Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 455 heilbrigðisvandamál tengd þeim svo sem einhæfni í starfi, slysahættu, eiturefnahættu, hávaðamengun og heyrnarskerðingu sem henni fylgir. Tryggja þarf fullnægjandi aðbúnað á vinnustöðum. Markmið 16 Vinnuverndarmál verði tekin til sérstakrar athugunar og landsáætlun um aðbúnað, öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum gerð af hlutaðeigandi aðilum og endurskoðuð reglulega, fyrst árið 1990. Við þá athugun verði þess sérstaklega gætt að huga að bæði líkamlegum og geðrænum heilbrigðisvandamálum sem tengd eru vinnu. Þá er stefnan að fækka slysum við vinnu um helming fram til ársins 2000. Heyrnarskaði vegna hávaða verði minnkaður með því að lækka hávaðaþröskuld sem heimill er á vinnustöðum. Annað markmið er að minnka áhrif skaðlegra efna við vinnu. Notkun hættulegustu efnanna verði bönnuð fullkomlega fyrir árið 1995. 5.5. Slysavarnir Slys eru vaxandi vandamál á íslandi og hafa veruleg áhrif á kostnað þjóðfélagsins og afkomu einstaklinganna. Flest slys er hægt að koma í veg fyrir með sérstökum ráðum og leiðbeiningum, jafnvel löggjöf, svo sem vinnulöggjöf og umferðarlögum. Sérstaklega ber að gæta að slysum í umferð, á sjó, á heimilum, í skólum og í frítímum og íþróttum. Slys á börnum og unglingum eru tíð hér á landi og þau þarf að athuga sérstaklega. Markmið 17 Slysavarnir verði samræmdar og sett um þær löggjöf ef nauðsyn krefur. Sérstakt slysaráð verði stofnað til að samræma nauðsynlegar aðgerðir. Verkefni slysaráðs verði m.a. að gera landsáætlun um slysavarnir sem endurskoðuð verði reglulega og fyrst árið 1990. Tekið verði mið af tíðni og orsökum slysa og þau könnuð. Leitað verði samvinnu við þá aðila sem lögum samkvæmt annast rannsóknir á flug- og sjóslysum. Sérstaklega verður að benda á að nauðsynlegt er að draga úr skaðlegri notkun áfengis sem slysavalds. 6. ÞRÓUN HEILBRIGÐISKERFISINS Áður hefur verið minnst á ákveðna þætti í breytingu og þróun heilbrigðiskerfisins. ísland hefur lagt sérstaka áherslu á heilsugæslukerfið annars vegar og uppbyggingu mjög sérhæfðrar sérfræðiþjónustu hins vegar. Þátt í þessu taka ríkisvald, sveitarstjórnir, félagasamtök (sjálfseignarstofnanir) og einstaklingar. Heilsugæslukerfið hefur verið byggt upp um landið allt og er betur upp byggt á strjálbýlissvæðum. Hins vegar er sérfræðiþjónustan mun meiri á þéttbýlissvæðunum. Stefnt hefur verið að uppbyggingu sérfræðiþjónustu á Akureyri auk Reykjavíkur. Sérfræðiþjónusta tannlækna, sérfræðinga sem vinna utan sjúkrahúsa, atvinnusjúkdómavarna, sjúkraþjálfunar og endurhæfingar er mikilvægur þáttur heilsugæsluþjónustunnar. Markmið 18 í þróun heilbrigðisþjónustunnar verði sérstök áhersla lögð á heilsugæslu. Sérfræðiþjónustu verði haldið á því háa stigi sem hún er nú á. Meiri fjármunum verði varið til málefna aldraðra, tannlækninga, geðlækninga og endurhæfingar. Það þarf því meiri fjármuni til heilbrigðisþjónustunnar í framtíðinni en nú. Starfsliði þarf að fjölga bæði til að sinna þeim nýju verkefnum sem ráð er fyrir gert að tekin verði upp og auknum verkefnum á öðrum sviðum. Markvisst verði dregið úr þeim mun sem er á möguleikum fólks til heilbrigðisþjónustu eftir búsetu. Markmið 19 Stefnt verði að því að gera heilbrigðisþjónustuna persónulegri og þjálli en hún er nú og reyna að hafa meðferð samfellda þannig að sjúklingar geti ávallt leitað sama læknis þegar um langvarandi meðferð er að ræða. Meðferðaráætlanir, sem staðfestar eru af heilbrigðisstjórn, eiga að auka möguleika sjúklinga á að taka virkari þátt í og fylgjast betur með meðferð sinni. Hér er gert ráð fyrir meðferðaráætlunum sem gerðar verða fyrir ákveðna sjúkdóma og kynntar sem slíkar. 6.1. Heilsugæslan Áður hefur verið minnst á þær breytingar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.