seem to be common in
Iceland because in the years 1971 to 1984 we found
information on only 9 such cases in the published
literature from abroad and three unpublished cases. The
total use of propranolol in Iceland is not very different
from that of other Nordic countries (in 1978-1983 it was
within the range 10.6 to 14.5 DDD/1.000 inh./day)
(Fig.l).
There are no accounts of death due to ingestion of other
beta-blocking agents in Iceland during the period
1976-1983.
HEIMILDIR
1. Prichard BNC, Battersby LA, Cruickshank JM.
Overdosage with adrenergic blocking agents. Adv
Drug React Ac Pois Rev 1984; 3: 91-111.
2. Ducret F, Zech P, Perrot D, Moskovtchenko JF,
Traeger J. Intoxication volontaire par le
propranolol. Nouv Presse Med 1978; 7: 27-8.
3. Wermut W, Wojcicki M. Suicidal attempt with
propranolol. Br Med J 1973; 3: 591.
4. Chen TW, Huang TP, Yang WC, Hong CY.
Propranolol intoxication: Three cases’ experiences.
Vet Hum Toxicol 1985; 27: 528-30.
5. Oltmanns VG, Schwela H, Kulick B, Knappe J,
Haustein K-O, Schmidt H. Akute
P-Blocker-Intoxikationen. Z Gesamte Inn Med
1985; 40: 546-51.
6. Weinstein RS, Cole S, Knaster HB, Dahlbert T.
Beta blocker overdose with propranolol and with
atenolol. Ann Emerg Med 1985; 14: 161-3.
7. Jones JW, Clark MA, Mullen BL. Suicide by
ingestion of propranolol. J Forensic Sci 1982; 27:
213-16.
8. Kæmpe B. Determination of an unknown drug in
forensic chemistry. I. Mutual interference of drugs.
Dansk Tidskr Farm 1971; 45: 1-23.
9. Kristinsson J, Jóhannesson T. A case of fatal
propranolol intoxication. Acta Pharmacol Toxicol
1977; 41: 190-2.
10. Jóhannes Skaftason og Þorkell Jóhannesson:
Ákvarðanir á alkóhóli (etanóli) í blóði. Tímarit
lögfræðinga 1975; 25: 1-13.
11. Teige B. Akutte medikament- og alkoholddsfall
utenfor sykehus. Nordisk Retsmedisinsk Forenings
forhandlinger. 9. möde, Reykjavik 13.-15. juni
1985.
12. Teige B. Persónulegar upplýsingar.
13. Nordisk lákemedelsstatistik 1978-1980, Del I.
Nordiska lákemedelsnámnden, Publikation nr. 8,
1982.
14. Nordisk lákemedelsstatistik 1981-1983, Del I.
Nordiska lákemedelsnámnden, Publikation nr. 14,
1986.
15. Heath A. P-adrenoceptor blocker toxicity: Clinical
features and therapy. Am J Emerg Med 1985; 2:
518-25.