Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 44
452 LÆKNABLAÐIÐ Markmiö 4 Taka þarf fyrir, til gagngerðrar endurskoðunar: 1. Flokkun sjúkrahúsa, verkaskiptingu þeirra og starfssvið hvers sjúkrahúss. 2. Reglur um starfssvæði einstakra stofnana. 3. Reglur um mönnun eftir starfssvæði hverrar stofnunar. Stefnt skal að því að skýrari greinarmunur verði gerður á sérhæfðu sjúkrahúsi, almennu sjúkrahúsi og hjúkrunarheimili. 4. HEILBRIGÐIR LÍFSHÆTTIR Venjur og lífshættir hafa veruleg og sennilega úrslitaáhrif á heilbrigði einstaklingsins. Áróður fyrir heilbrigðum lífsháttum er nauðsyn i nútímaþjóðfélagi. Of lítið hefur verið gert að því af heilbrigðisyfirvöldum á íslandi að taka jákvæða og hvetjandi afstöðu í þessum málum. Sérstök áhersla hefur þó verið lögð á þetta síðustu árin og því eru þessi heilbrigðismarkmið sett fram. Allt starf að heilbrigðisfræðslu geldur þess hve Iítið fjármagn fæst til að gera fræðsluefni og hvað því fjármagni er deift til margra aðila. Mörg lög og reglugerðir sem heyra undir mismunandi ráðuneyti fjalla um heilbrigðisfræðslu i einhverri mynd en lítið verður úr framkvæmdum. Að undirbúa fræðsluefni er vandasamt verk þar sem saman þarf að fara þekking á viðfangsefninu, tæknikunnátta til skýrrar framsetningar og kunnátta í dreifingu og samskiptum við fjölmiðla. Þær stofnanir og ráðuneyti, sem með þessi mál fara í dag, hafa yfirleitt ekki yfir að ráða þeim mannafla sem þarf til heilbrigðisfræðslu - frá hugmynd til framkvæmdar. Starfið verður því oft handahófskennt og árangur minni en ella. Markmið 5 Komið verði á fót stofnun forvarna- og heilbrigðisfræðslu. Þessi stofnun annist ráðgjöf um heilbrigða lifnaðarhætti, gerð fræðsluefnis og endurmenntun starfsliðs i heilsugæslu. Til þessarar stofnunar færist starfsemi áfengisvarnaráðs, tóbaksvarnanefndar, manneldisráðs, tannverndarstarfsemi og starfsemi CINDI-verkefnis. Til þess að stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum verður lögð á það áhersla að starfslið heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa fái grundvallarmenntun og kennslu í heilbrigðisfræðslu og kennslu í heilsufræði til þess að geta miðlað þeim sem þangað leita. Samvinna verði hafin við skóla og félög um að þau taki þátt í herferð fyrir heilbrigðari lifnaðarháttum fjölskyldna og einstaklinga. 4.1. Manneldismarkmið og matvælaframleiðsla Fram á þessa öld veltu menn ekki fyrir sér manneldi á Islandi að öðru leyti en því hvort allir hefðu mat til næsta máls. Nú er þessu öðruvísi háttað. Allir hafa til hnífs og skeiðar og það er ástæða til að gefa ráð um hvaða fæða er holl og hvaða fæða er óholl. Talið er að leiðbeina þurfi fólki um fæðuval, einkum af þeim ástæðum að minnka þurfi fitu, sykur og matarsalt í fæðunni. Almenningur neytir yfirleitt of mikillar fæðu og þess vegna er offita verulegt vandamál á íslandi. Fæðan á að innihalda nauðsynleg efni til vaxtar, viðhalds, endurnýjunar og brennslu. Fæðan þarf einnig að vera hættulaus og er eftirlit með aukaefnum í fæðu mikilvægt. Markmið 6 Næringarástand þjóðarinnar er talið gott en það þarf að sjá um að allir fái nægan mat og að í honum séu rétt hlutföll frá næringarfræðilegu sjónarmiði. Leggja skal áherslu á framleiðslu og framboð hollrar innlendrar fæðu. Það á að ýta með ýmsu móti undir neyslu kornmetis, fisks, kjöts sem er magurt, kartaflna og grænmetis. Stuðla skal að neyslu mjólkurvara með lágu fituinnihaldi með fræðslu og verðstýringu. Neysla matar, sem hefur mikið af sykri og neysla sætinda svo og saltaðs matar, á að minnka með upplýsingastarfsemi og verðstýringu. Til þess að gera fæðuval auðveldara eiga upplýsingar á vörum að vera áberandi og vel skiljanlegar. Eftirlit með aukaefnum í matvælum á að vera fullnægjandi. Á grundvelli þeirrar vinnu og upplýsinga, sem manneldisráð hefur gert, hafa verið sett fram matvælaframleiðslu- og manneldismarkmið og ný slík markmið verði unnin fyrir árið 1990 og síðan endurnýjuð á fimm ára fresti. Markmiðin skulu innihalda fyrirmæli um verðlagningu, framleiðslu og þá upplýsingu sem er nauðsynleg til þess að þjóðin snúi sér að heilbrigðara mataræði er nú tíðkast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.