Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 453 4.2. Skaðsemi tóbaksnotkunar Á íslandi er áætlað að 200-300 manns deyi á hverju ári af tóbaksreykingum, beinum og óbeinum. Þess vegna er talið eðlilegt að stuðla markvisst að útrýmingu tóbaksneyslu. Markmiö 7 Markmiðið er að draga úr og síðar útrýma neyslu tóbaks með því að fá fólk til að byrja ekki að reykja og það sem reykir til að hætta. Til þess að ná þessu markmiði verður að auka bæði upplýsingar og áróður og taka til sérstakrar íhugunar tengsl milli reykinga og annarra lifnaðarhátta. Það verður að minnka og helst útiloka að fólk sem ekki reykir þurfi að liða tóbaksreyk. Verð á tóbaksvörum á að hækka árlega umfram verðhækkanir almennra neysluvara þannig að tóbaksverð sé langt yfir almennu verðlagi. Það á að útiloka áhrif innflytjenda á það að stýra útsöluverði tóbaksvara. 4.3. Skaðleg áhrif áfengis Enda þótt heildarnotkun áfengis á íslandi sé minni en í flestum löndum er það staðreynd að óæskileg heilsufarsleg áhrif áfengisneyslu eru mikil á íslandi. Þess vegna verður að vinna að því að minnka heildaráfengisneyslu og útrýma ofneyslu. Markmið 8 Markmiðið er að minnka og eyða að lokum alveg óæskilegum heilsufarslegum áhrifum áfengisnotkunar. Almenna neyslu áfengis þarf að minnka. Á næsta hálfum áratug verður lögð sérstök áhersla á upplýsingastarfsemi og ráðgjöf sem heilbrigðisgeirinn veitir, svo og að greina áfengisvanda á byrjunarstigi. Það á að stofna til samvinnu milli heilbrigðisyfirvalda og félagasamtaka sem hafa bindindi á stefnuskrá sinni og reyna að efla starf þessara samtaka. Verð áfengra drykkja þarf að hækka á næstu fimm árum þannig að verðið hækki árlega umfram verðlag og sterkt áfengi meira en létt. Sett verði áætlun til að ná þessum markmiðum og hún endurskoðuð á fimm ára fresti, fyrst árið 1990. 4.4. Geðheilsa Vandamál tengd geðheilsu og persónulegum tengslum manna eru fjölmörg og virðast fara vaxandi. Markmið 9 Til þess að minnka líkur á geðrænum vandamálum á að auka möguleika fólks til persónulegra tengsla. Til þess að ná þeim markmiðum á að auka menntun, leiðbeiningar og hjálp í vandasömum tilvikum. Það á að aðlaga heilbrigðisþjónustuna þannig að hún hjálpi fólki að fást við vandamál daglegs lífs og jafnframt verði séð til þess að félagsleg ráðgjöf verði aukin og bætt af hálfu opinberra aðila og félagasamtaka. Víðtæku upplýsingastarfi þarf að koma á til að stuðla að eigin geðvernd einstaklinga. Þeir sem eiga við langvarandi veikindi að stríða, svo og fatlaðir og aldraðir, þurfa sérstakrar hjálpar við til þess að ná og halda tengslum við samfélagið og annað fólk. 4.5. Líkamsrækt og þjálfun Samstaða er um að líkamsrækt og líkamleg þjálfun sé undirstaða heilbrigði. Likamleg þjálfun er nauðsynleg fyrir alla aldurshópa. Breyttar þjóðfélagsaðstæður, atvinnuhættir og færri áreynslutækifæri gera meiri kröfur um líkamsrækt og þjálfun fyrir alla aldurshópa en áður. Markmið 10 Það á að gefa þjóðfélagsþegnum fleiri og meiri tækifæri til heilbrigðrar hreyfingar en nú er. Efla þarf aðstöðu almennings til íþróttaiðkana innan dyra og byggja í því skyni almenningsíþróttahús eða samnýta betur en nú er tiltæk íþróttamannvirki. Einnig þarf að gefa gaum að því að fólk fái tækifæri til að hreyfa sig utan dyra og setja upp sérstakar gang- og hjólreiðabrautir í þéttbýli. Skipulagsmálum skal haga þannig að fólk, einkum það eldra og þeir sem eru fatlaðir, geti notið umhverfisins með hreyfingu og þjálfun utan dyra. 5. HEILBRIGÐISEFTIRLIT Heilbrigðiseftirlit er mikilvægur þáttur heilbrigðisþjónustunnar. Það á að tryggja heilsusamleg híbýli og umhverfi, hreint andrúmsloft, neysluvatn, matvæli og neysluvörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.