Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1987, Qupperneq 41

Læknablaðið - 15.12.1987, Qupperneq 41
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 449-60 449 ÍSLENSK HEILBRIGÐISÁÆTLUN Skýrsla heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra Ragnhildar Helgadóttur lögð fram á Alþingi á 109. löggjafarþingi 1986 til 1987 Á fundi ríkisstjórnarinnar 20. mars 1986 var eftirfarandi tillaga Ragnhildar Helgadóttur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um íslenska heilbrigðisáætlun samþykkt: »Ríkisstjórnin samþykkir að vinna að landsáætlun í heilbrigðismálum með hliðsjón af stefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sem nefnd er »Heilbrigði fyrir alla árið 2000«, í þeim tilgangi að stórauka forvarnir gegn sjúkdómum og slysum ásamt örorku og ótímabærum dauðsföllum af þeirra völdum. Áætlunin skal m.a. taka mið af vörnum gegn langvinnum sjúkdómum og því að búa hinn vaxandi fjölda aldraðra undir gott heilsufar í ellinni. Forgangsverkefni í áætluninni skulu miðast við íslenskar aðstæður. Áhersla verður lögð á að kynna og efla heilbrigða lífshætti eftir því sem unnt er með stjórnvaldsaðgerðum og er óskað samstarfs við önnur ráðuneyti um framkvæmd verkefnisins. Heilbrigðisráðherra mun leggja drög að áætluninni fram í ríkisstjórninni innan tíðar.« í framhaldi af þessari samþykkt skipaði heilbrigðisráðherra 10. apríl 1986 sérstakan starfshóp til að gera rammadrög að islenskri heilbrigðisáætlun þar sem í fyrsta áfanga væru m.a. tillögur um þær aðgerðir sem væru aðkallandi og svo kostnaðarlitlar að unnt væri að hrinda þeim í framkvæmd mjög fljótlega. Hugsunin er enn fremur, eins og segir í skipunarbréfi starfshópsins, að áætlunin marki stefnu i aðgerðum til að koma í veg fyrir sjúkdóma og slys svo sem verða má. Nauðsynlegt er að gera áætlun um samræmdar aðgerðir og markviss skref í þessu fyrirbyggjandi starfi. Starfshópinn skipuðu Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri, sem jafnframt var formaður hans, Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir og Frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Barst 14.05.1987. Hrafn V. Friðriksson yfirlæknir sem annaðist fundarritun. Við gerð áætlunarinnar miðaði starfshópurinn við íslenskar aðstæður og stefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar »HeiIbrigði fyrir alla árið 2000« frá árinu 1977. Einnig var tekið mið af heilbrigðisstefnu og heilbrigðismarkmiðum Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá 1980 og 1984 og samsvarandi heilbrigðisáætlunum nágrannaþjóða okkar, einkum Finnlands. Tillögur starfshópsins eru í níu liðum með þrjátíu og þremur markmiðum, ásamt fylgiskjali. Skipta má tillögunum í þrjá aðalþætti. Fyrst er fjallað um stefnumörkun í heilbrigðismálum, heilsugæslu og sjúkrahúsmálum og sett fram markmið. Síðan er fjallað um þau atriði sem leggja ber áherslu á til að bæta heilsufar þjóðarinnar og sett fram markmið. Að lokum er fjallað um nauðsynlegar stoðaðgerðir til að ná fram settum markmiðum. í fylgiritinu eru tekin saman verkefni í þrjátíu og þremur liðum, sem nauðsynlegt er að framkvæma til að ná settum markmiðum heilbrigðisáætlunarinnar. 1. INNGANGUR Heilbrigði er meðal þeirra lífsgæða sem mest eru metin nú á dögum. Heilbrigði er hvort tveggja í senn dýrmætasta eign hvers einstaklings og um leið ein verðmætasta auðlind hverrar þjóðar. í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna segir m.a. að það sé grundvallarréttur hvers manns að fá að njóta bestu heilsu sem völ er á án tillits til kynþáttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, efnahagslegra eða félagslegra aðstæðna. í lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 59/1983 segir að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði. Áherslan er því ekki lögð á lækningar heldur á heilsuvernd. Á undanförnum áratugum hefur heilbrigði íslendinga gjörbreyst og er nú með því besta sem gerist meðal þjóða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.