Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 435 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavikur 73. ARG. - DESEMBER 1987 Áfengismálastefna á íslandi Umræða um áfengismál bendir oft til þess, að margir telji að íslendingar hafi ekki haft stefnu í áfengismálum. Þegar málið er skoðað kemur hins vegar í ljós, að undanfarna áratugi hafa menn sett sér mjög skýra og ákveðna stefnu. í þessu sambandi má minna á, að menn hafa kappkostað að setja lagaákvæði um áfengismál. í gildi eru sérstök áfengislög þar sem megintilgangur laganna er að vinna gegn misnotkun áfengis í landinu og að útrýma því böli sem er samfara áfengisneyslu. í sömu lögum eru ströng ákvæði um innflutning áfengis, tilbúning, sölu og veitingu og um aðra meðferð áfengis í landinu. í áfengislögum er sérstakur kafli um ölvun þar sem fram kemur að engum er heimilt að neyta áfengis í þeim mæli að hann verði ölvaður ef hann ætlar ekki að brjóta lög landsins. Sömuleiðis er í áfengislögum sérstakur kafli um áfengisvarnir þannig að segja má, að áfengislög landsins séu mjög stefnumarkandi um það hvernig löggjafinn vill að fólkið í landinu fari með áfengi. Síðan hafa að sjálfsögðu samkvæmt þessum lögum verið settar reglugerðir og má í því sambandi nefna reglugerð um sölu og veitingu áfengis, reglugerð um bindindisfræðslu, um áfengisvarnarnefndir og bindindiseftirlit i skólum. Ekki má heldur gleyma lögum um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra sem nú eru komin á þriðja áratug og þau ákvæði umferðarlaga sem ræða um neyslu áfengis og akstur. Öll þessi lagaákvæði og reglugerðir renna stoðum undir þá skoðun sem hér var sett fram í byrjun, að mjög ákveðin stefnumörkun hefur verið í áfengismálum. Þrátt fyrir þetta kemur það oft fram í umræðu um áfengismál, að á skorti lagasetningu í áfengismálum og margir telja að breyta megi og lækna áfengisbölið með einfaldri lagasetningu. í þessa átt bendir þingsályktun frá 1. mai 1981, sem samþykkt var samhljóða en ekkert var gert í málinu fyrr en í lok desember 1982 að þáverandi ríkisstjórn samþykkti tillögu frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, um að skipuð yrði nefnd til að framfylgja ályktuninni frá i maí 1981. Það tók nokkurn tíma að koma nefndinni saman enda var hún þannig skipuð að þingflokkarnir áttu hver sinn fulltrúa, þau ráðuneyti, sem málið snerti hvert sinn fulltrúa og þar að auki áttu ýmis embætti og stofnanir sína fulltrúa, þannig að nefndin varð alls 17 manna auk ritara, sem varð sérstakur starfsmaður nefndarinnar. í skipunarbréfi nefndarinnar var henni falið að gera tillögur, sem byggja mætti á heildstæða og markvissa stefnu og löggjöf um stjórnun áfengismála, það er að segja tilbúning og dreifingu áfengis, áfengisvarnir, meðferð áfengissjúkra, rekstur meðferðarstofnana og um upplýsingar, fræðslu og rannsóknastarfsemi. Nefndinni var falið að gera á fyrstu þrem mánuðum starfs síns sértillögur um átak i áfengismálum og á næstu þrem mánuðum sérstakar tillögur um átak í fíkniefnamálum. Hins vegar skyldi nefndin ekki sinna fíkniefnamálum frekar, en einbeita sér að áfengismálum. Ekki verður hér upptalið hverjir sátu í nefndinni en sá er þetta ritar var formaður hennar. Nefndin hélt sinn fyrsta fund 30. júní 1983 en lauk starfi í janúar 1987. Nefndin sendi tillögur um sérstakt átak í áfengismálum til þáverandi heilbrigðisráðherra hinn 1. nóvember 1983 og sérstakt átak í fíkniefnamálum hinn 27. febrúar 1984. Ríkisstjórnin tók við þeim tillögum sem hér um ræðir en ekkert var með þær gert og þegar forsætisráðherra síðar skipaði sérstaka nefnd til að gera tillögur um fíkniefnamál Ieit svo út sem enginn vissi að á borði ríkisstjórnarinnar höfðu þá um tveggja ára skeið legið sérstakar tillögur um átak vegna fíkniefnamála. Endanlegar tillögur áfengismálanefndarinnar skiptust í þrennt: í fyrsta lagi var rætt um markmið laga, tilbúning og dreifingu áfengis. í öðru lagi var rætt um áfengisvarnir. í þriðja lagi var rætt um meðferð og þjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.